Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Árni Sæberg skrifar 18. febrúar 2025 14:05 Alma Möller er heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýja reglugerð sem kveður á um takmarkanir á útlitsbreytandi meðferðum með fylliefnum. Eftir gildistöku mega aðeins læknar með sérfræðileyfi í húðlækningum og lýtalækningum og annað heilbrigðisstarfsfólk, sem hefur aflað sér fullnægjandi þekkingar, sprauta fylliefnum undir húð. Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðs Íslands segir að markmiðið sé að tryggja öryggi þeirra sem undirgangast meðferð með fylliefnum sem er sprautað eða komið með öðrum hætti fyrir, í eða undir húð, í vöðva eða annan vef. Ítarlega var fjallað um slíkar meðferðir og hættuna sem fylgir þeim, séu þær ekki framkvæmdar með réttum hætti, í Kompás á Stöð 2 haustið 2023. Í kjölfar umfjöllunar Kompáss hófst talsverð umræða um málið og ýmsir kölluðu eftir því að böndum yrði komið á þá sem framkvæmdu fegrunaraðgerðirnar. Meðal þeirra sem vildu breytingar voru Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þáverandi formaður velferðarnefndar Alþingis, og Björn Geir Leifsson, yfirlæknir hjá Embætti landlæknis. Willum skilaði drögum sem vöktu mikil viðbrögð Willum Þór Þórsson, þáverandi heilbrigðisráðherra, brást við og sagðist myndu setja reglugerð um notkun fylliefna með hraði. Tæplega mánuði síðar birtust drög að reglugerð um takmarkanir á meðferðum til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs í samráðsgátt stjórnvalda. Í samráðsgáttinni segir að í kjölfar samráðs hafi verið unnið úr umsögnum, sem hafi verið 33 talsins, og breytt drög birt til samráðs í maí í fyrra. Í kjölfar þess samráðs hafi verið unnið úr þeim sex umsögnum sem bárust og fundað með Embætti landlæknis og fleiri hagaðilum. Í kjölfarið hafi reglugerðardrögunum verið breytt og þau drög birt til samráðs í samráðsgátt 13. desember 2024. Hættuminni meðferðir ekki undir Nú hefur reglugerð um takmarkanir á útlitsbreytandi meðferðum með fylliefnum loks verið staðfest af Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra. Í tilkynningu þess efnis segir að reglugerðin taki aðeins til meðferðar með fylliefnum sem er sprautað eða komið með öðrum hætti fyrir, í eða undir húð, í vöðva eða annan vef, en séu slíkar meðferðir ekki gerðar rétt getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Aðrar andlits- og húðmeðferðir sem séu hættuminni, svo sem húðslípun, húðþétting og örnálameðferðir ásamt meðferðum sem framkvæmdar eru með lasertækjum og falla undir reglugerð um innflutning og notkun leysa, leysibenda og IPL-tækja falli því utan við reglugerðina. Landlæknir þarf að gefa grænt ljós Í reglugerðinni sé skilgreint hverjum sé heimilt að veita umræddar meðferðir og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla. „Þetta eru læknar með sérfræðileyfi í húðlækningum og lýtalækningum. Enn fremur læknar, tannlæknar og hjúkrunarfræðingar, hafi þeir aflað sér fullnægjandi þekkingar og hæfni til að veita meðferðina, greina og bregðast við fylgikvillum, eða hafi í þjónustu sinni þar til bæran lækni sem getur brugðist við í tæka tíð.“ Aðeins sé heimilt að veita þessar meðferðir á starfsstofu heilbrigðisstarfsmanns sem hafi hlotið staðfestingu landlæknis um að reksturinn uppfylli faglegar kröfur. Þarf að upplýsa með tveggja daga fyrirvara Þá segir að meðferð megi aldrei veita nema fyrir liggi undirritað samþykki þess sem meðferðina þiggur og samþykkið skuli skráð í sjúkraskrá. Hlutaðeigandi skuli upplýstur bæði munnlega og skriflega um meðferðina, eðli hennar, líklegan árangur, hugsanlega fylgikvilla, kostnað og fleira. Heilbrigðisstarfsmaður skuli tryggja að viðkomandi hafi nægan tíma til að kynna sér upplýsingar um fyrirhugaða meðferð og hún skuli ekki veitt fyrr en hið minnsta tveimur sólarhringum eftir að upplýsingamiðlun fór fram. Tekur gildi eftir tíu mánuði Loks segir í tilkynningu að þeir sem hyggist veita meðferðir sem reglugerðin fjallar um skuli tilkynna það til embættis landlæknis eigi síðar en 1. júlí næstkomandi. Reglugerðin taki gildi 1. desember 2025. Frá og með gildistöku hennar sé óheimilt að veita þessar meðferðir nema fyrir liggi staðfesting landlæknis á að faglegar kröfur séu uppfylltar. Heilbrigðismál Kompás Lýtalækningar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðs Íslands segir að markmiðið sé að tryggja öryggi þeirra sem undirgangast meðferð með fylliefnum sem er sprautað eða komið með öðrum hætti fyrir, í eða undir húð, í vöðva eða annan vef. Ítarlega var fjallað um slíkar meðferðir og hættuna sem fylgir þeim, séu þær ekki framkvæmdar með réttum hætti, í Kompás á Stöð 2 haustið 2023. Í kjölfar umfjöllunar Kompáss hófst talsverð umræða um málið og ýmsir kölluðu eftir því að böndum yrði komið á þá sem framkvæmdu fegrunaraðgerðirnar. Meðal þeirra sem vildu breytingar voru Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þáverandi formaður velferðarnefndar Alþingis, og Björn Geir Leifsson, yfirlæknir hjá Embætti landlæknis. Willum skilaði drögum sem vöktu mikil viðbrögð Willum Þór Þórsson, þáverandi heilbrigðisráðherra, brást við og sagðist myndu setja reglugerð um notkun fylliefna með hraði. Tæplega mánuði síðar birtust drög að reglugerð um takmarkanir á meðferðum til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs í samráðsgátt stjórnvalda. Í samráðsgáttinni segir að í kjölfar samráðs hafi verið unnið úr umsögnum, sem hafi verið 33 talsins, og breytt drög birt til samráðs í maí í fyrra. Í kjölfar þess samráðs hafi verið unnið úr þeim sex umsögnum sem bárust og fundað með Embætti landlæknis og fleiri hagaðilum. Í kjölfarið hafi reglugerðardrögunum verið breytt og þau drög birt til samráðs í samráðsgátt 13. desember 2024. Hættuminni meðferðir ekki undir Nú hefur reglugerð um takmarkanir á útlitsbreytandi meðferðum með fylliefnum loks verið staðfest af Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra. Í tilkynningu þess efnis segir að reglugerðin taki aðeins til meðferðar með fylliefnum sem er sprautað eða komið með öðrum hætti fyrir, í eða undir húð, í vöðva eða annan vef, en séu slíkar meðferðir ekki gerðar rétt getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Aðrar andlits- og húðmeðferðir sem séu hættuminni, svo sem húðslípun, húðþétting og örnálameðferðir ásamt meðferðum sem framkvæmdar eru með lasertækjum og falla undir reglugerð um innflutning og notkun leysa, leysibenda og IPL-tækja falli því utan við reglugerðina. Landlæknir þarf að gefa grænt ljós Í reglugerðinni sé skilgreint hverjum sé heimilt að veita umræddar meðferðir og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla. „Þetta eru læknar með sérfræðileyfi í húðlækningum og lýtalækningum. Enn fremur læknar, tannlæknar og hjúkrunarfræðingar, hafi þeir aflað sér fullnægjandi þekkingar og hæfni til að veita meðferðina, greina og bregðast við fylgikvillum, eða hafi í þjónustu sinni þar til bæran lækni sem getur brugðist við í tæka tíð.“ Aðeins sé heimilt að veita þessar meðferðir á starfsstofu heilbrigðisstarfsmanns sem hafi hlotið staðfestingu landlæknis um að reksturinn uppfylli faglegar kröfur. Þarf að upplýsa með tveggja daga fyrirvara Þá segir að meðferð megi aldrei veita nema fyrir liggi undirritað samþykki þess sem meðferðina þiggur og samþykkið skuli skráð í sjúkraskrá. Hlutaðeigandi skuli upplýstur bæði munnlega og skriflega um meðferðina, eðli hennar, líklegan árangur, hugsanlega fylgikvilla, kostnað og fleira. Heilbrigðisstarfsmaður skuli tryggja að viðkomandi hafi nægan tíma til að kynna sér upplýsingar um fyrirhugaða meðferð og hún skuli ekki veitt fyrr en hið minnsta tveimur sólarhringum eftir að upplýsingamiðlun fór fram. Tekur gildi eftir tíu mánuði Loks segir í tilkynningu að þeir sem hyggist veita meðferðir sem reglugerðin fjallar um skuli tilkynna það til embættis landlæknis eigi síðar en 1. júlí næstkomandi. Reglugerðin taki gildi 1. desember 2025. Frá og með gildistöku hennar sé óheimilt að veita þessar meðferðir nema fyrir liggi staðfesting landlæknis á að faglegar kröfur séu uppfylltar.
Heilbrigðismál Kompás Lýtalækningar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira