Viðskipti innlent

Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett
Stjórn Ríkisútvarpsins ohf telur að RÚV enn vera of skuld sett og mun halda áfram að leita varanlegra lausna á skuldsetningu þess. Þetta sé þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir á undanförnum árum sem leitt hafi til skuldalækkunar. Tap á rekstri Ríkisútvarpsins nam 188 milljónum króna á árinu 2024.

Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku
Stjórnir matvælaframleiðendanna Bakkavarar og Greencore hafa komist að samkomulagi um yfirtöku þess síðarnefnda á því fyrrnefnda, sem er í meirihlutaeigu Íslendinga. Bakkavör er metin á um 200 milljarða króna í viðskiptunum.

Narfi frá JBT Marel til Kviku
Narfi Snorrason hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar Kviku banka.

Milljarður í afgang í Garðabæ
Afkoma samstæðu Garðabæjar var jákvæð um rúmlega 1,1 milljarð króna í fyrra. Bæjarstjóri segir hagræðingu sem boðuð var árið 2023 hafa borið árangur.

Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið
Ný efnahagsspá Arion banka gerir ráð fyrir að þjóðarskútan leysi festar eftir hófsaman hagvöxt á síðasta ári, með einkaneyslu og fjárfestingu í stafni.

Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu
Líkurnar á því að vinna fyrsta vinning í Lottói verða minni en einn á móti milljón ef kúlum verður fjölgað um þrjár eins og Íslensk getspá hefur óskað eftir. Hærra hlutfall af vinningum í Lottói á einnig að renna til þeirra sem eru með allar aðaltölur réttar.

Besta rekstrarár frá opnun Hörpu
Árið 2024 var besta rekstrarár frá opnun tónlistarhússins Hörpu. Aldrei hafa jafn margir miðar selst á viðburði. Aðalfundur Hörpu fór fram í dag þar sem uppgjör félagsins var kynnt auk ársskýrslu.

Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“
Fjármála- og efnahagsráðherra ætlar að hagræða um ríflega hundrað milljarða hjá hinu opinbera á næstu árum. Hann segir slíkar aðgerðir skila hallalausum ríkissjóði fyrr en áður hafði verið áætlað. Þá á að sækja auknar tekjur í veiðigjald, aðgangstýringargjald og bifreiðagjald.

Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur frestað réttaráhrifum ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness um að stöðva þvottahússhluta ræstingafyrirtækisins Hreint ehf. í Kópavogi. Fyrirtækið má því áfram starfa um sinn án þess að hafa sótt um starfsleyfi.

Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna
Útflutningsverðmæti allra fiskeldistegunda jókst um 17 prósent á milli ára og var 53,8 milljarðar króna árið 2024. Þar af var verðmæti laxaafurða um 47,7 milljarðar króna.

Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík
Skúli Mogensen, stofnandi og eigandi sjóbaðanna í Hvammsvík í Hvalfirði, hefur látið ráðast í smíði átta ný húsa við Hvammsvík sem hugsuð eru sem gistiaðstaða fyrir ferðamenn. Húsin bætast við þau fjögur gistihús sem fyrir eru á svæðinu en nýju húsin verða nokkuð smærri.

Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum
Atvinnuvegaráðherra segir að ef fiskvinnslum verði lokað verði það ekki vegna hærri veiðigjalda heldur vegna þess að eigendur þeirra geri það til þess að lýsa óánægju sinni. Hann trúi því ekki fyrri en á reyni að sjávarútvegsfyrirtæki grípi til slíkra aðgerða.

„Þetta er afnotagjald“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir breytingu á veiðigjöldum ekki vera skattlagningu heldur afnotagjald af auðlindum. Tillaga ráðherra hefur hlotið mikla gagnrýni, þá helst frá kvótaeigendum, á meðan merkja má ánægju víða í samfélaginu.

Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu
Play Europe, dótturfélag Fly Play hf., fékk í morgun afhent flugrekstrarleyfi frá flugmálayfirvöldum á Möltu. Félagið mun leigja út þrjár vélar til austur-evrópsks flugfélags.

Jón Ólafur í framboði til formanns SA
Jón Ólafur Halldórsson gefur kost á sér til formanns Samtaka atvinnulífsins (SA). Hann hefur setið í stjórn samtakanna frá 2015 og í framkvæmdastjórn frá árinu 2018.

Eigendaskipti hjá Fótbolta.net
Hópur knattspyrnuáhugamanna leiddur af Mate Dalmay hefur gengið frá kaupum á félaginu Fótbolti ehf., sem á og rekur hina vinsælu vefsíðu Fótbolti.net. Kaupverðið er trúnaðarmál. Hafliði Breiðfjörð skilur við vefinn sem hann stofnaði fyrir 23 árum. Hann segist ekki verða ríkur af sölunni.

Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest
Á aðalfundi Eyri Invest hf. í gær samþykktu allir hluthafar félagsins tillögu stjórnar um lækkun hlutafjár með greiðslu til hluthafa. Endurgjald lækkunarinnar er í formi hlutabréfa í JBT Marel Corporation og Fræ Capital hf. Feðgarnir Þórður Magnússon og Árni Oddur Þórðarson, stofnendur félagsins, eru nú einu hluthafar félagsins með jafnan eignarhlut.

Eyjólfur Árni hættir hjá SA
Eyjólfur Árni Rafnsson verður ekki í framboði til formanns á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins sem fram fer 15. maí næstkomandi. Eyjólfur Árni hefur verið formaður Samtaka atvinnulífsins frá vorinu 2017.

Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum
Ísfélagið í Vestmannaeyjum hagnaðist um rúmlega tvo milljarða króna í fyrra. Árið áður var hagnaðurinn rúmlega fimm milljarðar. Forstjóri félagsins segir ljóst að afkoma greinarinnar megi ekki við frekari kostnaðarhækkunum þegar tekið er tillit til nauðsynlegra fjárfestinga og eðlilegrar afkomu greinarinnar.

Verðbólga heldur áfram að hjaðna
Verðbólga mælist nú 3,8 prósent og hefur ekki verið minni frá því í desember árið 2020 þegar hún mældist 3,6 prósent. Vísitala neysluverðs hækkar um 0,37 prósent á milli mánaða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni.

Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði
Versta mögulega sviðsmyndin fyrir Ísland er að lenda á milli í tollastríði milli Bandaríkjanna og Evrópuríkja. Ólíklegt sé að hún raungerist en yfirvöld þurfi að gæta viðskiptahagsmuna bæði til austurs og vesturs og tryggja áframhaldandi greiðan aðgang að mörkuðum.

Íhuga að sameina lífeyrissjóði
Stjórnir Almenna lífeyrissjóðsins og Lífsverks lífeyrissjóðs hafa undirritað viljayfirlýsingu um að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu sjóðanna.

„Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“
Formaður Samtaka smærri útgerða segir fyrirhugaða hækkun á veiðigjaldi reiðarslag fyrir landsbyggðina. Fram undan séu kjarasamningsviðræður við sjómenn á smábátum en hækkunin muni hafa það með í för með sér að ekkert verði til skiptanna. Atvinnuvegaráðherra segir orðræðu um uppsagnir fráleitar.

Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings
Hætta er á að áhrif tollastríðs Bandaríkjanna og annarra ríkja nái til Íslands með beinum eða óbeinum hætti. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans segir mikla óvissu í alþjóðamálum geta reynt á viðnámsþrótt þjóðarbúsins. Seðlabankastjóri segir mikinn viðnámsþrótt í efnahagskerfinu en tollastríð gæti þó haft neikvæð áhrif á lífskjör almennings.

Salóme tekur við af stofnanda Ísorku
Salóme Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ísorku. Hún tekur við starfinu af Sigurði Ástgeirssyni stofnanda fyrirtækisins.

Helgi ráðinn sölustjóri
Helgi Björgvinsson hefur verið ráðinn sem sölustjóri hjá Origo. Helgi hefur starfað í upplýsingatækni með einum og öðrum hætti í tæplega þrjá áratugi. Undanfarin sjö ár hefur hann starfað sem forstöðumaður yfir sölu á hugbúnaðarlausnum hjá Advania og fyrir það starfaði hann sem viðskiptastjóri hjá Origo.

Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar
Fulltrúar fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans munu sitja fyrir svörum á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30 og ræða yfirlýsingu nefndarinnar sem birt var í morgun.

Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skipað Arnald Sölva Kristjánsson í fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands til fimm ára frá 5. mars 2025 í stað Guðmundar Kristjáns Tómassonar sem setið hafði í nefndinni í fimm ár.

Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið
Hætta er á að áhrif tollastríðs Bandaríkjanna og annarra ríkja nái til Íslands með beinum eða óbeinum hætti. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans segir mikla óvissu í alþjóðamálum geta reynt á viðnámsþrótt þjóðarbúsins.

Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar
Fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldi gætu skilað allt að tvöfalt meiri tekjum í ríkissjóð að sögn ráðherra. Forstjóri útgerðarfyrirtækis segir málið aðför að landsbyggðinni, og illa unnið í þokkabót.