Ráðhúsið hefur sín leynivopn 19. apríl 2005 00:01 Ólöf Ingólfsdóttir danshöfundur á ekki erfitt með að nefna falleg hús í miðbæ Reykjavíkur. "Það eru mörg flott hús í miðbænum þar sem ég bý, til dæmis Borgarbókasafnið og Fríkirkjuvegur 11. En það hús sem kom fyrst upp í hugann þegar ég var beðin um að nefna uppáhaldshús er Ráðhúsið við tjörnina. Ekki endilega af því að það sé allt svo fallegt við þetta hús heldur eru ákveðnir hlutir við það sem mér finnst mjög skemmtilegir og þá kannski frekar utan á húsinu en inni í því. Til dæmis staðsetningin. Það að húsið sé byggt út í vatnið gefur kost á brúnni, sem mér finnst alveg æðislegt að ganga yfir og fylgjast með vatninu og fuglunum undir. Handriðið á brúnni er skemmtilega formað og fer svo vel í hendi. Ef maður er heppinn slást snúrurnar á flaggstöngunum mishratt í rokinu og þá fær maður lítið tónverk í leiðinni." Ólöf segir Ráðhúsið hafa sín leynivopn og bendir á fleiri. "Eitt annað sem er skemmtilegt er ljósin í tjörninni sem lýsa upp húsið í gegnum vatnið. Þá kemur gárumunstur á húsið og ég hef tekið eftir því að stundum sitja endur á ljósunum, einkum á veturna. Kannski eru þær að hlýja sér á tánum. Svo er það líka mosinn utan á húsinu Vonarstrætismegin og vatnið sem seytlar niður hann. Upplifun mín af húsinu er mjög tengd vatninu, maður gengur yfir vatnið, sér ljósið í gegnum vatnið og svo er það mosinn sem er þarna út af þessu vatni." Ólöf hefur einu sinni dansað inni í Ráðhúsinu og einu sinni fyrir utan það, á tjörninni miðri. Á sumardaginn fyrsta dansar hún hins vegar í Borgarleikhúsinu. "Dansleikhúsið frumsýnir þá fjögur ný íslensk verk og eitt þeirra er eftir mig. Það heitir Hetkinen - minningarbrot frá Finnlandi en Hetkinen þýðir augnablik á finnsku. Verkið er samið út frá ýmsum minningarbrotum en ég hef oft dvalið í Finnlandi í lengri eða skemmri tíma." Dansverkið Augnablik í Ráðhúsinu virðist samt líka vera í burðarliðnum... Hús og heimili Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
Ólöf Ingólfsdóttir danshöfundur á ekki erfitt með að nefna falleg hús í miðbæ Reykjavíkur. "Það eru mörg flott hús í miðbænum þar sem ég bý, til dæmis Borgarbókasafnið og Fríkirkjuvegur 11. En það hús sem kom fyrst upp í hugann þegar ég var beðin um að nefna uppáhaldshús er Ráðhúsið við tjörnina. Ekki endilega af því að það sé allt svo fallegt við þetta hús heldur eru ákveðnir hlutir við það sem mér finnst mjög skemmtilegir og þá kannski frekar utan á húsinu en inni í því. Til dæmis staðsetningin. Það að húsið sé byggt út í vatnið gefur kost á brúnni, sem mér finnst alveg æðislegt að ganga yfir og fylgjast með vatninu og fuglunum undir. Handriðið á brúnni er skemmtilega formað og fer svo vel í hendi. Ef maður er heppinn slást snúrurnar á flaggstöngunum mishratt í rokinu og þá fær maður lítið tónverk í leiðinni." Ólöf segir Ráðhúsið hafa sín leynivopn og bendir á fleiri. "Eitt annað sem er skemmtilegt er ljósin í tjörninni sem lýsa upp húsið í gegnum vatnið. Þá kemur gárumunstur á húsið og ég hef tekið eftir því að stundum sitja endur á ljósunum, einkum á veturna. Kannski eru þær að hlýja sér á tánum. Svo er það líka mosinn utan á húsinu Vonarstrætismegin og vatnið sem seytlar niður hann. Upplifun mín af húsinu er mjög tengd vatninu, maður gengur yfir vatnið, sér ljósið í gegnum vatnið og svo er það mosinn sem er þarna út af þessu vatni." Ólöf hefur einu sinni dansað inni í Ráðhúsinu og einu sinni fyrir utan það, á tjörninni miðri. Á sumardaginn fyrsta dansar hún hins vegar í Borgarleikhúsinu. "Dansleikhúsið frumsýnir þá fjögur ný íslensk verk og eitt þeirra er eftir mig. Það heitir Hetkinen - minningarbrot frá Finnlandi en Hetkinen þýðir augnablik á finnsku. Verkið er samið út frá ýmsum minningarbrotum en ég hef oft dvalið í Finnlandi í lengri eða skemmri tíma." Dansverkið Augnablik í Ráðhúsinu virðist samt líka vera í burðarliðnum...
Hús og heimili Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira