
Fréttir

Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða
Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar segja breytingar á lögum um veiðigjöld annars vegar stórfelldar skattahækkanir og hins vegar gjöld fyrir afnot af þjóðareign.

Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“
Kona sem varð fyrir grófu ofbeldi í nánu sambandi er sár og reið út í dómskerfið þar sem gerandi hennar gengur laus vegna skilorðsbundins dóms. Í fréttinni munum við birta myndefni úr öryggismyndavél sem fangaði ofbeldið og vörum um leið við því. Konan vill stíga fram og sýna umheiminum hvernig heimilisofbeldi getur litið út, það sé lífshættulegt.

Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa
Þónokkrir bæjarstjórar á Íslandi eru með yfir þrjár milljónir króna á mánuði. Verkalýðsleiðtogi segir þessi háu laun óforsvaranleg og vanvirðingu við skattgreiðendur.

Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði
Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, steig í pontu í Alþingi í dag og lýsti áralöngu heimilisofbeldi sem hún sætti. Hún segir meðvirknina eina af grunnstoðum ofbeldis. Gerandinn er sá sami og er ákærður er fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði.

Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum
Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gert samkomulag við ráðamenn í Rússlandi og Úkraínu um vopnahlé á Svartahafi. Einnig á samkomulagið að fela í sér að árásum á orkuinnviði í Úkraínu og í Rússlandi verði hætt og í staðinn ætla Bandaríkjamenn að hjálpa Rússum við að auka útflutning.

Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís
Kona sem varð fyrir grófu ofbeldi í nánu sambandi er sár og reið út í dómskerfið. Eftir mikið álag sem fylgdi kæruferlinu hafi niðurstaðan verið eins og blaut tuska. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 birtum við myndefni úr öryggismyndavél sem fangaði ofbeldið. Konan vill stíga fram og sýna umheiminum hvernig heimilisofbeldi getur litið út.

„Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“
Atvinnuvegaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld. Gagnrýni barst áður en frumvörpin voru kynnt en fjármálaráðherra segir hana vera langsótta. Samkvæmt greiningu ráðuneytanna sé ljóst að veiðigjöldin hafi átt að vera mun hærri.

Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof
Formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra mælti á Alþingi í dag fyrir breytingum á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Breytingarnar eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um breytingar á kerfinu til að styrkja afkomuöryggi fjölskyldna.

Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni
Fyrr í dag var tveimur konum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglustjórans á Suðurlandi á meintu manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun, sleppt úr haldi.

Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður
Í dag er liðið eitt ár frá því að tveir grímuklæddir þjófar stálu tugum milljónum króna úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar.

Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos
Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram en hægt hefur á hraða landriss síðustu vikur. Veðurstofan telur enn líklegast að kvikusöfnunartímabilinu ljúki með kvikuhlaupi eða eldgosi sem komi upp á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Frá þessu er greint í nýrri tilkynningu frá Veðurstofunni.

Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu
Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir mótmæli sem hún tók þátt í fyrir framan umboð Tesla í Vatnagörðum um helgina ekki beinast gegn eigendum Teslu bíla eða starfsfólki fyrirtækisins heldur Elon Musk, stærsta eigenda þess.

Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis
Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, opnaði sig um heimilisofbeldi sem hún sætti um fjórtán ára skeið í pontu Alþingis síðdegis.

MAST kærir Kaldvík til lögreglu
Matvælastofnun hefur farið fram á opinbera rannsókn lögreglu vegna meintra brota fiskeldisfyrirtækisins Kaldvík á Austfjörðum á lögum um velferð dýra. Þetta kemur fram á vefsíðu MAST.

Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði
Frans páfi var svo nálægt því að fara yfir móðuna miklu í veikindum sínum að læknar hans íhuguðu að hætta meðferð svo hann gæti fengið friðsamlegt andlát. Páfi sneri aftur í Páfagarð eftir hátt í sex vikna sjúkrahúsdvöl á sunnudaginn.

Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland
Forsætisráðherra Danmerkur segir að fyrirhuguð heimsókn óboðinnar bandarískrar sendinefndar til Grænlands setji óásættanlegan þrýsting á bæði Danmörku og Grænland. Þau ætli sér hins vegar að standast þann þrýsting.

Aukin harka að færast í undirheimana
„Við höfum viljað vekja athygli á aukinni hörku í undirheimunum og samfélaginu,“ segir Skarphéðinn Aðalsteinn, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, en í gær greindi lögreglan frá þónokkrum ofbeldismálum sem hafa komið upp í umdæminu á undanförnum dögum og vikum.

Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu
Nokkur óvissa er uppi með það hvort uppljóstrað verður um niðurstöður viðræðna Bandaríkjamanna og Rússa í Ríad í Sádi Arabíu, þar sem staðan í Úkraínu var til umræðu og möglegt samkomulag um sjóumferð á Svartahafi.

Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi
Aðstoðarlögreglustjóri segir niðurstöðu héraðsdóms í máli níu mótmælenda ramma vel inn það sem má og má ekki á mótmælum. Lögregla hafi í kjölfarið tekið orðfæri lögreglumanna til skoðunar og ekki sé líklegt að álíka mál komi aftur upp. Miklu máli skipti þó að valdbeiting lögreglunnar hafi verið dæmd lögmæt.

Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra munu kynna breytingar á lögum um veiðigjald á fréttamannafundi sem hefst 13.

Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands
Þrátt fyrir að framtíð sé óráðin um rekstur Kvikmyndaskóla Íslands er samt hægt að sækja um nám á vef skólans. Opið er fyrir umsóknir fyrir haustönn 2025 sem hefst 14. ágúst.

Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum
Afi og amma hins tveggja ára Émile Soleil hafa verið handtekin og eru grunuð um að hafa orðið drengnum að bana. Soleil var leitað í þorpinu Le Vernet í frönsku Ölpunum sumarið 2023 en líkamsleifar hans fundust vorið 2024.

Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum
Í hádegisfréttum fjöllum við um fyrirhugaðar breytingar á veiðigjöldum.

Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi
Guðmundur Ingi Kristinsson nýr mennta- og barnamálaráðherra segir áskoranir í skólakerfinu aukst og samfélagið standi á tímamótum. Hann vonar að að leiðtogafundur í menntamálum hjálpi til við sameiginlegt markmið þátttakenda að gefa kennurum tólin til að hjálpa börnum að mæta áskorunum sínum.

Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi
Karlmaður var nýverið handtekinn eftir að riffli var stolið úr verslun á höfuðborgarsvæðinu. Þegar lögregla fann riffilinn hafði hljóðdeyfir verið settur á hann af öðrum manni. Sá var sömuleiðis handtekinn og sviptur skotvopnaleyfi samstundis.

Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga
Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir verður aðstoðarmaður Guðmundar Inga Kristinssonar nýs mennta- og barnamálaráðherra. Guðbjörg var mætt ásamt ráðherra þar sem hann flutti opnunarávarp á leiðtogafundi um menntamál í Hörpu í morgun. Um er að ræða fyrsta opinbera embættisverk hans sem ráðherra.

Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu
Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir frelsisviptingu og tilraun til ráns í því skyni að afa verðmæti af fórnarlambi þeirra. Mennirnir, sem eru tveir á fimmtugsaldri og einn á þrítugsaldri, eru sagðir hafa framið þessi meintu brot sín í Reykjavík og reyndar líka á Seltjarnarnesi.

Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu
Barnsfaðir Ásthildar Lóu Þórsdóttur var nýorðinn sextán ára og sjálfráða þegar barn kom undir. Forsætisráðuneytið segir engum trúnaði hafa verið heitið konunni sem vakti athygli á málinu þvert á fullyrðingar hennar. Konan segist nýverið hafa komist að því að Ásthildur Lóa væri konan sem átti barnið, verið misboðið og því sett sig í samband við ráðuneytið.

Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga
Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins, hefur tekið við stöðu þingflokksformanns Flokks fólksins. Hann tekur við af Guðmundi Inga Kristinssyni sem tók við embætti mennta- og barnamálaráðherra um helgina í kjölfar afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur.

Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum
Opnunarsamkoma ISTP 2025, leiðtogafundar um málefni kennara sem fer fram í Hörpu, hefst í dag klukkan 9:30. Fylgjast má með í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan.