Mauricio Pochettino tók við liðinu 27. maí 2014 og hefur gert magnaða hluti með liðið síðan hann tók við. Gengi liðsins hefur hins vegar ekki verið upp á marga fiska á þessari leiktíð.
Tottenham fór alla leið í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni í síðustu leiktíð en þeir töpuðu í maímánuði fyrir Liverpoool, 2-0.
Club statement
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) November 19, 2019
Einungis sex mánuðum síðar er búið að reka Argentínumanninn sem hefur einnig þjálfað Espanyol og Southampton.
Gengi Tottenham hefur ekki verið gott á leiktíðinni. Liðið er í 14. sæti ensku deildarinnar með jafn mörg stig en liðið mætir West Ham á útivelli um helgina.
- Mauricio Pochettino was in charge of 202 Premier League matches of @SpursOfficial, more than any other manager.
— Gracenote Live (@GracenoteLive) November 19, 2019
Only Tim Sherwood (59%) had a higher winning percentage in the Premier League as Spurs manager than Pochettino (56%). #THFC
Tímapunkturinn vekur athygli en enska deildin hefur nú verið í hléi í tæpar tvær vikur vegna landsleikja.
„Það var erfitt að taka þessa ákvörðun og þetta er ekki ákvörðun sem stjórnin hefur tekið létt né í flýti,“ sagði Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham.
„Úrslitin undir lok síðustu leiktíðar og í byrjun þessara leiktíðar hafa verið mjög mikil vonbrigði,“ bætti Levy við.
18 - No ever-present Premier League club has lost more games in all competitions during 2019 than Tottenham Hotspur have under Mauricio Pochettino (18). Dismissed. pic.twitter.com/Qmg8pCy47a
— OptaJoe (@OptaJoe) November 19, 2019