Lekamálið

„Ekki um neins konar pólitískan leik að ræða í þessu máli“
Árni Páll Árnason segir viðbrögð innanríkisráðherra bera þess merki að hún átti sig ekki enn á alvarleika málsins.

Hanna Birna segist ekki hafa gert neitt rangt
"Það á aldrei að vera þannig að stjórnmálamaður velti fyrir sér að segja af sér embætti ef hann hefur ekki gert neitt rangt,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, Innanríkisráðherra, í beinni útsendingu í þættinum Ísland í dag í kvöld. Yfirlýsing í kjölfar þriðja bréfs Umboðsmanns Alþingis til hennar hefur vakið mikla athygli í dag.

Tók skýrt fram að hann hefði ekki hætt vegna ráðherra
Stefán Eiríksson segir frásögn Hönnu Birnu af samskiptum þeirra tveggja ekki segja alla söguna.

Bjarni ósáttur við umboðsmann
Bjarni Benediktsson, gagnrýnir Umboðsmann Alþingis fyrir að hafa ekki gefið innanríkisráðherra færi á að svara fyrir sig áður en athugasemdir hans rötuðu í fjölmiðla.

Stefán leitaði til ríkissaksóknara
Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafði samband við ríkissaksóknara þar sem fyrirspurnir ráðherra hafi verið á þann veg að hann þurfti að afla upplýsinga um rannsóknina á lekamálinu.

Segir Hönnu Birnu hafa spurt út í samskipti sín við umboðsmann Alþingis
Stefán Eiríksson segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi spurt sig hvort hann hafi haft samband við umboðsmann Alþingis vegna fyrirspurna umboðsmanns til Hönnu Birnu vegna gruns um óeðlileg samskipti þeirra á milli vegna lögreglurannsóknar á lekamálinu svokallaða.

Sigmundur tekur við málaflokkum Hönnu Birnu
Forsætisráðherra mun taka við málaflokkum dóms- og ákæruvalds af innanríkisráðherra. Ríkisstjórninni var tilkynnt um þetta á fundi í dag.

Samskipti ráðherra og lögreglustjóra tekin til formlegrar rannsóknar
Umboðsmaður vísar til lagaheimilda sinna um mál þar sem hann verður var við stórvægileg mistök eða afbrot.

Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV
Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra.

Hanna Birna: „Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?“
Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu.

Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum
Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla.

Lekamálið: Breytingarnar kynntar ráðherrum í fyrramálið
Í kjölfarið verður forseta Íslands tillagan að breytingunni send forseta Íslands til staðfestingar.

Þingnefnd boðar opinn fund um lekamálið
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar boðar opinn fund í nefndinni um lekamálið. Ekkert verði gert til að trufla skoðun Umboðsmanns Alþingis á málinu.

Skattalækkanir í nýju fjárlagafrumvarpi
Formaður þingflokks Sjálfstæðismanna segir innanríkisráðherra njóta óskoraðs trausts þingflokksins. Lekamálið ráðherra og flokknum öllum erfitt.

Lekamálið: Ánægðir með skýringar Hönnu Birnu
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra gerði grein fyrir sinni hlið á „lekamálinu“ svo kallaða á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í gær.

Ákæran gegn Gísla Frey í heild sinni
Hann er ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í starfi sínu sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra.

Dómsmálið yfir Gísla hugsanlega mannlegur harmleikur
Harmageddon ræðir lekamálið við blaðamenn DV.

Formaður VG segir lekamálið stöðugt alvarlegra
Formaður Vinstri grænna segir að innanríkisráðherra hefði átt að draga sig að fullu í hlé fyrr. Breyting á ráðuneytum firri menn ekki pólitískri ábyrgð.

„Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“
„Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku,“ segir þingflokksformaður Framsóknar.

„Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál"
„Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni.

Gísli gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi
Ríkissaksóknari tilkynnti Gísla Freyr Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í gær að hann verði ákærður fyrir að leka minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu í fjölmiðla.

Engar forsendur til annars en að trúa Gísla
Innanríkisráðherra ítrekar að hún hafi enga vitneskju um að aðstoðarmaður sinn hafi lekið minnisblaði til fjölmiðla

Ráðherra biðst undan dómsmálum
Innanríkisráðherra hefur farið fram á að vera leystur undan skyldum sínum sem ráðherra dómsmála meðan ákæra gegn Gísla Frey Valdórssyni er til meðferðar hjá dómstólum.

Fagnar því að hreyfing komist á málið
Lögfræðingur hælisleitandans sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra á að hafa brotið gegn segir lengi hafa verið beðið eftir ákvörðun ríkissaksóknara.

Yfirlýsing frá Gísla Frey: Segist fullviss um að verða sýknaður
"Svo virðist sem grundvallarafstaða ákæruvaldsins, sem felst í því að ekki sé gefin út ákæra nema yfirgnæfandi líkur séu á sakfellingu, sé að engu höfð,“ segir aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem nú hefur verið vikið frá störfum.

Hanna Birna biðst undan skyldum sínum
Innanríkisráðherra segir mikilvægt að friður skapist um "fjölmörg mikilvæg verkefni“ ráðuneytisins.

Gísli Freyr ákærður: Hanna Birna biðst undan skyldum sínum
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að íhuga bón innanríkisráðherra yfir helgina

Satt og logið um siðareglur
Lekamálið í innanríkisráðuneytinu varð til þess í síðustu viku að fjölmiðlar hófu að spyrja um hvað orðið hefði af siðareglum þeim sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur samþykkti fyrir sína hönd árið 2011.

Hanna Birna þarf að svara í dag
Í dag rennur út frestur innanríkisráðherra til að svara fyrirspurnum Umboðsmanns Alþingis í tengslum við lekamálið.

Lekamálið snýst um okkur
Lekamálið snýst ekki um að undarlegt sé að sumir hælisleitendur séu með fölsuð skilríki eins og skilja má á Brynjari Níelssyni.