
Ferðaþjónusta

Fótbrotnaði eftir að hafa fallið fimmtán metra við Seljalandsfoss
Verið er að flytja drenginn í þyrlu Landhelgisgæslunnar sem mun flytja hann á Landspítalann við Fossvog.

Rukkuðu 70 milljónir í Kerið
Kerfélagið hagnaðist um 30 milljónir króna í fyrra á því að rukka aðgangseyri í Grímsnesi. Um 150 þúsund ferðamenn heimsóttu Kerið og aðrir landeigendur eru byrjaðir eða í startholunum með að hefja gjaldtöku.

Hefja innheimtu bílastæðagjalda í Skaftafelli og við Dettifoss
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur samþykkt að hefja gjaldtöku á bílastæðum.

Ferðamenn á Íslandi: „Þetta var versta nótt lífs míns“
Gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Ísland á hverju ári og eru þeir misjafnlega sáttir með dvölina. Levi Corbett hefur verið undanfarna daga hér á landi og setti hann inn myndband á YouTube í gær.

Farþegum Icelandair fjölgaði lítillega
Farþegar Icelandair í síðasta mánuði voru tæplega 332 þúsund og er það aukning um fjögur prósent samanborið við sama mánuð í fyrra.

Útlit fyrir áframhaldandi fjölgun skemmtiferðaskipa til Íslands á næstu árum
Ekkert lát er á fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins og er þegar byrjað að bóka komur allt fram til ársins 2026.

Efnaminnstu úr áhöfninni nýttu sér þráðlausa netið hjá Icewear
Netið um borð í skipinu er svo dýrt að starfsmenn nýta sér það ekki.

Ofurjeppamaður fordæmir akstursbann og spáir öngþveiti í miðbænum
Kristján G. Kristjánsson segir lúxusjeppafyrirtækin afar ósátt við að vera gerð útlæg úr miðborginni. Algert bann við hópferðabílum sé vanhugsað og muni bregða fæti fyrir hótelrekstur á bannsvæðinu.

Þýskur ferðamaður látinn eftir bílveltu
Maðurinn ók jeppa með hjólhýsi í eftirdragi sem fauk út af Suðurlandsvegi við Freysnes á fimmtudag. Hann er nú látinn á sjúkrahúsi í Reykjavík.

Gjaldtaka hafin í Raufarhólshelli
Kostar 4900 krónur fyrir klukkutímaskoðun.

Segir enskunotkun Íslendinga snuða ferðamenn
Tíð enskunotkun Íslendinga og íslenskra fyrirtækja snuðar ferðamenn sem hingað sækja um hluta af þeirri upplifun sem væntingar stóðu til að mati lektors við Háskólann á Akureyri.

Ferðamaður veiktist alvarlega við Svartafoss
Björgunarmenn úr Öræfum voru snöggir á staðinn, bjuggu um manninn og báru hann nokkra vegalengd að vegi þar sem sjúkrabíll tók við honum.

Rétta skrefið að panta tíma á Gullfoss, Geysi og Þingvelli
Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, telur að helstu tækifærin í ferðamennsku hér á landi felist í því að dreifa ferðamönnum mun betur um landið.

Opnun lúxushótels á Landssímareitnum seinkar um eitt ár
Stefnt er að verklokum við lúxushótel Icelandair á Landsímareitnum við Austurvöll vorið 2019 og mun opnun þess því seinka um eitt ár. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, eigandi bygginganna og lóðanna á reitnum, segir breytingar á deiluskipulagi svæðisins hafa tafist hjá Reykjavíkurborg.

Hótelbyggingu á Seyðisfirði slegið á frest
Aðgerðir eða aðgerðaleysi stjórnvalda eru ástæður þess að bygging hótels á Seyðisfirði hefur verið slegið á frest. Átti að skapa 25 ársverk. Til samanburðar væri það um 5.000 manna vinnustaður í Reykjavík.

WOW air opnar hjólaleigu í Reykjavík
Átta hjólastöðvar með 100 hjólum verða settar upp í eða við miðbæ Reykjavíkur og hægt verður að skila hjólinu á hvaða stöð sem er óháð því hvar það er leigt.

Seldu kaffihús í Kópavogi og opna hostel í hjarta Akureyrar
Sandra Harðardóttir og eiginmaður hennar hafa heldur betur söðlað um að undanförnu. Eftir að hafa rekið kaffihúsið Café Dix í Kópavogi eru þau flutt norður til Akureyrar þar sem þau munu opna hostel í sumar.

Gæti breytt miklu fyrir Airbnb-gestgjafa
Þess er beðið að dómur falli í Hæstarétti sem gæti haft veruleg hamlandi áhrif á starfsemi Airbnb hér á landi.

Girðingu komið upp við Skógafoss
Landverðir Umhverfisstofnunar hafa sett upp girðingu við Skógafoss til að sporna við átroðningi ferðafólks á grasflötinni framan við fossinn.

Erlend rútufyrirtæki séu að gera út af við rekstur innlendra
Undirboð erlendra fyrirtækja á rútuferðum ógna starfsemi innlendra fyrirtækja. Samtök ferðaþjónustunnar segja fyrirtækin borga lægri laun en tíðkast hér á landi og að þau greiði ekki virðisaukaskatt.

Nýr stigi tekinn í gagnið við Gullfoss
Framkvæmdum við nýjan stiga við Gullfoss er lokið og hefur verið opnað fyrir gangandi umferð um hann fullbúinn eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Allra stundvísustu innriti sig á miðnætti
Fyrir sumarið 2017 verður nýtt átak kynnt á Keflavíkurflugvelli, Early bird, sem gerir farþegum kleift að innrita sig fyrir morgunflug frá miðnætti.

Gengisáhrif á erlenda veltu
Í apríl nam erlend greiðslukortavelta 18,6 milljörðum króna samanborið við 14,6 milljarða í sama mánuði í fyrra.

Miklu færri bókanir í borginni
Fyrirtæki í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu segja maímánuð fara illa af stað. Merkja mun færri bókanir í afþreyingu, á veitingastöðum og hótelum

Samtök ferðaþjónustunnar: Fjöldatölur og gistinætur haldast ekki í hendur
Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar hefur sent frá sér ályktun þar sem því er haldið fram að að þær fjöldatölur sem liggja til grundvallar fyrirætlunum stjórnvalda gefi alls ekki raunsanna mynd.

Björguðu konu úr sjálfheldu í Esju
Björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út klukkan rétt rúmlega eitt í dag vegna konu sem var í sjálfheldu í Esju.

Lögreglustjórinn óttast uppþot í Leifsstöð
Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði á fundi hjá flugvirktarráði að lítið þyrfti til að uppþot yrðu í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Slíkt er ekki upplifun starfsmanna Isavia, segir upplýsingafulltrúi Isavia.

Sýna ferðamönnum hvernig hægt er að komast af í Reykjavík fyrir minna en fimm þúsund á dag
Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og Ísland er á nýjan leik orðið eitt dýrasta land í heimi. Það virðist þó ekki stöðva ferðamenn í að koma hingað til lands.Bandaríska sjónvarpsstöðin CNBC fjallaði nýverið um hvernig megi komast af í Reykjavík fyrir sem minnstan pening.

Gleði braust út þegar eigandi tapaðs hálsmens fannst
Ashley Fusco endurheimti hálsmen sem hafði ákaflega persónulegt gildi fyrir hana.

Hvert skal stefna í heilbrigðismálum?
Undanfarið hefur samfélagið kallað á bætt heilbrigðiskerfi og var það mjög áberandi í aðdraganda síðustu alþingiskosninga.