Skoðun

Íslenskukennsla og kjarasamningar
Smágrein sem ég skrifaði hér á föstudaginn hefur valdið meira uppþoti en ég hafði ímyndað mér, allt út af einni málsgrein: „Þess vegna væri upplagt að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum samningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á vandaðri íslenskukennslu í vinnutíma.“

AA og Afstaða í fangelsum
Allt frá stofnun Afstöðu árið 2005 hefur eitt af höfuðmarkmiðum félagsins verið að hvetja fanga til þess að taka þátt í starfi AA-samtakanna. Upp úr aldamótum voru ekki margir sem nýttu sér úrræðið og horfðum við forsvarsmenn Afstöðu upp á hvern AA-fund á fætur öðrum þar sem enginn fangi mætti.

Efnahagsleg áhætta virkjanastefnunnar
Landsvirkjun hefur vegnað vel á síðustu misserum, ekki síst vegna mikilla verðhækkana á álmörkuðum á liðnu ári og fyrstu tveimur mánuðum þessa árs. Fram hefur komið að rekstrartekjur fyrirtækisins á fyrri helmingi ársins hafi verið hærri en nokkru sinni. Það er því sannarlega ástæða til að gleðjast yfir þeirri stöðu sem Landsvirkjun er í þessa stundina ‒ er á meðan er.

Inn-, útvistun eða blanda af hvoru tveggja
Útvistanir til einkaaðila hafa gengið misvel auk þess sem útvistanir geta leitt til lægri launa, verra starfsumhverfis og verri þjónustu. Flestir eru sammála um að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er t.d. engin töfralausn.

Ábyrgðin á Sælukoti liggur hjá Reykjavíkurborg
Í viðtali á Bylgjunni við Elínu Halldórsdóttur leikskólastjóra á Sælukoti, þann 9. september síðastliðinn, kemur fram að rekstrarstjóri Sælukots sé nunna í Ananda Marga samtökunum sem vinnur mikla sjálfboðavinnu og óeigingjarnt starf.

Ráðherrar kasta á milli sín heitri (franskri) kartöflu
Félag atvinnurekenda sendi Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra erindi 24. ágúst síðastliðinn og hvatti þau til að beita sér fyrir niðurfellingu 76% tolls, sem lagður er á innfluttar franskar kartöflur.

Á sandi byggði heimskur maður hús
Það sem einkennir gjarnan okkar ágæta samfélag er að málin eru oft leyst með skammtalækningum í stað þess að hugsa til framtíðar. Núna, sem fyrr koma foreldrar og mótmæla stöðunni í leikskólamálum hjá borginni vegna þess að börn þeirra komast ekki inn í skólana.

Lengi lifi lýðveldið Ísland
Frábært er að búa á Íslandi, í lýðveldi þar sem allir ríkisborgarar eru jafnir fyrir lögum, óháð ætt, og þjóðarleiðtogi er venjulegur maður, metinn hæfur og reglulega kosinn af ríkisborgurum. Ágætt er að búa í landi sem árið 1944 kaus að slíta tengslum við konungsríki.

Tryggjum börnum gott atlæti - núna
Nú verður ríkið að stíga inn í og lengja fæðingarorlof barna. Þó löngu fyrr hefði verið enda ótal rannsóknir sem sýna fram á að börnum er best borgið með sínu besta fólki, foreldrum sínum fyrstu tvö árin, þessum mikilvægu árum geðtengslamyndunar.

Geðheilbrigði: Hvar eiga forvarnirnar að byrja?
Geðheilbrigðis- og velferðarmál hafa verið töluvert í umræðunni undanfarin misseri og flestir ef ekki allir eru á því að það þurfi að efla þjónustu í málaflokkunum. Umræða hefur verið um að leggja áherslu á forvarnir og stytta bið eftir þjónustu. Rannsóknir hafa sýnt fram á forvarnir skila sér í bættu geðheilbrigði (Wakschlag, o.fl., 2019) og nú þegar líða fer að alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga 10. september er vert að skoða hvar forvarnir við sjálfsvígum ættu að byrja.

