Viðskipti innlent

Fréttamynd

Hækkanir í Kaup­höllinni á ný

Jón Bjarki Bentsson, yfirhagfræðingur Íslandsbanka, segir ró vera að færast yfir í hlutabréfaviðskiptum Kauphallar Íslands, allavega í bili. „Auðvitað geta alltaf komið vendingar á næstu dögum sem geta skotið mörkuðum skelk í bringu en í bili er þróunin þannig að óvissan er að minnka og yfirvegun aftur orðin ráðandi.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Tollar Trumps kalli á að Ís­land að­lagi sig að breyttum leik­reglum

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að nýir tollar Bandaríkjastjórnar þýði að leikreglur í alþjóðaviðskiptum hafi breyst. Stjórnvöld hér á landi verði að aðlaga sig að breyttum veruleika, óvissa sé orðið nýja normið. Það muni taka langan tíma að koma í ljós hvort tollarnir muni skila sér með þeim hætti sem Bandaríkin vonist eftir en til styttri tíma verði þeir sársaukafullir fyrir alþjóðahagkerfið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kristjana til ÍSÍ

Kristjana Arnarsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, hefur tekið til starfa sem nýr verkefnastjóri kynningarmála á skrifstofu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), í stað Sigríðar Unnar Jónsdóttur sem lét af störfum um síðustu áramót.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaup­máttur jókst á milli ára

Áætlað er að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila á mann hafi aukist um 2,8 prósent í fyrra borið saman við árið 2023. Á sama tímabili jókst verðbólga um 5,9 prósent. Laun hækkuðu um 6,6 prósent að meðaltali á milli ára í fyrra.

Viðskipti innlent