

Í þættinum var fjallað um mikilvægi reglusemi, hófsemi og skipulagningu.
Þátturinn er sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 og í beinni hér á Vísi.
Andri Bjartur Jakobsson trommuleikari tekur þátt í meistaramánuðinum og hefur hann sett sér fjölda markmiða.
Nú verður sko djúsað fyrir allan peninginn.
Ertu með harðsperrur? Þú labbar eitthvað svo harðsperrulega.“ Það kom aðeins á mig en ég gat ekki svarað játandi, var ekki með neinar fjandans harðsperrur. Hafði ekki mætt á æfingu svo vikum skipti. Vissi hann það?
Meistaramánuðurinn varð upphaflega til árið 2008 þar sem tveir háskólanemar í Kaupmannahöfn ákváðu að taka sig rækilega á fyrir prófin og lifa eins og meistarar í heilan mánuð.
Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari vill verða betri hlaupakona og æfir klifur í meistaramánuðinum. Hún segir fegurð felast í að setja sér markmið.
Fjórtán prósent Íslendingar reykja daglega. Teitur Guðmundsson læknir segir nákvæmlega ekkert jákvætt við að reykja og finnst upplagt að reykingamenn noti meistaramánuð og önnur álíka tilefni til að hætta.
Þorsteinn Kári Jónsson, einn upphafsmanna Meistaramánaðar, breytti lífi sínu til frambúðar árið 2008 þegar hann setti sérmarkmið í einn mánuð. Nú taka fleiri þúsund manns þátt í Meistaramánuði.
Atli Fannar Bjarkason, aðstoðarmaður formanns Bjartrar framtíðar náði markmiði sínu í réttstöðulyftu sem hann hafði talið ómögulegt, 180 kíló. Hann át einnig tvo kexpakka á þremur mínútum.
Nú þegar Meistaramánuður er um það bil að hefjast þá ætlum við í samvinnu við Lemon að gefa lesendum okkar holla og gómsæta djúsa út alla þessa viku.
"Meistaramánuðurinn er þrjátíu daga áskorun þar sem við ákveðum að vera betri útgáfa af okkur sjálfum,“ segir upphafsmaður átaksins.
Meistaramánuðurinn 2013 verður að öllum líkindum stærri en nokkru sinni fyrr í ár.
Borgarbókasafnið setti í dag áskorun inn á Twitter síðu sína fyrir tilvonandi meistara sem hyggjast bæta lífstíl sinn í októbermánuði undir merkjum Meistaramánaðarins svonefnda. Meistaramánuður hefst nú 1. október og gengur út á að taka upp nýjar og betri lífsvenjur.
Hinn svokallaði Meistaramánuður hefst 1. október næstkomandi eða eftir 10 daga. Þá munu þúsundir manna sameinast um að skora á sjálfa sig, kýla á hlutina sem þá dreymir um og verða í stuttu máli betra eintak af sjálfum sér.
Um tvö þúsund manns hafa skráð sig á Facebook í lífsstílsátakið Meistaramánuðurinn sem hefst á laugardaginn.