Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Viðreisn í Reykjavík mun á morgun leggja fram tillögu á morgun um að breytingar verði gerðar á Reykjavíkurflugvelli, sem snúa að umferð einkaþota og þyrluflugi. Innlent 31.3.2025 15:01
Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Rauði krossinn á Íslandi hefur hrint af stað átakinu 3dagar.is til að hvetja landsmenn til að vera undirbúnir ef neyðarástand skapast. Neyðarástand getur skapast af ýmsum ástæðum og oft með stuttum eða engum fyrirvara. Innlent 31.3.2025 14:58
„Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær opinn fyrir því að sitja þriðja kjörtímabilið í embætti, þó stjórnarskrá Bandaríkjanna meini slíkt. Forsetinn ítrekaði í símaviðtali að honum væri alvara og sagði hægt að finna leiðir til að komast hjá ákvæði stjórnarskrárinnar. Erlent 31.3.2025 14:42
Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú verið við störf í hundrað daga. Almannatengill segir ríkisstjórnina hafa verið pólitískt stórtækari en hann átti von á og forystukonurnar hafa staðið sig vel. Innlent 31.3.2025 12:31
Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Rannsóknardósent við Árnastofnun og aðalmaður í mannanafnanefnd segir að um menningarslys yrði að ræða ef frumvarp um breytingu á mannanafnalögum verði samþykkt. Lagabreytingin myndi grafa undan núverandi kerfi, sem væri fljótt að láta undan síga. Innlent 31.3.2025 12:02
Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Formaður Flokks fólksins segir Ásthildi Lóu Þórsdóttur einfaldlega hafa sagt af sér til að koma í veg fyrir að ráðist yrði á sig og ríkisstjórnina í fjölmiðlum. Barnabarn hennar sem glataði skóm tímabundið í Borgarholtsskóla hafi ekki sótt skólann síðan fjallað var um símtal hennar við skólastjórann. Inga spyr um ábyrgð hans. Innlent 31.3.2025 11:56
Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Manndrápum fækkaði mjög í Svíþjóð í fyrra og hefur morðtíðni þar í landi ekki verið lægri í áratug. Í heildina var 92 banað í Svíþjóð í fyrra en árið 2023 var 121 myrtur. Heilt yfir hefur ofbeldisglæpum fækkað töluvert milli ára. Erlent 31.3.2025 11:51
Segir ÍR að slökkva á skiltinu Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hefur krafist þess að Íþróttafélags Reykjavíkur slökkvi á ljósaskilti á horni Breiðholtsbrautar og Seljaskóga í Breiðholti. Í kæru sinni til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir ÍR að skiltið sé mikilvæg tekjulind fyrir barna- og unglingastarf félagsins. Innlent 31.3.2025 11:49
Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem gildir til ársins 2030. Innlent 31.3.2025 11:38
Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra boða til fréttamannafundar klukkan 13 í dag. Til umræðu eru fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar. Innlent 31.3.2025 11:23
Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Haraldur Erlendsson geðlæknir segir stóran hóp fólks á Íslandi í raun aldrei tekið út neinn þroska, það hafi aldrei tekist á við neinar áskoranir og lifi því eins og um börn sé að ræða. Innlent 31.3.2025 10:15
Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030 verður ríkissjóður hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera hallalaust árið 2028. Hvoru tveggja er ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. Innlent 31.3.2025 09:39
Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Franskur dómstóll sakfelldi Marine Le Pen, leiðtoga harðlínuhægriflokksins Þjóðfylkingarinnar, fyrir fjársvik í morgun. Henni er jafnframt bannað að bjóða sig fram til opinbers embættis í fimm ár. Erlent 31.3.2025 09:06
Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Skrifstofustjóri borgarstjórnar Reykjavíkur telur ekki ástæðu til að uppfæra eldra minnisblað varðandi hæfi Björns Gíslasonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, til að taka sæti í menningar- og íþróttaráði Reykavíkurborgar. Hann telst enn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu vegna stöðu sinnar innan íþróttafélagsins Fylkis. Innlent 31.3.2025 08:39
Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna fyrstu fjármálaáætlun ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Áætlunin verður kynnt á blaðamannafundi sem hefst klukkan níu. Innlent 31.3.2025 08:31
Dregur úr vindi þegar líður á daginn Dagurinn byrjar með suðvestanátt þar sem víðast hvar má reikna með 15 til 23 metrum á sekúndu. Spáð er skúrum eða éljum, en léttskýjuðu á Austurlandi. Veður 31.3.2025 06:54
Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Rekstur Landakotsskóla í Reykjavík er sagður í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar. Innlent 31.3.2025 06:44
Fordæma árás á sjúkraliða Talsmenn Alþjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans segja að dráp á átta sjúkraliðum á vegum samtakanna á Gasa-svæðinu sé svívirða. Níu manns voru að störfum í Rafah 23. mars síðastliðinn þegar árás var gerð á þá. Erlent 31.3.2025 06:39
Þrír fundust látnir í Noregi Lögregla í Noregi hefur fundið tvo einstaklinga látna í húsi í bænum Lindesnes á suðurströnd Noregs. Þriðji maðurinn hefur svo fundist látinn í nágrannabænum Mandal og er grunur um að málin kunni að tengjast. Erlent 31.3.2025 06:26
„Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Íslendingur í Bangkok segir fjölda vina sinna hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir jarðskjálfta sem reið yfir Mjanmar fyrir helgi og fannst vel í nágrannaríkjum. Þungt sé yfir borginni, og íbúar óttaslegnir. Eftirskjálftar hafa gert björgunarstarf í Mjanmar erfitt. Erlent 30.3.2025 23:28
Trump „mjög reiður“ út í Pútín Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera mjög reiður út í Vladímír Pútín, forseta Rússlands, vegna árása Pútíns á trúverðugleika Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu. Trump hótar enn fleiri tollgjöldum skyldi Pútín ekki halda áfram í vopnahlésviðræðum. Erlent 30.3.2025 23:12
Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrrum formann Samfylkingarinnar vera snúa út úr málflutningi stjórnarandstöðunnar í máli fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. Ýmislegt sé óskýrt varðandi aðkomu forsætisráðuneytisins í málinu. Hún sakar forsætisráðherra um að hafa farið með rangt mál í pontu Alþingis. Innlent 30.3.2025 21:58
Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Þýsku geimflauginni Spectrum var skotið á loft frá norsku eyjunni Andoja í dag. Flaugin, sem var tóm, tókst á loft en þó aðeins í um þrjátíu sekúndur, áður en hún hrapaði í hafið. Erlent 30.3.2025 20:45
Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sérfræðingur í alþjóðamálum segir kveða við nýjan tón hjá Bandaríkjamönnum vegna Grænlands. Bandaríkjaforseti sé hins vegar ólíkindatól þannig að erfitt sé að átta sig á raunverulegum framtíðaráformum. Erlent 30.3.2025 20:19