Bandaríkin

Fréttamynd

Sérfræðingur stórfyrirtækja hafnar líkindum við Söknuð

Prófessor sem starfar fyrir lögmenn Warner Music og Universal Music í dómsmálinu sem Jóhann Helgason rekur gegn tónlistarfyrirtækjunum í Los Angeles segir í 110 síðna greinargerð að engin marktæk líkindi séu með laginu Söknuði og laginu You Raise Me Up. Bæði lögin eigi fyrirmyndir í eldri lögum.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri mælst sáttir með störf Trump í embætti

Þó að ánægja með störf forsetans hafi aldrei mælst hærri, mælist Joe Biden, fremsta forsetaframbjóðendaefni Demókrataflokksins, með fjórtán prósent hærri stuðning í könnuninni en sitjandi forseti meðal allra kosningabærra manna.

Erlent
Fréttamynd

Hóta kyrrsetningu á bresku skipi á móti

Stjórnvöld í Íran foxill vegna kyrrsetningar olíuflutningaskips við Gíbraltar. Ráðgjafi æðstaklerks hótar kyrrsetningu bresks skips á móti. Segja að aðgerðin hafi verið sjórán.

Erlent
Fréttamynd

Ummæli Trump um flugvelli árið 1775 þykja vandræðaleg

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gerði vandræðaleg mistök í ræðu sinni í gær í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna þegar hann fullyrti að Bandaríkjaher hafi í sjálfsstæðissstríðinu 1775 náð yfirráð yfir flugvöllum frá Bretum.

Erlent
Fréttamynd

Borða veganpylsur á 4. júlí og sleppa áfenginu

Sala á vegan-pylsum, glútenfríu snakki og grænmetishamborgurum sem blæða, rétt eins og alvöru nautakjöt, hefur aukist mikið vestanhafs og verður meira framboð af þessum mat núna í veislum í Bandaríkjunum í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna en nokkru sinni fyrr.

Erlent
Fréttamynd

Óttuðust sarínárás á Facebook

Skrifstofur Facebook í hinum svokallaða Kísildal Bandaríkjanna voru rýmdar sem og fjögur önnur nærliggjandi hús eftir að sjálfvirkir skynjarar í póstrými fyrirtækisins sýndu að snefilmagn af saríngasi væru utan á sendingu sem barst fyrirtækinu.

Erlent