Netöryggi og samskipti: Lyktar þú eins og phiskur?
Stafræna umbreytingin er á fullri ferð sem þýðir að við þurfum að læra á nýjar hættur. Ein stærsta ógnin sem bæði einstaklingar og fyrirtæki standa frammi fyrir í dag eru svikapóstar (phishing). Þessir póstar eru ýmist til þess fallnir að reyna að svíkja peninga af viðkomandi, komast inn í kerfi til að taka þau yfir, eða nálgast viðkvæmar eða leynilegar upplýsingar.

Stafræna lestin á fleygiferð — en komast allir með?
Reglulega berast Landssamtökunum Þroskahjálp erindi frá fötluðu fólki, aðstandendum og starfsfólki sem vinnur með fötluðu fólki, þar sem sagt er frá miklum hindrunum þegar kemur að stafrænum samskiptum við hið opinbera. Sumar þessarra frásagna hafa ratað í fjölmiðla.

Íslenskukennslu á vinnutíma inn í kjarasamninga!
Almennir kjarasamningar standa fyrir dyrum og mörg stéttarfélög hafa mótað kröfugerð sína til atvinnurekenda, bæði um launahækkanir og ýmiss konar réttarbætur.

Vegna umfjöllunar um leikskólann Sælukot
Ég undirrituð hef þurft að lesa greinar og hlusta á viðtöl í fjölmiðlum síðustu 2 daga þar sem fram koma ótrúlegustu rangfærslur um skólastarf leikskólans Sælukots sem á að baki 46 ára starf.

Hvernig breytast seðlar og myntir breska konungsveldisins?
Andláti Elísabetar 2. Englandsdrottningar fylgja breytingar á ýmsum sviðum. Breyta þarf öllu frá þjóðsöng landsins að lögreglubúningum og vegabréfum en það sem vekur hvað helst áhuga minn eru seðlar og myntir víða um heim.

Vanhugsað pennastrik í heilbrigðisráðuneytinu
Sjúkratryggingar Íslands hafa að ósk heilbrigðisráðuneytis sagt upp samningi um starfendurhæfingu á Reykjalundi. Þar með slitinn þráður sem rekja má allt til þess að SÍBS stofnaði Reykjalund árið 1945 sem vinnuheimili, þ.e. starfsendurhæfingu, fyrir berklasjúklinga. Rökin virðast þau að starfsendurhæfing eigi heima í öðru ráðuneyti, því bent er á félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Virk starfsendurhæfingarsjóð.

Hey pabbi, staldraðu við
Til hamingju með að vera pabbi. Hvort sem þú ert nýorðinn pabbi eða hefur verið lengi þá ertu örugglega búinn að átta þig á því að lífið verður aldrei eins og það var áður. „Áður“ er núna eitthvað allt annað líf. Þar var nægur svefn, nægur tími, reglulegar tómstundir og mjög líklega prívat tími á klósettinu.

Hinn óþægilegi sannleikur: Um kynferðisofbeldi í nánum samböndum
Orðræða, samtöl, skilgreiningar og skoðanir varðandi ofbeldi eru að gangast undir endurnýjun. Sögulegt og löngu tímabært uppgjör virðist vera að eiga sér stað, og þá sérstaklega gagnvart kynferðisofbeldi í íslensku samfélagi.

Íslenskt vinnuumhverfi er ekki jafnréttisparadís
Í mörg ár hefur verið klifað á þeirri hugmynd að Ísland sé jafnréttisparadís. Á dögunum birtist okkur enn önnur sprungan á þeirri ímynd og í þetta skiptið var hún ansi stór. Þriðjungur kvenna á íslenskum vinnumarkaði hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni. Þetta kom fram í stórri rannsókn um umfang áreitni og ofbeldis gegn konum á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu Lancet.

Besta lyfið við slitgigt
Slitgigt er algengasti sjúkdómurinn sem leggst á liði og er algengasta orsök minnkaðrar hreyfigetu hjá eldra fólki. Þó að tíðni slitgigtar aukist með hækkandi aldri kemur hún ósjaldan fyrir hjá fólki strax á þrítugs- og fertugsaldri.

Fimm brauð, tveir fiskar
Í Nýja Testamentinu segir frá því þegar Jesús fóðraði 5000 manns (og þegar ég segi manns, þá voru það víst 5000 karlar, því konur og börn virtist óþarfi að telja) með aðeins fimm brauðum og tveimur fiskum.

Að skapa sína eigin karlmennsku
Hvað þarf til, til að vera sinn eiginn karlmaður? Þetta er spurning sem samfélagið reynir að svara vegna þess að orðið karlmennska hefur tekið miklum breytingum síðastliðnu áratugi. Eins og sé verið að endurskilgreina karlmennsku á ný. Af hverju er verið að endurskilgreina karlmennsku?

Umferðaröryggi skólabarna
Árlega slasast 56 börn á aldrinum 0-14 ára sem gangandi eða hjólandi vegfarendur í umferðinni. Til viðbótar slasast árlega 53 börn í bifreiðum og tvö til þrjú í hópbifreiðum í þessum sama aldurshópi en þessar upplýsingar má lesa úr slysaskýrslu Samgöngustofu.

Yngsta skólastigið þarf á raunhæfum lausnum að halda
Skóli er svo mikið meira en eingöngu veggir. Ómissandi breytur í því sem skapa skóla eru nemendur og kennarar. Nemendur sem þroska og efla félagslegan-, siðferðilegan og vitsmunalegan vöxt sinn. Kennarar sem skapa gæði með sérfræðiþekkingu sinni og fagmennsku, þar sem samvinna, ígrundun, þekkingaröflun og þróun ræður ríkjum.

Staða Íslands sterk í orkumálum
Við bæði sjáum og finnum á eigin skinni að hagkerfi heimsins eiga nú við ramman reip að draga í baráttunni við háa verðbólgu. Orkuverð í Evrópu hefur sjaldan verið hærra og ógnar það fjármálastöðugleika í álfunni. Verðbólguspár í Evrópu fara hækkandi og er því eins farið á Íslandi þar sem hátt húsnæðisverð og einkaneysla hafa drifið verðbólguna áfram. Þrátt fyrir að hafa séð örlitla verðbólgulækkun hér á landi í lok ágústmánaðar, er full snemmt að lýsa yfir sigri.

Fasteignamarkaður á vendipunkti
Ellefu hundruð kaupsamningar á mánuði. Það er meðalfjöldi fasteignakaupsamninga sem þinglýst er á mánuði, hvort sem við horfum á það sem af er þessu ári eða meðaltal seinast liðinna ára.

Einkavæðingu Vífilsstaða skotið á frest
Föstudaginn 2. september var starfsfólk Vífilsstaða enn boðað á fund um rekstur og framtíð þeirra, eða Öldrunardeildar H í Landspítala, eins og Vífilsstaðir heita á vefsíðu sjúkrahússins. Á fundinum var mönnum tjáð að ekkert yrði úr áformum um að bjóða út þá starfsemi sem þar færi fram um „fyrirsjáanlega framtíð“.

Höfum við gleymt því, sem öllu máli skiptir?
Sama hvernig við lítum á málin er náttúran sá hornsteinn sem við þurfum að byggja á. Án hennar verður engin sjálfbærni, og ekkert sjálfstæði.

Leikskólabörn höfð að féþúfu undir hlífiskildi Reykjavíkurborgar
Í Reykjavík er starfræktur leikskólinn Sælukot sem er rekinn af sértrúarsöfnuði sem telur um 10 manns á Íslandi. Þessi söfnuður kallast Ananda Marga og hefur í gegnum tíðina verið bendlaður við hryðjuverk víða um heim.

Er íslenska óvinsæl?
Seinustu áratugi hafa rannsóknir sýnt að íslenska sé orðin óvinsæl námsgrein á flestum skólastigum og í kjölfarið er spurt hvort óvinsældirnar nái til tungumálsins sjálfs. Ef til vill er það ansi stórt stökk í rökfærslunni í ljósi þess að íslenska er grundvallarþáttur í lífi allra íslenskra málhafa, svo ríkur þáttur að allt eins mætti spyrja hvort hendur okkar eða fætur séu óvinsælar.