Bólusetningar

Svíar óttast að fjórða bylgjan kunni að vera í uppsiglingu
Hópsýkingar svonefnda deltaafbrigðis kórónuveirunnar vekja nú áhyggjur sænskra heilbrigðisyfirvalda af því að fjórða bylgja faraldursins gæti verið í uppsiglingu þar. Hvetja þau landsmenn til að láta bólusetja sig sem fyrst.

Verkjalyf eina sem virkar á flensueinkenni eftir bólusetningu
Sóttvarnalæknir segir fátt annað en verkjalyf á borð við Panodil slá á vægar aukaverkanir sem fylgja bólusetningu. Hátt í tíu þúsund voru bólusett með bóluefni frá fyrirtækinu Janssen í Laugardalshöll í gær og mátti sjá marga á samfélagsmiðlum kvarta yfir aukaverkunum í gærkvöldi eins og flensulík einkenni.

Bólusetning talin hafa valdið alvarlegri aukaverkun í einu tilfelli
Ekki er talið líklegt að bólusetningar hafi leitt til andláts í fjórum af fimm tilfellum sem óháðir sérfræðingar höfðu til skoðunar. Í nær öllum tilvikum hafi verið hægt að rekja andlát eða blóðtappa til undirliggjandi sjúkdóma eða annarra áhættuþátta.

Svandís sendi efasemdarmönnum sínum pillu
Heilbrigðisráðherra segir að 25. júní verði búið að bjóða öllum Íslendingum, 16 ára og eldri, að koma í bólusetningu.

Hætta að skima bólusetta og börn um mánaðamótin
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnarlæknis að halda óbreyttu fyrirkomulagi sóttvarnaraðgerða á landamærum til 1. júlí næstkomandi.

Svíar lána Íslendingum 24 þúsund skammta af Janssen
Ríkisstjórn Svíðþjóðar lánar Íslendingum 24 þúsund skammta af bóluefninu Janssen.

Stóru iðnríkin ætla að gefa milljarð bóluefnaskammta
Sjö helstu iðnríki heims ætla að tilkynna að þau muni gefa þróunarríkjum um allan heim að minnsta kosti milljarð skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Bandaríkin og Bretland ætla að leggja til meira en helming skammtanna.

„Við erum komin með gott hjarðónæmi“
„Við erum komin með gott hjarðónæmi. Það er alveg klárt. En viðerum kannski ekki komin með fullkomið hjarðónæmi í þessa yngstu aldurshópa.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun.

Búið að bólusetja karlalið Breiðabliks, FH og Vals
Búið er að bólusetja þrjú af tólf liðum í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Lið Breiðabliks, FH og Vals voru öll bólusett í gær með bóluefninu frá Janssen [Johnson&Johnson].

Bretland gefi 100 milljónir skammta bóluefnis
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretland, tilkynnti í dag að Bretland myndi gefa rúmlega 100 milljónir skammta bóluefnis til fátækari landa.

Íslendingar kvarta yfir aukaverkunum: „Jæja, þá er kominn smá Janssen skjálfti í mann“
Um tíu þúsund manns voru bólusett með bóluefni frá Janssen í Laugardalshöll í dag. Janssen er eina bóluefnið sem notað er hér á landi sem er aðeins gefið í einum skammti. Svo virðist sem aukaverkanir eftir bólusetninguna séu að færast yfir hjá mörgum.

Boða niðurstöður rannsóknar á alvarlegum aukaverkunum
Óháðir rannsóknaraðilar sem Landlæknir, sóttvarnalæknir og Lyfjastofnun fengu til þess að rannsaka fimm andlátstilfelli og fimm tilfelli mögulega alvarlega aukaverkana í kjölfar bólusetninga við kórónuveirunni hafa lokið vinnu sinni og skilað af sér niðurstöðum.

Orðrómur um að fólk vildi ekki Janssen reyndist ekki á rökum reistur
Rúmlega kílómetra löng röð myndaðist við Laugardalshöll í dag þar sem bólusett var með Jansen bóluefninu. Aðeins helmings heimtur fengust úr boðun í morgun og var því gripið til skyndiboðunar til fleiri árganga.

Bólusetningum lokið í dag og ekkert fór til spillis
Löng biðröð myndaðist við Laugardalshöll í dag. Öllum bóluefnaskömmtum sem til stóð að nota var komið í gagnið og fór ekkert til spillis.

Langflest Afríkuríki ná ekki bólusetningarmarkmiði
Níu af hverjum tíu Afríkuríkjum ná ekki markmiði um að bólusetja 10% íbúa sinna fyrir september, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins er nú í uppsiglingu víða í álfunni.

Skipuleggja bólusetningar barna með undirliggjandi sjúkdóma
Embætti sóttvarnalæknis vinnur nú að því að skipuleggja bólusetningar 12 til 15 ára gamalla barna með undirliggjandi sjúkdóma.

Eiga í viðræðum um seinkun á endurgreiðslu á AstraZeneca-skömmtunum
Viðræður standa yfir á milli íslenskra og norskra yfirvalda um seinkun á endurgreiðslu á 16 þúsund skömmtum af bóluefni AstraZeneca sem Íslendingar fengu lánaða frá Noregi í vor.

Stjörnurnar kalla á G7 ríkin að gefa bóluefni
„Faraldurinn verður ekki búinn fyrr en hann er búinn allsstaðar og því er mikilvægt að öll samfélög, um allan heim, hafi jafnan aðgang að bóluefnum gegn COVID-19,” segir David Beckham, velgjörðarsendiherra UNICEF.

Boða fleiri árganga í bólusetningu vegna einungis um 50 prósent mætingar
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur boðað þrjá hópa til viðbótar í bólusetningu í Laugardalshöll í dag þar sem einungis um helmingur af þeim sem hafði verið boðaður í morgun mætti á staðinn.

Þurfum að skila Noregi 16 þúsund skömmtum af AstraZeneca fyrir mánaðarlok
Ísland þarf að skila Noregi 16 þúsund skömmtum af bóluefni AstraZeneca fyrir mánaðarlok nema samið verði um annað. Tíu þúsund voru bólusettir með efninu í Laugardalshöll í gær.

Rætt við röðina: „Það stóð nú til að fá sprautu þarna í þessu húsi“
Aldrei hefur myndast lengri röð eftir bólusetningum við Laugardalshöll eins og í dag. Þrátt fyrir mikinn ágang tókst að bólusetja um tíu þúsund manns, þeirra á meðal fjármálaráðherra. Margir sem ekki höfðu verið boðaðir þurftu frá að hverfa.

Kölluðu eftir fleira fólki í bólusetningu undir lok dags
Um tíu þúsund manns fengu seinni skammt af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni í Laugardalshöll í dag. Framkvæmdastjóri hjá heilsugæslunni segir daginn hafa verið nokkuð tvískiptan. Hluta dags var mikil umferð og nánast örtröð í og við höllina en seinna um daginn þurfti að auglýsa skammta sem annars hefðu farið til spillis.

Viðstaddir tóku því vel þegar kóngurinn vatt sér fram fyrir röðina
Bára Huld Beck blaðamaður á Kjarnanum birti örsögu á Twitter sem vakið hefur nokkra athygli en hún fjallar um það þegar Bubbi Morthens fór fram fyrir langa röð í apóteki.

Nýtt fjáröflunarátak UNICEF til að koma bóluefnum til efnaminni ríkja
UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, leiðir innkaup og dreifingu bóluefnanna til efnaminni ríkja heimsins fyrir hönd COVAX-samstarfsins.

Hannes beið og beið og fékk enga bólusetningu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor þurfti frá að hverfa og fékk enga bólusetningu.

Þeim sem ekki fá boð er vísað frá fyrri part dags
Gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan Laugardalshöll, þar sem verið er að bólusetja fyrir Covid-19 með bóluefni AstraZeneca í dag. Röðin nær alla leið upp á Suðurlandsbraut og hringinn í kring um túnið við hlið hallarinnar.

Einungis búið að bólusetja um 0,8 prósent Suður-Afríkumanna
Á meðan vestræn ríki eru komin vel á veg með að bólusetja stóran hluta landsmanna hafa ríki Afríku setið á hakanum.

Stefnt að því að gefa starfsfólki frí um miðjan júlí
Hátt í tólf þúsund verða bólusettir í Laugardalshöll í dag. Stefnt er að því að gefa starfsfólkinu í höllinni frí um miðjan júlí. Enginn greindist með Covid-19 í gær.

Enginn greindist smitaður í gær
Enginn greindist með Covid-19 í gær. Einn liggur inni vegna sjúkdómsins.

Bólusetja börn í áhættuhópum
Bólusetningaráð þýskra yfirvalda hefur mælt með bólusetningu barna á aldrinum 12-17 ára sem eru í sérstökum áhættuhópi vegna Covid-19.