Dallas 0 - Houston 1 24. apríl 2005 00:01 Aðdáendur NBA körfuboltans þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrstu óvæntu úrslitunum í úrslitakeppninni þetta árið. Houston Rockets settu einvígi sitt við granna sína í Dallas upp í loft með góðum útisigri, 98-86 og hefur nú tryggt sér oddaleikinn í seríunni. Houston náði forystunni snemma í leiknum, ekki síst fyrir tilstilli stórleiks Tracy McGrady, sem skoraði meirihlutann af 34 stigum sínum í fyrri hálfleik. Hann skoraði körfur í öllum regnbogans litum og Dallas réði ekkert við hann, frekar en nokkuð annað lið þegar hann er í ham. "Minn tími er kominn. Ég er stútfullur af sjálfstrausti og mér er að takast að koma slíku sjálfstrausti í allt liðið," sagði McGrady eftir leikinn, en hann hefur aldrei efast um eigið ágæti á körfuboltavellinum. Dallas náði að saxa á forskot Houston í þriðja leikhlutanum, en þá stigu varamenn Houston fram fyrir skjöldu og vörðu forystuna með mikilvægum körfum, sem nægðu liðinu til sigurs og nú hefur Houston pálmann í höndunum í rimmunni. Mike James, sem gekk til liðs við Houston frá meisturum Detroit í vetur, var sérstaklega mikilvægur á lokasprettinum og skoraði meðal annars þrjár körfur í röð og svaraði áhlaupi Dallas. "Ég veit hvað til þarf til að vinna meistaratitilinn og ég reyni að gera mitt til að hjálpa liðinu vinna," sagði James, sem setti upp meistarahring sinn í búningsklefanum eftir leikinn til að halda upp á sigurinn. Það sem varð Dallas öðru fremur að falli í leiknum var slakur leikur frá lykilmanni þeirra, Dirk Nowitzki, en hann náði sér aldrei á strik í leiknum og hitti aðeins úr 5 af 19 skotum sínum utan af velli, þar af aðeins einu af tíu í síðari hálfleiknum. Atkvæðamestir hjá Dallas:Dirk Nowitzki 21 stig (7 fráköst, 6 tapaðir boltar, 5 af 19 í skotum utan af velli), Josh Howard 17 stig (10 fráköst), Jason Terry 17 stig, Jerry Stackhouse 14 stig.Atkvæðamestir hjá Houston:Tracy McGrady 34 stig (6 stoðs, 5 fráköst), Mike James 16 stig, Yao Ming 11 stig (8 fráköst, 6 villur), Dikembe Mutombo 8 stig (8 frák.) NBA Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Í beinni: Leganes - Barcelona | Léttvæg hindrun fyrir Börsunga Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sjá meira
Aðdáendur NBA körfuboltans þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrstu óvæntu úrslitunum í úrslitakeppninni þetta árið. Houston Rockets settu einvígi sitt við granna sína í Dallas upp í loft með góðum útisigri, 98-86 og hefur nú tryggt sér oddaleikinn í seríunni. Houston náði forystunni snemma í leiknum, ekki síst fyrir tilstilli stórleiks Tracy McGrady, sem skoraði meirihlutann af 34 stigum sínum í fyrri hálfleik. Hann skoraði körfur í öllum regnbogans litum og Dallas réði ekkert við hann, frekar en nokkuð annað lið þegar hann er í ham. "Minn tími er kominn. Ég er stútfullur af sjálfstrausti og mér er að takast að koma slíku sjálfstrausti í allt liðið," sagði McGrady eftir leikinn, en hann hefur aldrei efast um eigið ágæti á körfuboltavellinum. Dallas náði að saxa á forskot Houston í þriðja leikhlutanum, en þá stigu varamenn Houston fram fyrir skjöldu og vörðu forystuna með mikilvægum körfum, sem nægðu liðinu til sigurs og nú hefur Houston pálmann í höndunum í rimmunni. Mike James, sem gekk til liðs við Houston frá meisturum Detroit í vetur, var sérstaklega mikilvægur á lokasprettinum og skoraði meðal annars þrjár körfur í röð og svaraði áhlaupi Dallas. "Ég veit hvað til þarf til að vinna meistaratitilinn og ég reyni að gera mitt til að hjálpa liðinu vinna," sagði James, sem setti upp meistarahring sinn í búningsklefanum eftir leikinn til að halda upp á sigurinn. Það sem varð Dallas öðru fremur að falli í leiknum var slakur leikur frá lykilmanni þeirra, Dirk Nowitzki, en hann náði sér aldrei á strik í leiknum og hitti aðeins úr 5 af 19 skotum sínum utan af velli, þar af aðeins einu af tíu í síðari hálfleiknum. Atkvæðamestir hjá Dallas:Dirk Nowitzki 21 stig (7 fráköst, 6 tapaðir boltar, 5 af 19 í skotum utan af velli), Josh Howard 17 stig (10 fráköst), Jason Terry 17 stig, Jerry Stackhouse 14 stig.Atkvæðamestir hjá Houston:Tracy McGrady 34 stig (6 stoðs, 5 fráköst), Mike James 16 stig, Yao Ming 11 stig (8 fráköst, 6 villur), Dikembe Mutombo 8 stig (8 frák.)
NBA Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Í beinni: Leganes - Barcelona | Léttvæg hindrun fyrir Börsunga Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti