Verðhjöðnun en væntingar óbreyttar 12. júlí 2004 00:01 Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,5 prósent í júlí sem er tölvert meira en spár greiningardeilda bankanna gerðu ráð fyrir. "Þetta eru í sjálfu sér ánægjuleg tíðindi," segir Ingimundur Friðriksson, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans. "Þetta breytir hins vegar ekki neinum grundvallaratriðum um ákvarðanir Seðlabankans." Seðlabankinn gerði ráð fyrir því á spá sinni að tólf mánaða verðbólga yrði um og yfir þolmörk verðbólgumarkmiðs bankans sem eru fjögur prósent. Verðbólga síðustu tólf mánaða er nú 3,6 prósent. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5 prósent. Verðbólgan er því enn vel yfir því markmiði og gera má ráð fyrir að svo verði á næstunni. Lækkunin nú skýrist að stærstum hluta af liðnum: föt og skór. Útsölur eru hafnar og eru áhrif liðarins á vísitöluna 0,45 prósent til lækkunar. Markaðsverð húsnæðis hækkar enn, en á móti kemur að áhrif kerfisbreytingar í íbúðalánakerfi veldur lækkun húsnæðisliðar, þannig að sá liður stendur nánast í stað. Greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir því að verðbólgan í júlí yrði frá núll niður í - 0,2 prósent. Kristinn Árnason, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans, segir að frávik vísitölunnar frá spá bankans skýrist af húsnæðisliðnum sem hafi ekki hækkað eins mikið og Landsbankinn bjóst við. "Við gerðum ráð fyrir áhrifum af útsölunum," segir Kristinn. Greiningardeildir hafa vanmetið þann lið síðustu mánuði, en nú varð minni hækkun á húsnæði en gert var ráð fyrir. Kristinn tekur undir með Ingimundi að tíðindin nú breyti ekki stóru myndinnni, enda þótt þau veki vonir um að verðbólguþrýstingur sé heldur minni í augnablikinu en menn bjuggust við. Fleiri mælingar þurfi til þess að mat á stöðu efnahagsmála og verðbólguhorfa breytist fyrir næstu mánuði. Kristinn á von á því að Seðlabankinn haldi sínu striki. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar, segir frávikið frá - 0,2 prósenta spá bankans helgast af því að ekki hafi verið gert ráð fyrir svo miklum áhrifum til lækkunar af breytingu íbúðalánakerfisins. Líklegt sé að sú breyting muni einnig hafa áhrif til lækkunar í vísitölunni fyrir ágúst. "Forsendur til lengri tíma hafa ekki breyst að okkar mati og spár okkar um vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa ekki breyst við þessa niðurstöðu." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,5 prósent í júlí sem er tölvert meira en spár greiningardeilda bankanna gerðu ráð fyrir. "Þetta eru í sjálfu sér ánægjuleg tíðindi," segir Ingimundur Friðriksson, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans. "Þetta breytir hins vegar ekki neinum grundvallaratriðum um ákvarðanir Seðlabankans." Seðlabankinn gerði ráð fyrir því á spá sinni að tólf mánaða verðbólga yrði um og yfir þolmörk verðbólgumarkmiðs bankans sem eru fjögur prósent. Verðbólga síðustu tólf mánaða er nú 3,6 prósent. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5 prósent. Verðbólgan er því enn vel yfir því markmiði og gera má ráð fyrir að svo verði á næstunni. Lækkunin nú skýrist að stærstum hluta af liðnum: föt og skór. Útsölur eru hafnar og eru áhrif liðarins á vísitöluna 0,45 prósent til lækkunar. Markaðsverð húsnæðis hækkar enn, en á móti kemur að áhrif kerfisbreytingar í íbúðalánakerfi veldur lækkun húsnæðisliðar, þannig að sá liður stendur nánast í stað. Greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir því að verðbólgan í júlí yrði frá núll niður í - 0,2 prósent. Kristinn Árnason, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans, segir að frávik vísitölunnar frá spá bankans skýrist af húsnæðisliðnum sem hafi ekki hækkað eins mikið og Landsbankinn bjóst við. "Við gerðum ráð fyrir áhrifum af útsölunum," segir Kristinn. Greiningardeildir hafa vanmetið þann lið síðustu mánuði, en nú varð minni hækkun á húsnæði en gert var ráð fyrir. Kristinn tekur undir með Ingimundi að tíðindin nú breyti ekki stóru myndinnni, enda þótt þau veki vonir um að verðbólguþrýstingur sé heldur minni í augnablikinu en menn bjuggust við. Fleiri mælingar þurfi til þess að mat á stöðu efnahagsmála og verðbólguhorfa breytist fyrir næstu mánuði. Kristinn á von á því að Seðlabankinn haldi sínu striki. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar, segir frávikið frá - 0,2 prósenta spá bankans helgast af því að ekki hafi verið gert ráð fyrir svo miklum áhrifum til lækkunar af breytingu íbúðalánakerfisins. Líklegt sé að sú breyting muni einnig hafa áhrif til lækkunar í vísitölunni fyrir ágúst. "Forsendur til lengri tíma hafa ekki breyst að okkar mati og spár okkar um vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa ekki breyst við þessa niðurstöðu."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira