Ryðgaðir Haukar unnu Val 19. apríl 2005 00:01 Íslandsmeistarar Hauka sigruðu Val í kvöld með fjórum mörkum, 29-25, þótt þeir hafi verið frekar ryðgaðir eftir 12 daga hvíld. Breiddin brást hjá Valsmönnum en aðeins tveir leikmenn - Heimir Örn Árnason og Vilhjálmur Ingi Halldórsson - létu að sér kveða í þeirra liði í kvöld. Aðrir voru í daprir eða hreinlega í tómu rugli. Valsmenn skoruðu fyrsta mark leiksins í kvöld en Haukar tóku völdin strax í kjölfarið. Þeir leiddu nánast allan fyrri hálfleikinn og þegar fyrri hálfleikur var allur leiddu heimamenn með tveim mörkum, 14-12. Sami munur hélst framan af síðari hálfleik en Valsmenn gáfu síðan aðeins í eftir um tíu mínútur og náðu að jafna muninn, 18-18. Valur jafnaði aftur 20-20 en þá misstu þeir mann af velli. Haukar nýttu sér það í botn og skoruðu þrjú mörk í röð, 23-20. Valsmenn neituðu af gefast upp og með Vilhjálm í broddi fylkingar jöfnuðu þeir leikinn á ný, 23-23, og spennan var rafmögnuð allt til enda. Í stöðunni 26-25 varði Birkir Ívar frá Vilhjálmi í stöng og Haukar fengu boltann með 2 mínútur eftir af leiknum. Gísli Jón Þórisson fiskaðí víti sem Þórir Ólafsson skoraði úr þegar tæplega ein og hálf mínúta var eftir af leiknum, 27-25. Vilhjálmur skaut aftur fyrir Valsmenn en Birkir Ívar varði á ný og gulltryggði þar með sigur Hauka því aðeins 45 sekúndur voru eftir þegar Vilhjálmur skaut að marki Haukanna. Haukarnir skoruðu síðan tvö mörk á lokasekúndunum enda voru Valsmenn hættir. Vignir Svavarsson og Andri Stefan léku best Hauka í gær og Ásgeir Örn laumaði inn mikilvægum mörkum. Birkir Ívar hefur oft varið betur en steig upp þegar á þurfti að halda. Það var mikill vandræðagangur á Valsliðinu í gær og í raun með ólíkindum að þeir hafi verið inn í leiknum fram á síðustu mínútu. Þeir töpuðu boltanum æði oft á klaufalegan hátt og það segir sitt um hversu ryðgaðir Haukar voru að tveir einstaklingar héldu Val inn í leiknum allt til enda. Þeir fengu gullið tækifæri í kvöld til þess að leggja Hauka á útivelli og fá slíkt tækifæri tæplega aftur. - HBGHaukar-Valur 29-25 (14-12)Mörk Hauka (skot): Vignir Svavarsson 7 (8), Andri Stefan 7 (14), Ásgeir Örn Hallgrímsson 5 (10), Þórir Ólafsson 5/1 (7/1), Jón Karl Björnsson 5/3 (8/4). Hraðaupphlaup: 8 (Þórir 3, Andri 3, Vignir, Ásgeir Örn). Fiskuð víti: 5 (Halldór Ingólfsson 2, Ásgeir, Vignir, Gísli Jón Þórisson.) Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16. Mörk Vals (skot): Vilhjálmur Ingi Halldórsson 11/1 (20/1), Heimir Örn Árnason 8 (11), Baldvin Þorsteinsson 2 (2), Brendan Þorvaldsson 2 (3), Fannar Friðgeirsson 1 (3), Hjalti Þór Pálmason 1 (8). Hraðaupphlaup: 6 (Heimir Örn 3, Vilhjálmur 2, Baldvin). Fiskuð víti: 1 (Brendan). Varin skot: Pálmar Pétursson 10, Hlynur Jóhannesson 8/1. Íslenski handboltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira
Íslandsmeistarar Hauka sigruðu Val í kvöld með fjórum mörkum, 29-25, þótt þeir hafi verið frekar ryðgaðir eftir 12 daga hvíld. Breiddin brást hjá Valsmönnum en aðeins tveir leikmenn - Heimir Örn Árnason og Vilhjálmur Ingi Halldórsson - létu að sér kveða í þeirra liði í kvöld. Aðrir voru í daprir eða hreinlega í tómu rugli. Valsmenn skoruðu fyrsta mark leiksins í kvöld en Haukar tóku völdin strax í kjölfarið. Þeir leiddu nánast allan fyrri hálfleikinn og þegar fyrri hálfleikur var allur leiddu heimamenn með tveim mörkum, 14-12. Sami munur hélst framan af síðari hálfleik en Valsmenn gáfu síðan aðeins í eftir um tíu mínútur og náðu að jafna muninn, 18-18. Valur jafnaði aftur 20-20 en þá misstu þeir mann af velli. Haukar nýttu sér það í botn og skoruðu þrjú mörk í röð, 23-20. Valsmenn neituðu af gefast upp og með Vilhjálm í broddi fylkingar jöfnuðu þeir leikinn á ný, 23-23, og spennan var rafmögnuð allt til enda. Í stöðunni 26-25 varði Birkir Ívar frá Vilhjálmi í stöng og Haukar fengu boltann með 2 mínútur eftir af leiknum. Gísli Jón Þórisson fiskaðí víti sem Þórir Ólafsson skoraði úr þegar tæplega ein og hálf mínúta var eftir af leiknum, 27-25. Vilhjálmur skaut aftur fyrir Valsmenn en Birkir Ívar varði á ný og gulltryggði þar með sigur Hauka því aðeins 45 sekúndur voru eftir þegar Vilhjálmur skaut að marki Haukanna. Haukarnir skoruðu síðan tvö mörk á lokasekúndunum enda voru Valsmenn hættir. Vignir Svavarsson og Andri Stefan léku best Hauka í gær og Ásgeir Örn laumaði inn mikilvægum mörkum. Birkir Ívar hefur oft varið betur en steig upp þegar á þurfti að halda. Það var mikill vandræðagangur á Valsliðinu í gær og í raun með ólíkindum að þeir hafi verið inn í leiknum fram á síðustu mínútu. Þeir töpuðu boltanum æði oft á klaufalegan hátt og það segir sitt um hversu ryðgaðir Haukar voru að tveir einstaklingar héldu Val inn í leiknum allt til enda. Þeir fengu gullið tækifæri í kvöld til þess að leggja Hauka á útivelli og fá slíkt tækifæri tæplega aftur. - HBGHaukar-Valur 29-25 (14-12)Mörk Hauka (skot): Vignir Svavarsson 7 (8), Andri Stefan 7 (14), Ásgeir Örn Hallgrímsson 5 (10), Þórir Ólafsson 5/1 (7/1), Jón Karl Björnsson 5/3 (8/4). Hraðaupphlaup: 8 (Þórir 3, Andri 3, Vignir, Ásgeir Örn). Fiskuð víti: 5 (Halldór Ingólfsson 2, Ásgeir, Vignir, Gísli Jón Þórisson.) Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16. Mörk Vals (skot): Vilhjálmur Ingi Halldórsson 11/1 (20/1), Heimir Örn Árnason 8 (11), Baldvin Þorsteinsson 2 (2), Brendan Þorvaldsson 2 (3), Fannar Friðgeirsson 1 (3), Hjalti Þór Pálmason 1 (8). Hraðaupphlaup: 6 (Heimir Örn 3, Vilhjálmur 2, Baldvin). Fiskuð víti: 1 (Brendan). Varin skot: Pálmar Pétursson 10, Hlynur Jóhannesson 8/1.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira