
Úkraína

Meintur flugumaður Rússa handtekinn í Kramatorsk
Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að meintur njósnari fyrir Rússa sem sagður er hafa aðstoðað við mannskæða árás í borginni Kramatorsk verði ákærður fyrir landráð.

Fjórtán ára tvíburar meðal fallinna í árás Rússa
Tíu manns, þeirra á meðal fjórtán ára tvíburasystur, féllu í eldflaugaárás Rússa á veitingastað í borginni Kramatorsk í austurhluta Úkraínu í gærkvöldi. Tugir bygginga, þeirra á meðal fjöldi skóla og leikskóla eyðilögðust í árásinni.

Telja hershöfðingja hafa vitað af áformum Prigozhin
Bandaríska leyniþjónustan telur að háttsettur rússneskur hershöfðingi hafi vitað af því að Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi Wagner-málaliðahersins, ætlaði að gera uppreisn gegn hermálayfirvöld fyrir fram. Forseti Hvíta-Rússlands segist hafa komið í veg fyrir að Pútín Rússlandsforseti léti drepa Prigozhin.

Þrjú börn meðal tíu látinna eftir árás Rússa á Kramatorsk
Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir árás Rússa á Kramatorsk í gær, þeirra á meðal þrjú börn. Sextíu eru sagðir særðir og þá var þremur bjargað undan húsarústum.

Minnst tveir fórust og 22 særðust þegar flugskeyti hæfðu þéttsetið veitingasvæði
Minnst tveir fórust og 22 særðust þegar rússnesk flugskeyti hæfðu þéttsetið veitingahúsasvæði í austurhluta borgarinnar Kramatorsk í Úkraínu, að sögn þarlendra yfirvalda.

Valdarán ekki ætlunin heldur að koma í veg fyrir upplausn Wagner
Jevgeníj Prigozhin, eigandi málaliðahersins Wagner-hópsins, segir að markmið uppreisnar hans gegn rússneskum heryfirvöldum um helgina hafi verið að koma í veg fyrir að hópurinn væri leystur upp, ekki að ræna völdum. Hópurinn hafi stoppað til að komast hjá fyrirsjáanlegu blóðbaði.

Shoigu sagður hafa heimsótt hersveitir Rússa í Úkraínu
Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, heimsótti hersveitir landsins í Úkraínu í gær en þetta er í fyrsta sinn sem sést til varnarmálaráðherrans eftir valdaránstilraun Yevgeny Prigozhin og Wagner-liða um helgina.

Valdaránið blásið af og algjör óvissa um framhaldið
Yevgeny Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner-málaliðahópsins, hefur komist að samkomulagi við Alexander Lúkasjenkó, forseta Belarús, um að láta af uppreisn sinni gegn hermálayfirvöldum í Rússlandi.

Vaktin: Prigozhin segir menn sína komna inn í Rostov
Samkvæmt nýjustu fregnum hefur Yevgeny Prigozhin, stofnandi og stjórnandi málaliðahópsins Wagner, sent frá sér enn ein skilaboðin þar sem hann segir Wagner-liða komna inn í borgina Rostov í suðurhluta Rússlands.

Wagner í hart gegn rússneska hernum og Prigozhin eftirlýstur
Yevgeny Prigozhin, rússneski auðjöfurinn sem rekur málaliðahópinn Wagner Group og hefur tekið virkan þátt í innrás Rússa í Úkraínu, lýsti því yfir í kvöld að leiðtogaráð Wagner hefði ákveðið að fara í hart gegn leiðtogum Varnarmálaráðuneytis Rússlands og að „rústa“ öllum sem standa í vegi þeirra.

Sprengingar víða um Úkraínu og ráðist á herflugvöll
Viðvaranir voru í gildi víða í Úkraínu í morgun vegna mögulegra loftárása Rússa. Greint hefur verið frá sprengingum allt frá Lviv til Kherson en engar fregnir hafa borist af dauðsföllum.

Hannes afhenti Selenskí trúnaðarbréf sitt
Hannes Heimisson, sendiherra Íslands í Varsjá, afhenti í gær Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu.

Segja Rússa ætla sér „hryðjuverk“ í kjarnorkuverinu
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, varaði við því í morgun að Rússar ætluðu sér að fremja skemmdarverk á Saporisjía kjarnorkuverinu. Leyniþjónusta Úkraínu hefði komist á snoðir um að Rússar ætluðu sér að hleypa geislavirkum efnum frá kjarnorkuverinu.

Gengur hægar en vonast var eftir
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi.

Forsetar þurftu að leita sér skjóls vegna eldflauga
Háværar sprengingar heyrðust í Kænugarði í morgun eftir að Rússar skutu eldflaugum á borgina. Nokkrir forsetar Afríkuríkja eru staddir í Kænugarði, þar sem þeir munu ræða við ráðamenn um mögulegar friðarviðræður við Rússa. Því næst munu þeir fara til Pétursborgar í Rússlandi og hitta Vladimír Pútín, forseta.

