
Fréttir

Tveimur vísað úr Þórsmörk eftir líkamsárás
Líkamsárás var framin í Þórsmörk að morgni föstudags. Tveimur mönnum var vísað af svæðinu af lögreglu vegna málsins, en ekki þótti ástæða til að aðhafast frekar.

Árásin komi til með að auka stuðning við Trump
Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, telur líklegt að morðtilræðið gegn Donald Trump í gærkvöldi komi til með að styrkja kosningabaráttu hans, að minnsta kosti til skemmri tíma.

„Það hefur í raun og veru ekkert sumar komið hjá okkur“
Það var sumar í tvo daga á Snæfellsnesi að sögn björgunarsveitarmanns á svæðinu þar sem gular viðvaranir hafa verið í gildi. Tré rifnuðu upp með rótum á Þingeyri í gær og hjólhýsi fuku í Húnavatnssýslu.

Leysingar hugsanleg orsök E.coli bakteríu
E.coli baktería greindist í einu sýni Heilbrigðiseftirlitsins á neysluvatni sem tekið var í íbúðarhúsi á Siglufirði í gær. Í kjölfarið voru fjögur sýni tekin til viðbótar, og er niðurstaðna að vænta úr þeim á morgun. Heilbrigðisfulltrúi segir að erfitt sé að vera með vangaveltur þegar maður hefur ekki heildarmyndina fyrir framan sig. Íbúar eru hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu.

„Bandaríkjamenn krefjast svara um morðtilræðið“
Bandaríska leyniþjónustan er í brennidepli í kjölfar skotárásar sem beindist að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gærkvöldi.

Bustarfellsdagurinn í glæsilegum torfbæ
Það er ótrúlegt en dagsatt en sama ættin hefur búið á bænum Bustarfelli í Vopnafirði frá 1532 eða í 492 ár en í dag er einmitt Bustarfellsdagurinn í einum besta varðveitta torfbæ landsins, sem er fullur af munum fortíðar.

Segir Guð hafa bjargað sér
Donald Trump hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar skotárásar sem beindist gagnvart honum í kosningafundi í Pennsylvaníu í gær. Hann segir Guð hafa bjargað sér.

Skotárás gegn Trump, baktería í neysluvatni og veðmálastarfsemi
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti varð fyrir skoti í árás á kosningafundi í Pennsylvaníu í gær. Árásin er rannsökuð sem morðtilræði en einn lést í árásinni auk árásarmannsins sem var drepinn á vettvangi. Líklegt þykir að árásin komi til með að styrkja kosningabaráttu Trumps sem sækist eftir embætti forseta á ný í kosningunum í nóvember.

Bjarni segir atburði gærkvöldsins átakanlega
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, fordæmir skotárás sem beindist gegn Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem var framin í gær.

Fræðir áhugasama um mannát
„Það virðist vera algengt að það sem vekur hjá okkur óhug er á sama tíma eitthvað svo spennandi,“ segir Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur. Í október næstkomandi mun hún leiða námskeið á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands og viðfangsefnið er vægast sagt óvenjulegt: mannát.

Veðmálastarfsemi, Carbfix og stefnuleysi stjórnvalda
Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Svona var vettvangur árásarinnar
Skotárás sem beindist að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gærkvöldi var framin á fjölmennum kosningafundi í Pennsylvaníuríki, nánar tiltekið á vinsælum samkomustað við bæinn Butler.

Leituðu að manni í sjónum í nótt
Tilkynning barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um eittleytið í nótt, um að hugsanlega hefði maður farið í sjóinn við Granda í Reykjavík. Leitin stóð langt frameftir nóttu, en bar ekki árangur. Kafarar, bátar og þyrla Landhelgisgæslunnar tóku þátt í leitinni.

Ölvaður ökumaður velti bíl í Breiðholti
Lögreglunni var tilkynnt um ölvaðan mann sem sýndi ógnandi tilburði gagnvart vegfarendum í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi eða nótt.

Musk styður Trump
Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur farið mikinn á eigin samfélagsmiðli, X, í kjölfar skotárásar sem beindist að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gærkvöldi. Musk lýsir yfir stuðningi við Trump.

Grunaður árásarmaður hét Thomas Matthew Crooks
Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gær hét Thomas Matthew Crooks og var tvítugur. Leyniþjónusta Bandaríkjanna drap Crooks skömmu eftir að hann hleypti af nokkrum skotum sjálfur.

Leiddur blóðugur af kosningafundi eftir skotárás
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti var fluttur á sjúkrahús í snarhasti eftir að skotum var hleypt af á kosningafundi í Pennsylvaníuríki í kvöld. Þátttakandi á fundinum lét lífið og annar var fluttur á sjúkrahús alvarlega særður. Byssumaðurinn var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum eftir árásina.

Sami einstaklingur vann milljón tvisvar á sama staðnum
Happaþrennur hafa tekið miklum breytingum síðan fyrsta þrennan var seld árið 1987. Nú er hægt að kaupa dýrustu þrennur sögunnar.

Sjóða þurfi neysluvatn á Siglufirði vegna E.coli
E.coli baktería greindist í sýni Heilbrigðiseftirlitsins á neysluvatni sem tekið var í íbúðarhúsi á Siglufirði í gær.

Fannst á lífi eftir tvo sólarhringa neðanjarðar
Pólskur námuverkamaður fannst í dag eftir umfangsmikla björgunaraðgerð í kolanámunni í bænum Rydułtowy í Suður-Póllandi. Maðurinn hafði verið fastur í námunni í tvo sólarhringa.

Aspir fjarlægðar á Selfossi vegna umferðaröryggis
Nú er búið að saga niður flestar aspirnar við þjóðveg númer eitt þegar ekið er í gegnum Selfoss en í staðin á að gróðursetja nýja tegund trjáa við veginn og setja upp öryggisgirðingu.

Segir „óeðlilegan hagsmunaárekstur“ við mat á sakhæfi áhyggjuefni
Það tíðkast að sömu geðlæknar leggi mat á sakhæfi einstaklinga fyrir dómstólum og sem sinna myndu þeim á réttargeðdeild. Þetta skapar óeðlilegan hagsmunaárekstur að mati formanns Afstöðu. Alvarlegt ástand ríki í geðheilbrigðismálum fanga.

Starfsmaður verslunar réðst á „þjóf“ sem reyndist saklaus
Starfsmaður matvöruverslunar á höfuðborgarsvæðinu var handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að til átaka kom milli hans og meints þjófs, sem reyndist síðan saklaus.

Myndband af glannalegum framúrakstri á Seltjarnarnesi
Litlu mátti muna að ökumaður jeppa hefði ekið á hjólreiðamann, þegar hann brunaði fram úr öðrum bíl á götu á Seltjarnarnesi þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund.

Sæmdur gullmerki í síðustu opinberu heimsókninni
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var sæmdur gullmerki Ferðafélags Íslands á tindi Glissu í heimsókn sinni Árneshreppi í dag. Heimsóknin er síðasta opinbera heimsókn Guðna i embætti.

Biskupsbústaðurinn brátt falur
Séra Guðrún Karls Helgudóttir nýkjörinn biskup Íslands mun ekki flytja í biskupsbústaðinn að Bergstaðastræti 75. Til stendur að setja húsið á söluskrá.

Dæmi um meintan hagsmunaárekstur við mat á sakhæfi
Dæmi eru um að sömu geðlæknar leggi mat á sakhæfi einstaklinga fyrir dómstólum og sem sinna myndu þeim á réttargeðdeild. Þetta skapar óeðlilegan hagsmunaárekstur að mati formanns Afstöðu. Alvarlegt ástand ríki í geðheilbrigðismálum fanga.

Segir fáránlegt að enginn axli ábyrgð á banaslysinu
Hópur mótorhjólamanna hefur efnt til mótmæla næstkomandi mánudag til að mótmæla því að enginn ætli að bera ábyrgð á mistökum við vegagerð, sem leiddu til banaslyss tveggja mótorhjólamanna á Kjalarnesi fyrir fjórum árum. Hópurinn ætlar að hittast á Korputorgi klukkan 19, aka saman upp á Kjalarnes, og stöðva þar hjólin á báðum akreinum í stutta stund í mótmælaskyni. Skipuleggjandi segir fáránlegt að enginn taki ábyrgð.

Myndi engan skaða þótt veðmálafyrirtæki fengju að starfa
Sigurður Guðni Guðjónsson lögmaður, segir að löggjöfin um veðmálastarfssemi svipi til áfengisbannsins sem sett var á laggirnar árið 1909. Íslensk stjórnvöld geti ekki hindrað að auglýsingar erlendra veðmálafyrirtækja komi fyrir augu Íslendinga fyrir tilstilli erlendra samfélagsmiðla. Sennilega myndi það ekki skaða neinn, þó erlend veðmálafyrirtæki fengju að starfa hér.

Lögregla látin skila milljónum sem dómurinn telur líklega illa fengið fé
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þarf að láta af hendi 7,13 milljónir króna í reiðufé sem hún lagði hald á árið 2021 í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi. Maður, sem er eigandi peninganna, er ásamt öðrum grunaður í máli sem varðar innflutning, framleiðslu og dreifingu fíkniefna, sem og ýmis auðgunarbrot, stórfelldan þjófnað og peningaþvætti.