Bólusetningar

Mæla með bólusetningu barna niður í fimm ára
Sérfræðingar bandarísku matvæla- og lyfjastofnunarinnar (FDA) mæla með því að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett við kórónuveirunni með bóluefni Pfizer.

Stærstu samtök lögreglumanna í New York mótmæla bólusetningarkvöðinni
Stærstu samtök lögreglumanna í New York hafa lagt fram kæru þar sem þeir krefjast þess að dómstólar heimili lögreglumönnum að halda vinnunni þótt þeir kjósi að afþakka bólusetningu gegn Covid-19.

Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi
Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent.

Bandaríkjamenn hyggjast fullbólusetja fimm til ellefu ára börn fyrir jól
Yfirvöld í Bandaríkjunum hyggjast hefja bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára í næsta mánuði. Anthony Fauci, sem fer fyrir sóttvörnum vestanhafs, segir stefnt að því að hópurinn verði búinn að fá einn skammt fyrir þakkagjörðarhátíðina og verði fullbólusettur fyrir jól.

Verkamannaflokkurinn kallar eftir grímuskyldu og heimavinnu
Verkamannaflokkurinn kallar eftir því að stjórnvöld á Englandi skipti samstundis yfir í svokallað „plan B“ vegna stöðu kórónuveirufaraldursins þar í landi. Plan B felur meðal annars í sér að fólki yrði ráðlagt að vinna heima og að grímuskylda yrði tekin upp á ný.

Segja bóluefni Pfizer virka vel á börn
FDA, matvæla- og lyfjaeftirlit, Bandaríkjanna segja að bóluefni Pfizer gegn Covid-19 virðist virka vel í að koma í veg fyrir einkenni hjá börnum á grunnskólaaldri.

Lyfjastofnun borist 4.144 tilkynningar um mögulegar aukaverkanir bóluefna
Embætti landlæknis hefur sent Lyfjastofnun fjölmargar tilkynningar um aukaverkanir vegna bóluefna. Tilkynningarnar varða allar einstaklinga sem hafa verið bólusettir, en síðar greinst með Covid-19 smit. Skráning tilkynninganna stendur nú yfir.

Telja að veiran hafi banað á annað hundrað þúsund heilbrigðisstarfsmönnum
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, telur að kórónuveiran gæti hafa dregið allt frá 80 þúsund til 180 þúsund heilbrigðisstarfsmenn til bana frá upphafi faraldursins.

Vinnustöðum í Rússlandi verði lokað í viku vegna veirunnar
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur samþykkt tillögu rússnesku ríkisstjórnarinnar um að loka öllum vinnustöðum landsins fyrstu vikuna í nóvember til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirusmita í landinu.

40 nemendur í einangrun eða sóttkví vegna smita í Háteigsskóla
Um 40 nemendur í Háteigsskóla og nokkrir kennarar eru ýmist í einangrun eða sóttkví en smit hafa greinst meðal óbólusettra nemenda í fjórða, fimmta og sjötta bekk skólans.

Mikil aukning bólusettra í ensku úrvalsdeildinni
Samkvæmt forsvarsmönnum ensku úrvalsdeildarinnar eru nú 68 prósent leikmanna deildarinnar fullbólusettir gegn kórónuveirunni.

Svandís kynnti fullar afléttingar í tveimur skrefum
Ríkisstjórnin fundar í dag og tekur meðal annars til umræðu minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um möguleg næstu skref í sóttvarnaaðgerðum innanlands.

Allt sem þú þarft að vita um flug til Bandaríkjanna
Ferðalangar á leið til Bandaríkjanna þurfa að sýna fram á bólusetningarvottorð við komu til landsins. Þá þarf einnig að fylla út sérstakt eyðublað og sýna fram á nýlegt neikvætt Covid-próf.

Opna landamærin fyrir bólusetta 8. nóvember
Bandarísku landamærin verða opnuð fyrir öllum bólusettum þann 8. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu en landamærin hafa lengið verið lokuð ferðamönnum.

Metfjöldi smitaðra og látinna í Rússlandi
Yfirvöld í Rússlandi greindu í morgun frá því að metfjöldi manna hefði bæði smitast af Covid-19 og dáið vegna sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Rússlandi og er að reynast heilbrigðisstarfsmönnum erfiður.

Bandaríkin opna landleiðina og flugleiðina fyrir bólusetta
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast opna landamærin að Kanada og Mexíkó í nóvember fyrir fullbólusetta einstaklinga. Þau höfðu áður tilkynnt að landið yrði opnað ferðalöngum flugleiðina einhvern tímann í næsta mánuði.