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Maraþon en ekki spretthlaup“
Harðir bardagar hafa geisað í suður- og austurhluta Úkraínu undanfarnar daga, þar sem gagnsókn Úkraínumanna er hafin. Nokkur þorp hafa verið frelsuð úr höndum Rússa en Úkraínumenn hafa sótt tiltölulega grunnt inn í varnir Rússa en á víðu svæði.

Segja að 150 börnum hafi verið rænt og þau flutt til Rússlands
Yfirvöld í Úkraínu segja að 150 börnum hafi verið rænt í Starobilsk í Luhansk 8. júní síðastliðinn og flutt á tvær stofnanir í Prikuban í Karachay-Cherkess í Rússlandi.

Rússar skutu eldflaugum á Kherson í dag
Rússar héldu áfram loftárásum á borgir í suðurhluta Úkraínu í dag. Flugskeyti hæfðu skrifstofubyggingu miðborg Kherson sem Rússar höfðu hertekið en var stökkt á flótta þaðan í nóvember.

Hægri hönd téténska einræðisherrans sagður hafa særst
Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í dag að fregnir af því að rússneskur þingmaður og náinn bandamaður Ramzans Kadyrov, einræðisherra Téténíu, hefði særst í Úkraínu væru áhyggjuefni. Adam Delimkhanov, sem lýst hefur verið sem hægri hönd Kadyrov, var sagður hafa særst í árás Úkraínumanna.

Úkraínumenn og Svíar sitja enn á hliðarlínu Atlantshafsbandalagsins
Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins munu ekki leggja fram tímasetta áætlun um inngöngu Úkraínu á næstu ráðstefnu Nató í Vilníus í júlí heldur lofa styttra umsóknarferli þegar Úkraína fær boð um inngöngu, einhvern tímann þegar átökunum í landinu er lokið.

Segir Rússa hafa misst 54 skriðdreka á nokkrum dögum
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í skyn að hann myndi skipa rússneska hernum að ráðast aftur inn í norðurhluta Úkraínu. Hann hélt því fram að Úkraínumenn hefðu orðið fyrir gífurlegu mannfalli í gagnsókn þeirra, sem er nýhafin í suður- og austurhluta Úkraínu.

Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu á Ísafirði
Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í morgun. Innrás Rússa var til umræðu og ræddi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra þá ákvörðun sína að leggja niður starfsemina í sendiráði Íslands í Moskvu sem tilkynnt var um í liðinni viku.

Gerðu loftárás á heimabæ Selenskís
Þrír létust og tuttugu og fimm særðust í loftárásum Rússa á úkraínska bæinn Kryvyi Rih í nótt.

Segja að Rússar hafi sprengt aðra stíflu
Úkraínumenn saka Rússa um að hafa sprengt aðra stíflu í landinu, í þetta sinn í Zaporizhzhia héraði.

Segjast hafa endurheimt fyrstu þorpin
Úkraínumenn segjast hafa endurheimt þrjú þorp í Dónetsk-héraði úr höndum Rússa. Úkraínuforseti staðfesti í gær að gagnsókn úkraínska hersins væri hafin.

„Eins og að lenda á stálvegg“
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í gær að gagnsókn Úkraínumanna væri hafin. Hann gaf lítið fyrir orð Valdimír Pútín, forseta Rússlands, um að gagnsóknin hefði engum árangri skilað og bað blaðamenn þess í stað um að koma því til Pútíns að úkraínskir herforingjar væru í góðu skapi þessa dagana.

Segja ákvörðunina eiga eftir að eyðileggja allt samstarf Rússlands og Íslands
And-rússneskum ákvörðunum íslenskra ráðamanna verður óhjákvæmilega svarað. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem rússneska utanríkisráðuneytið birti í dag í kjölfar ákvörðunar Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur, utanríkisráðherra, um að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu, senda sendiherra Rússlands á Íslandi heim og draga þar með úr diplómatískum samskiptum ríkjanna.

Horfa þurfti á stöðu íslenskra kjúklingabænda
Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segist skilja vel þá miklum umræðu, sem hefur átt sér stað á Alþingi síðustu daga og víða í þjóðfélaginu um kjúklingabringurnar frá Úkraínu. Hún segir að það hafi þurft að horfa á stöðu kjúklingabænda hér á landi gagnvart innflutningi.

Rússneski sendiherrann verði farinn fyrir mánaðamót
Utanríkisráðherra segir enga ástæðu til að halda úti starfsemi sendiráðs í Moskvu þegar samskipti og viðskipti Íslands og Rússlands væru nánast engin og ætlar því að loka sendiráðinu. Það væri einnig hugsað í samhengi við alþjóðlegar aðgerðir til að einangra Rússa vegna innrásar þeirra í Úkraínu.

Hvetur önnur ríki til að fara að fordæmi Íslendinga
Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sendi í dag þakkir til Þórdísar Kolbrúnu R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra Íslands. Það gerði hann vegna ákvörðunar Íslendinga að leggja niður starfsemi í sendiráðinu í Rússlandi og krefjast þess að Rússar takmarki umsvif sín hér á landi.