
Körfubolti

„Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“
„Við vorum alls ekki góðir í kvöld og getum sagt að það eina sem við tökum með úr þessum leik eru tvö stig“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, eftir að hafa séð sína menn kreista út 85-81 sigur gegn föllnu liði Hauka í nítjándu umferð Bónus deildar karla.

Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara
Þórsarar töpuðu tveimur dýrmætum stigum á Egilsstöðum í kvöld í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta. Höttur vann átta stiga sigur, 103-95.

Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum
Valur sótti 85-81 sigur gegn Haukum á Ásvöllum í nítjándu umferð Bónus deildar karla. Valsmenn voru langt frá sínu besta í kvöld, en skiptu um gír undir lokin og sóttu gríðarmikilvægan sigur.

Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR
ÍR-ingar unnu eins stigs sigur á KR, 97-96, í æsispennandi Reykjavíkurslag í Skógarselinu í kvöld. ÍR-ingar náðu um leið KR-ingum að stigum í töflunni. Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigurinn í blálokin.

Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga
Leik Tindastóls og Keflavíkur í Bónus deild karla í körfubolta sem fer fram í kvöld hefur verið seinkað til kl.20:45 í kvöld.

Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina
Cleveland Cavaliers er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppni NBA í körfubolta, fyrst allra liða, þrátt fyrir að tuttugu leikir séu eftir af deildarkeppninni.

Benedikt hættur með kvennalandsliðið
Eftir sex ár í starfi er Benedikt Guðmundsson hættur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta.

GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða?
Þeir GAZ-menn, Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon, segja mikið í húfi fyrir lið Tindastóls og Keflavíkur í leik þeirra í Bónus deild karla í kvöld.

„Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“
Mikael Nikulásson var gestur vikunnar hjá Stefáni Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni í Körfuboltakvöldi Extra og hann hefur sterkar skoðanir á útlendingamálum í körfuboltanum hér heima.

Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu
Aþena, sem er fallið úr Bónus deild kvenna í körfubolta, bætti í kvöld enn ofan á vandræði og vonleysi Tindstólskvenna.

Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð
Njarðvíkingar unnu níu stiga sigur gegn nágrönnum sínum í Keflavík 105-96. Leikurinn var í járnum en heimakonur tóku frumkvæðið í fjórða leikhluta sem skilaði sigri.

Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum
Haukakonur náðu sex stiga forystu á toppi Bónus deildar kvenna í körfubolta í kvöld eftir 21 stigs útisigur á Valskonum á Hlíðarenda, 98-77.

NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“
NBA stjarnan Luka Dončić, leikmaður Los Angeles Lakers, mun ekki koma hingað til lands með landsliði Slóveníu í aðdraganda EM í haust eins og plön gerðu ráð fyrir. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri KKÍ.

Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða
Samningaviðræður á milli Póllands og Íslands eru í höfn og verða þjóðirnar saman í D-riðli á EM í körfubolta í lok ágúst. Framkvæmdastjóri KKÍ segir þetta þýða einfaldara skipulag, lægri reikning og betri aðstöðu fyrir Ísland. Það er jafnframt ljóst að Ísland verður í riðli með Luka Doncic og félögum frá Slóveníu.

LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“
LeBron James náði enn einum áfanganum á mögnuðum ferli sínum í nótt. Hann varð þá fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta til að skora fimmtíu þúsund stig.

„Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“
Hamar/Þór vann í kvöld mikilvægan sigur gegn Stjörnunni 72-78. Lokamínúturnar voru gríðarlega spennandi en Hákon Hjartarson þjálfari liðsins var ánægður með frammistöðu sinna kvenna.

Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri
Hamars/Þórs konur sóttu tvö stig í Garðabæinn í neðri hluta Bónus deildar kvenna í körfubolta í kvöld en þær unnu þá Stjörnuna 78-72.

Kyrie Irving skoraði með slitið krossband
Bandaríski körfuboltamaðurinn Kyrie Irving spilar ekki meira með Dallas Mavericks liðinu á þessu tímabili í NBA deildinni í körfubolta.

Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins
Bandaríska tennisgoðsögnin Serena Williams er alls ekki hætt að skipta sér af íþróttum þó að spaðinn sé kominn á hilluna. Hún er nú orðin einn af eigendum nýs körfuboltafélags.

„Urðum okkur sjálfum til skammar“
Kevin Durant var ekkert að draga úr sárum vonbrigðum sínum með frammistöðu Phoenix Suns í tapi á móti Minnesota Timberwolves í NBA deildinni í körfubolta í fyrrinótt. Suns var lengi inn í leiknum en tapaði að lokum með átján stigum.

Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð
Alba Berlin hélt sigurgöngu sinni áfram í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Liðið nálgast úrslitakeppnina með sama áframhaldi.

„Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“
Rætt var um fjarveru Greg Popovich, þjálfara San Antonio Spurs, í þættinum Lögmál leiksins sem er á dagskrá Stöðvar 2 sport í kvöld.

Butler gleymdi að mála og greiða leiguna
NBA-stjarnan Jimmy Butler fór með látum til Golden State Warriors frá Miami Heat á dögunum og hann gleymdi að ganga frá eftir sig í Miami.

Meistarar mætast í bikarnum
Dregið var í undanúrslit VÍS-bikars karla og kvenna í körfubolta í höfuðstöðvum VÍS í dag.

Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Jón Otti Ólafsson, prentari og einn öflugasti körfuboltadómari landsins um árabil, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 28. febrúar síðastliðinn, 83 ára að aldri.

Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“
Martin Hermannsson og Elvar Már Friðriksson leika stórt hlutverk í íslenska landsliðinu í körfubolta sem liðsfélagar en vinátta þeirra nær út fyrir körfuboltavöllinn.

„Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“
„Búinn að vera svolítið eins og draugur á tímabilinu. Ekki búinn að eiga marga mjög góða leiki og halda sig til hlés,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, um frammistöðu Þorvalds Orra Árnasonar, leikmanns KR. Sá vaknaði lok í sigri á Hetti.

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Haukar eru komnir með níu fingur á deildarmeistaratitilinn í Bónus-deild kvenna eftir að liðið lagði Keflavík í Sláturhúsinu í kvöld 96-105.

Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Þór Akureyri vann sannfærandi sigur á Val þegar liðin mættust í A-riðli Bónus deildar kvenna í körfubolta.

Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi
Körfuknattleiksliðið Maroussi tapaði i kvöld 14. deildarleik sínum á tímabilinu. Elvar Már Friðriksson átti fínan leik en það dugði ekki til.