Bandaríkin

Fréttamynd

Lögðu einnig til að ákæra Lindsay Graham og fleiri

Meðlimir svokallaðs ákærudómstóls í Georgíu í Bandaríkjunum lögðu til að töluvert fleiri yrðu ákærðir með Donald Trump fyrir að reyna að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu. Trump og átján aðrir hafa verið ákærðir en einnig var lagt til að Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður, Kelly Loeffler og David Perdu, fyrrverandi öldungadeildarþingmenn, og Micheal Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, yrðu ákærð vegna málsins.

Erlent
Fréttamynd

Ráð­gjafi Trump dæmdur fyrir að ó­hlýðnast þinginu

Fyrrverandi viðskiptaráðgjafi Donalds Trump frá því að hann var Bandaríkjaforseti var fundinn sekur um að óhlýðnast Bandaríkjaþingi fyrir að neita að verða við stefnu í tengslum við rannsókn á árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið. Hann bar fyrir sig trúnað við Trump.

Erlent
Fréttamynd

Sagður bera á­byrgð á ban­eitraðri vinnu­staða­menningu

Núverandi og fyrrverandi starfsmenn sem unnu á bakvið tjöldin í framleiðslu á bandaríska skemmtiþættinum The Tonight Show saka Jimmy Fallon, um að hafa stuðlað að baneitraðri vinnustaðamenningu á setti þáttanna. Sextán starfsmenn, fjórtán fyrrverandi og tveir núverandi lýsa málum í viðtali við bandaríska tímaritið Rolling Stone. Þannig lét Jerry Seinfeld Jimmy Fallon eitt sinn biðja starfsmann afsökunar.

Lífið
Fréttamynd

Slökkti á Starlink fyrir árás Úkraínumanna

Elon Musk, auðugasti maður heims, skipaði starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga í fyrra. Það gerði hann til að stöðva leyniárás Úkraínumanna á rússneska flotann, þar sem notast var við dróna sem stýrt var með nettengingu í gegnum Starlink.

Erlent
Fréttamynd

Freista þess að tryggja að nafn Trump rati ekki á kjör­seðla

Sex kjósendur í Colorado í Bandaríkjunum hafa höfðað mál til að freista þess að koma í veg fyrir að nafn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda, nái inn á atkvæðaseðilinn í ríkinu fyrir forsetakosningarnar á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Boðar nýja á­kæru á hendur syni Biden

Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins segist stefna að því að gefa út nýja ákæru á hendur Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, fyrir lok þessa mánaðar. Biden hafði áður samþykkt að játa sig sekan um skatta- og skotvopnalagabrot en sáttinni var spillt í sumar.

Erlent
Fréttamynd

Dæmdur morðingi slapp úr fangelsi á ó­trú­legan hátt

Lögreglan í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hefur leitað logandi ljósi að Danelo Cavalcante, sem var nýverið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða fyrrverandi kærustu sína, en slapp úr fangelsi í lok ágúst. Yfirvöld birtu í dag myndskeið af ótrúlegri flóttaaðferð hans.

Erlent
Fréttamynd

Seg­ir að Kim muni gjald­a fyrir vopnasendingar

Jake Sullivan, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og ríkið allt muni gjalda fyrir mögulega vopnasendingar til Rússlands. Hann segir að sendi Kóreumenn vopn til Rússlands sem notuð yrði í Úkraínu, kæmi það niður á Norður-Kóreu á alþjóðasviðinu.

Erlent
Fréttamynd

Flug­mað­ur dó eft­ir brot­lend­ing­u í kynj­a­veisl­u

Flugmaður lét lífið í Mexíkó á sunnudaginn þegar annar vængur flugvéla hans rifnaði af. Þá var flugmaðurinn að taka þátt í kynjaveislu og notaði hann flugvélina til að dreifa bleikum reyk yfir veislugesti, til marks um það að parið sem hélt veisluna var að eignast stúlkubarn.

Erlent
Fréttamynd

Einn leið­toga Proud Boys dæmdur í 22 ára fangelsi

Enrique Tarrio, einn leiðtoga hægriöfgahópsins Proud Boys, var í dag dæmdur til 22 ára fangelsisvistar fyrir hlut hans í árásinni á bandaríska þinghúsið í ársbyrjun 2021. Það er þyngsti dómurinn sem fallið hefur vegna árásarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Fengu loks leyfi til að fara úr eyðimörkinni

Hátíðargestir Burning Man í eyðimörkinni í Nevada í Bandaríkjunum fengu í gær loksins leyfi til að fara frá hátíðarsvæðinu eftir að hafa setið þar fastir vegna rigninga. Eyðimörkin breyttist í leðju vegna rigningarinnar og var ómögulegt að keyra venjulegum bílum af hátíðarsvæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Gary Wrig­ht er látinn

Gary Wrig­ht, söngvari og laga­höfundur, er látinn 80 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir lög sín Dream Wea­ver og Love is Ali­ve.

Lífið
Fréttamynd

Söngvari Smash Mouth látinn

Söngvari Smash Mouth, Steve Harwell, er látinn. Hljómsveitin var þekkt fyrir smelli eins og All Stars og Walkin on on the Sun. Söngvarinn hóf líknandi meðferð fyrr í vikunni. 

Lífið
Fréttamynd

Hamborgarakeðjur í hremmingum

Dómsmál hefur verið höfðað í Bandaríkjunum gegn hamborgarakeðjunni Burger King fyrir að sýna hamborgara í auglýsingum sem eru miklu stærri og girnilegri en þeir sem viðskiptavinir fá svo í hendurnar til að seðja hungur sitt.

Erlent
Fréttamynd

Senda Abrams og umdeild skot úr rýrðu úrani til Úkraínu

Ríkisstjórn Bandaríkjanna mun í fyrsta skipti senda Úkraínumönnum umdeild skotfæri fyrir skriðdreka sem inniheldur rýrt úran. Skotin eru hönnuð til að fara í gegnum brynvörn annara skrið- og bryndreka og eru þau ætluð Abrams skriðdrekum sem einnig verða sendir til Úkraínu á næstu vikum.

Erlent
Fréttamynd

Skaut ólétta konu sem sökuð var um búðahnupl til bana

Yfirvöld í Ohio í Bandaríkjunum birtu í gær myndband sem sýnir þegar lögregluþjónn skaut ólétta unga konu til bana, eftir að hún hafði verið sökuð um þjófnað í verslun. Fjölskylda konunnar kallar eftir því að umræddur lögregluþjónn verði rekinn og ákærður fyrir banaskotið.

Erlent
Fréttamynd

Stór ákvörðun Musk rakin til máls dóttur hans

Kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter og stefnubreytingar miðilsins eftir kaupin eiga rætur sínar að rekja til fjölskyldumála auðkýfingsins. Þetta kemur fram í grein Wall Street Journal sem byggir á ævisögu um Elon Musk.

Erlent
Fréttamynd

Trump og lýð­ræðis­leg hnignun

Bandaríkin eru án efa valdamesta ríki jarðar. Sumir kunna að halda því fram að ekki aðeins vegna pólitískra, efnahagslegra og hernaðarlegra áhrifa sinna, heldur einnig alþjóðlegra áhrifa sinna sem leiðarljóss stjórnarskrárbundins lýðræðis.

Skoðun
Fréttamynd

Birtir bréf frá lækni eftir að hann fraus

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur sent út bréf frá lækni þingsins þar sem fram kemur að heilsa hans komi ekki í veg fyrir áframhaldandi störf. Það er í kjölfar þess að McConnell fraus á blaðamannafundi í Kentucky í vikunni og var það í annað sinn sem það gerðist á tiltölulega skömmum tíma.

Erlent