Eitt barn lagt inn með blóðtappa og annað með fjölkerfabólgusjúkdóm
Börn sem eru of ung til að fá bólusetningu eru 40 prósent einstaklinga í einangrun en innan við 15 prósent íbúa landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landlæknisembættisins.

Íhuga hópmálsókn á hendur ríkinu vegna áhrifa bólusetningar
Hópur kvenna sem hefur upplifað breytingar á tíðahring eftir bólusetningu gegn Covid-19 íhugar nú að hefja hópmálsókn á hendur íslenska ríkinu vegna málsins.

Ríkisstjóri Texas bannar að gera bólusetningu að skyldu
Greg Abbott, ríkisstjóri Texas í Bandaríkjunum, hefur gefið út tilskipun þess efnis að hér eftir verði öllum félögum, fyrirtækjum og skólum í ríkinu bannað að gera bólusetningu gegn kórónuveirunni að skyldu.

Deila ekki bóluefnauppskriftinni þrátt fyrir ákall alþjóðastofnana
Bóluefnaframleiðandinn Moderna ætlar sér ekki að deila uppskriftinni að bóluefni sínu gegn kórónuveirunni. Stjórnarformaður Moderna segir fyrirtækið hafa komist að þeirri niðurstöðu að aukin framleiðsla Moderna á bóluefninu væri besta leiðin til þess að auka bóluefnaframboð á heimsvísu.

Leiðtogar ítalsks öfgaflokks handteknir á Covid-mótmælum
Tólf voru handteknir af ítölsku lögreglunni, þar á meðal leiðtogar hægri öfgaflokksins Forza Nuova, eftir að til átaka kom á mótmælum í Róm vegna hins svokallað græna Covid-passa.

Rússar flykkjast til Serbíu í leit að öðrum bóluefnum
Rússar hafa í auknum mæli ferðast til Serbíu til að freista þess að fá vestræn bóluefni á borð við Pfizer og Moderna. Ástæðu fyrir ferðalögunum má rekja til skorts á vottun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á bóluefninu Sputnik V en hún hefur enn ekki samþykkt efnið.

Moderna-þegar þurfa ekki að óttast aftur í tímann
Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bóluefni Moderna gegn Covid-19 verði ekki notað hér á landi í bili. Óttast er að bólusetningin valdi aukinni tíðni hjartabólgu og gollurshússbólgu en ekki er talin ástæða til að skoða tilvik aftur í tímann.

Stöðva notkun bóluefnis Moderna hér á landi í ljósi nýrra gagna
Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bóluefni Moderna gegn Covid-19 verði ekki notað hér á landi á meðan frekari upplýsinga er aflað um öryggi bóluefnisins við örvunarbólusetningar.

Ekki útilokað að bólusetning hafi raskað tíðahring kvenna í nokkrum tilvikum
Ekki er hægt að útiloka með óhyggjandi hætti tengsl nokkurra tilfella blæðinga í kringum tíðahvörf við bólusetningu gegn Covid-19. Hið sama á við um hluta tilfella sem varða óreglulegar og langvarandi blæðingar.

Bóluefni gegn malaríu í almenna notkun: Gæti bjargað tugum þúsunda barna á ári hverju
Hægt verður að bjarga lífum tuga þúsunda afrískra barna ár hvert eftir að notkun bóluefnis gegn malaríu var samþykkt af hálfu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í dag.

Ísland ekki lengur á rauðum lista vestanhafs
Ísland er ekki lengur á rauðum lista Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna. Það þýðir að stofnunin ræður ekki lengur öllum Bandaríkjamönnum frá því að ferðast til Íslands vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi.

Fólk með bælt ónæmiskerfi fái þriðja skammtinn fyrr
Lyfjastofnun Evrópu, EMA, hefur nú hefur nú gefið það út að einstaklingar 18 ára og eldri geti fengið örvunarskammt af bóluefni Pfizer/BioNTech gegn Covid-19. Það er þó í höndum heilbrigðisyfirvalda í hverju landi fyrir sig að ákveða hverjir fá þriðja skammtinn.

Hlutabréf bóluefnaframleiðenda hríðféllu eftir tilkynningu um nýtt Covid-lyf í pilluformi
Hlutabréf í lyfjafyrirtækjunum Moderna og BioNTech hríðféllu á mörkuðum í gær eftir að tilkynnt var um árangur nýs veirulyfs í pilluformi gegn Covid-19.

Sex hundruð óbólusettir munu missa vinnuna hjá United Airlines
Bandaríska flugfélagið United Airlines hyggst segja upp 593 óbólusettum starfsmönnum sínum. Félagið hafði óskað eftir staðfestingu á bólusetningu við Covid-19 fyrir mánudaginn síðastliðinn.