Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli Virkni frá sprungu nærri Grindavík sést ekki lengur í vefmyndavélum og hefur farið minnkandi síðan í hádeginu. Öflugir jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu síðdegis og atburðinum hvergi nærri lokið. Innlent 1.4.2025 18:27
„Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Hermann Ólafsson hobbýbóndi, fyrrverandi sjávarútvegsmaður og Grindvíkingur, er miður sín eftir að hafa fengið að kenna óþyrmilega á því: Handjárnaður, „blásaklaus“, settur í steininn og til að bíta hausinn af skömminni: Talinn hafa ógnað fólki með byssu. Innlent 1.4.2025 17:15
Fordæmir atvikið í Grindavík Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir það hafa verið afar leitt að heyra af því að maður hefði otað byssu að björgunarsveitarmanni. Innlent 1.4.2025 17:00
Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Íbúi í Grindavík ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni þegar bærinn var rýmdur vegna yfirvofandi eldgoss í morgun. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að maður hafi verið handtekinn fyrir að hafa „hagað sér óæskilega“. Innlent 1.4.2025 11:41
„Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Gregory Paul De Pascale dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir koma á óvart hve lítill kraftur er í eldgosinu sem hófst í morgun skammt frá Grindavík, samanborið við þrjú síðustu eldgos á Sundhnúksgígaröðinni. Það komi nokkuð á óvart og gæti verið til markst um að eldgosið standi yfir í lengri tíma, en erfitt sé þó að spá fyrir um það á þessum tímapunkti. Innlent 1.4.2025 11:40
Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Eldgos hófst rétt við Grindavík klukkan 09:45 í morgun og ljósmyndarar fréttastofu hafa verið á fullu síðan við að mynda eldgosið. Afraksturinn má sjá í fréttinni. Innlent 1.4.2025 11:31
Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir stöðuna við Grindavík alvarlega, enda séu eldgos í eðli sínu alvarleg, og biður almenning um að fylgjast með fyrirmælum lögreglu. Eðlilega sé verið að rýma Grindavík og í senn biðja fólk um að fara ekki á staðinn. Innlent 1.4.2025 11:27
Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Fréttastofa verður með sérstakan sjónvarpsfréttatíma í hádeginu á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni klukkan tólf vegna eldsumbrotanna á Reykjanesi. Innlent 1.4.2025 11:16
Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Neyðarstig vegna eldgoss sem hófst á Sundhnúkagígaröðinni um klukkan tuttugu mínútur í tíu í morgun. Gossprungan virðist nú hægt og rólega vera að stækka bæði til norðurs og suðurs og sprungan teygir sig jafnt og þétt nær Grindavíkurbæ. „Það er staðan. Hún virðist vera að stækka smátt og smátt í báðar áttir og það er bara núverandi staða,“ segir Runólfur Þórhallsson sviðsstjóri hjá almannavörnum. Innlent 1.4.2025 11:11
Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Björgunarsveitarfólki sem kom að rýmingu í Grindavík vegna yfirvofandi eldgoss í morgun var ógnað. Samkvæmt heimildum Vísis fengu björgunarsveitarmenn sem lentu í slíkum ógnunum sálrænan stuðning frá fulltrúum Rauða krossins. Innlent 1.4.2025 10:37
Eldgosið séð úr lofti Þyrlu Landhelgisgæslunnar er nú flogið yfir Grindavík og nágrenni, þar sem eldgos hófst í morgun. Beina útsendingu úr þyrlunni má sjá í spilaranum hér að neðan. Innlent 1.4.2025 10:33
Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Framkvæmdastjóri fiskvinnslu í Grindavík segist vonast til þess að hægt verði að halda áfram störfum þar strax á morgun ef eldgosið verður á þægilegum stað. Þetta er í annað skiptið sem stöðva þarf vinnsluna á vinnutíma vegna yfirvofandi eldgoss. Innlent 1.4.2025 09:58
Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Veðurstofan segir að merki frá aflögunarmælum séu sterkari en sést hafa í síðustu atburðum á Sundhnúksgígaröðinni. Það sýnir að talsvert magn kviku er á ferðinni í kvikuhlaupinu sem hófst í morgun. Innlent 1.4.2025 09:00
Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund i dag til að fjalla um skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis fyrir árið 2024. Innlent 1.4.2025 08:57
Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Bláa lónið hefur verið rýmt og allir gestir þess á leið á önnur hótel eins og stendur. Gestir og starfsfólk í Bláa lóninu voru um 200 manns þegar að kvikuhlaup hófst á Sundhnúksgígaröð á Reykjanesskaga snemma í morgun en um 40 mínútur tók að rýma hótelið og önnur athafnasvæði Bláa lónsins. Innlent 1.4.2025 07:45
Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík um klukkan 9:44 eftir að kvikuhlaup hófst á sjöunda tímanum í morgun. Sprungan hefur teygt sig suður fyrir varnargarð norðan við Grindavík. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og reglulega í beinni útsendingu frá vettvangi. Innlent 1.4.2025 07:03
Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Sveinn Waage framkvæmdastjóri hefur sett Tesluna sína á sölu. Hann segist langþreyttur á því áreiti sem fylgi því að eiga slíkan bíl. Hann vill losna við fararskjótann sem fyrst og slær því vel af verðinu. Hann sér frið og ró sem því fylgi í hillingum. Innlent 1.4.2025 07:02
Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan kalda eða stinningskalda og dálitlum skúrum eða éljum í dag, en þurru og björtu veðri á Norðaustur- og Austurlandi. Veður 1.4.2025 06:53
Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur lýst yfir viku langri þjóðarsorg vegna jarðskálftanna sem riðu yfir í landinu í síðustu viku og nú í morgun var þögn í öllu landinu á sama tíma og skjálftinn reið yfir. Erlent 1.4.2025 06:39
Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti í gær fyrir frumvarpi sem felur í sér að samþykki annarra eigenda eigna í fjölbýlishúsi verði ekki lengur skilyrði fyrir því að einstaklingur megi halda hund eða kött í fjölbýli – sama þó að íbúðir deili sameiginlegum stigagangi. Innlent 1.4.2025 06:17
Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um mann með hníf á hóteli í Reykjavík. Maðurinn hafði lent í útistöðum við annan mann þegar hann tók upp hníf og ógnaði með honum. Skömmu síðar var maðurinn handtekinn á vettvangi og fluttur í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Innlent 1.4.2025 06:02
Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Ríkisstjóri Utah-fylkis í Bandaríkjunum hefur sett bann á regnbogafána í öllum skólum og ríkisstofnunum í fylkinu. Markmiðið er að ýta undir pólitískt hlutleysi meðal kennara og ríkisstarfsmanna. Erlent 31.3.2025 23:49
Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Síður á Instagram sem birta myndskeið af ofbeldi meðal barna spretta upp eins og gorkúlur á samfélagsmiðlum. Að sögn lögreglunnar er töluvert um að gerendur fari saman í hópum og skipuleggi slagsmál, en þolendur geta verið allt niður í tíu ára gamlir. Innlent 31.3.2025 23:30
Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Orkuveitan hyggst byggja vindorkugarð við Dyraveg á Mosfellsheiði. Gert er ráð fyrir fimmtán vindmyllum í vindorkugarðinum en þarf samt sem áður fyrst ýmis leyfi og ljúka þarf lögbundnu ferli. Innlent 31.3.2025 22:50