Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Kristinn Páll Teitsson skrifar 17. september 2017 14:30 Ólafía Þórunn. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lék lokadaginn á Evian-risamótinu í golfi á pari en eftir að hafa komist í gegnum niðurskurðinn á stórmóti í fyrsta sinn lauk hún leik á mótinu á 216 höggum eða þremur höggum yfir pari. Þegar þetta er skrifað deilir hún 48. sæti ásamt tíu öðrum kylfingum en það áttu enn nokkrir kylfingar eftir að ljúka leik. Ólafía sem hóf leik á 10. teig í dag átti slæman kafla á brautum 14-16. þegar hún tapaði fjórum höggum eftir að hafa verið einu höggi undir pari þar áður. Henni tókst hinsvegar að laga það á seinni hluta vallarins og koma í hús á parinu en hún fékk alls 5 fugla, 3 skolla og einn skramba á hringnum. Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn á einu af risamótunum í fyrsta skiptið á þremur höggum yfir pari en hún byrjaði lokadaginn vel. Fékk hún fugl á þriðju braut og var á einu höggi undir pari eftir fjórar holur. Þá kom erfiður kafli hjá Ólafíu, þrípútt á fimmtu holu kom henni aftur á parið. Á næstu holu var millimeters munur hvort fjórða höggið væri gott eða slæmt og því miður fyrir hana var það slæmt sem skilaði henni skolla.Ólafía púttar á flöt í Frakklandi í dagVísir/ÞorsteinnÞetta virtist eitthvað fara í taugarnar á okkar konu sem fékk skramba á næstu braut, par 3 holu sem hún setti boltann í sandglompu og sló þaðan yfir flötina. Tvípútt þýddi svo að hún var skyndilega á þremur höggum yfir pari á deginum. Fugl á átjándu holu, erfiðustu holu vallarins, eftir frábær innáhögg þýddi að hún lék fyrri níu holur dagsins á tveimur höggum yfir pari. Fékk hún skolla á annarri braut, aftur þrípúttaði hún á erfiðri flöt og var hún aftur á þremur höggum yfir pari á deginum og alls sex höggum yfir pari. Þá kom besti kafli dagsins hjá Ólafíu sem fékk fugl á þriðju, sjöttu og sjöundu braut, þrjá fugla á fimm holum sem kom henni aftur á parið. Á sjöttu braut setti hún niður erfitt vipp undan tré við hlið flatarinnar og á næstu braut bjargaði hún sér úr skógi við hlið brautarinnar og frábært innáhögg gaf henni fugl. Eftir gott innáhögg á áttundu rétt missti hún af fugli eftir tveggja metra pútt en á lokaholunni setti hún niður fyrir pari.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lék lokadaginn á Evian-risamótinu í golfi á pari en eftir að hafa komist í gegnum niðurskurðinn á stórmóti í fyrsta sinn lauk hún leik á mótinu á 216 höggum eða þremur höggum yfir pari. Þegar þetta er skrifað deilir hún 48. sæti ásamt tíu öðrum kylfingum en það áttu enn nokkrir kylfingar eftir að ljúka leik. Ólafía sem hóf leik á 10. teig í dag átti slæman kafla á brautum 14-16. þegar hún tapaði fjórum höggum eftir að hafa verið einu höggi undir pari þar áður. Henni tókst hinsvegar að laga það á seinni hluta vallarins og koma í hús á parinu en hún fékk alls 5 fugla, 3 skolla og einn skramba á hringnum. Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn á einu af risamótunum í fyrsta skiptið á þremur höggum yfir pari en hún byrjaði lokadaginn vel. Fékk hún fugl á þriðju braut og var á einu höggi undir pari eftir fjórar holur. Þá kom erfiður kafli hjá Ólafíu, þrípútt á fimmtu holu kom henni aftur á parið. Á næstu holu var millimeters munur hvort fjórða höggið væri gott eða slæmt og því miður fyrir hana var það slæmt sem skilaði henni skolla.Ólafía púttar á flöt í Frakklandi í dagVísir/ÞorsteinnÞetta virtist eitthvað fara í taugarnar á okkar konu sem fékk skramba á næstu braut, par 3 holu sem hún setti boltann í sandglompu og sló þaðan yfir flötina. Tvípútt þýddi svo að hún var skyndilega á þremur höggum yfir pari á deginum. Fugl á átjándu holu, erfiðustu holu vallarins, eftir frábær innáhögg þýddi að hún lék fyrri níu holur dagsins á tveimur höggum yfir pari. Fékk hún skolla á annarri braut, aftur þrípúttaði hún á erfiðri flöt og var hún aftur á þremur höggum yfir pari á deginum og alls sex höggum yfir pari. Þá kom besti kafli dagsins hjá Ólafíu sem fékk fugl á þriðju, sjöttu og sjöundu braut, þrjá fugla á fimm holum sem kom henni aftur á parið. Á sjöttu braut setti hún niður erfitt vipp undan tré við hlið flatarinnar og á næstu braut bjargaði hún sér úr skógi við hlið brautarinnar og frábært innáhögg gaf henni fugl. Eftir gott innáhögg á áttundu rétt missti hún af fugli eftir tveggja metra pútt en á lokaholunni setti hún niður fyrir pari.
Golf Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira