Detroit 2 - Philadelphia 1 30. apríl 2005 00:01 Nordic Photos/Getty Images Larry Brown, þjálfari Detroit Pistons, þekkir Allen Iverson hjá Philadelphia betur en flestir, eftir að hann þjálfaði hann í sex ár og gat því varað leikmenn sína við því að Iverson kæmi ákveðinn til leiks í nótt. Þeir áttu hinsvegar engin svör við stórleik hans og Iverson leiddi sína menn til sigurs 115-104. Allen Iverson fór á kostum í leiknum í nótt og skoraði 37 stig og átti 15 stoðsendingar og var eins og endranær, maðurinn á bak við sigur sinna manna. Þegar leikurinn var í járnum í fjórða leikhlutanum, keyrði Iverson inn í hindrun sem Rasheed Wallace setti á hann, með þeim afleiðingum að sá stutti lá eftir vankaður í gólfinu. Í næstu sókn keyrði hann inn í teginn hjá Pistons, dró að sér tvo varnarmenn og sendi boltann út fyrir þriggja stiga línuna, þar sem Andre Iquodala stóð galopinn og setti niður skot sitt, sem sneri leiknum endanlega á band Philadelphia. Iverson átti fimm stoðsendingar í fjórða leikhlutanum. "Iverson var ótrúlegur í kvöld. Ég þjálfaði hann hérna um árið þegar við fórum í úrslitin, sama ár og hann var valinn leikmaður ársins, en ég held að þetta hafi verði besti leikur hans í úrslitakeppni á ferlinum. Það er erfitt að vita nákvæmlega hvað hann mun gera, en geta ekkert gert í því. Okkar takmark er líka að reyna að halda aftur af öllum hinum leikmönnum liðsins, það getur enginn stöðvað Allen Iverson," sagði Larry Brown eftir leikinn. Detroit leiðir í einvíginu 2-1 og næsti leikur fer einnig fram í Philadelphia. Ben Wallace, miðherji Detroit, átti besta leik sinn á ferlinum í nótt og skoraði 29 stig og hirti 16 fráköst, en það dugði meisturunum ekki í leiknum, enda fengu þeir aðeins 2 stig frá varamönnum sínum allan leikinn. Atkvæðamestir í liði Detroit:Ben Wallace 29 stig (16 frák), Richard Hamilton 24 stig (12 stoðs), Tayshaun Prince 19 stig (5 frák, 5 stoðs), Rasheed Wallace 15 stig, Chauncey Billups 15 stig (6 frák, 8 stoðs).Atkvæðamestir hjá Philadelphia:Allen Iverson 37 stig (15 stoðs), Chris Webber 19 stig (6 frák), Rodney Rogers 15 stig, Samuel Dalembert 14 (10 frák), Andre Iquodala 13 stig (5 stolnir), Kyle Korver 9 stig, Marc Jackson 6 stig. NBA Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn „Það verður alltaf talað um hana“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Í beinni: Haukar - ÍBV | Hver veitir fyrsta höggið? Í beinni: Aston Villa - PSG | Brött brekka fyrir heimamenn Í kvöld: Dortmund - Barcelona | Óvinnandi verk eða hvað? Í beinni: ÍR - Stjarnan | Oddaleikur eða sumarfrí Í beinni: Þróttur - Fram | Fyrsti leikur Framkvenna í efstu deild í 37 ár Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Parham leiðir fyrir lokaumferðina Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Þetta var manndrápstilraun“ Dagskráin í dag: Besta deild kvenna rúllar af stað, Meistaradeild Evrópu, NBA og margt fleira Sjá meira
Larry Brown, þjálfari Detroit Pistons, þekkir Allen Iverson hjá Philadelphia betur en flestir, eftir að hann þjálfaði hann í sex ár og gat því varað leikmenn sína við því að Iverson kæmi ákveðinn til leiks í nótt. Þeir áttu hinsvegar engin svör við stórleik hans og Iverson leiddi sína menn til sigurs 115-104. Allen Iverson fór á kostum í leiknum í nótt og skoraði 37 stig og átti 15 stoðsendingar og var eins og endranær, maðurinn á bak við sigur sinna manna. Þegar leikurinn var í járnum í fjórða leikhlutanum, keyrði Iverson inn í hindrun sem Rasheed Wallace setti á hann, með þeim afleiðingum að sá stutti lá eftir vankaður í gólfinu. Í næstu sókn keyrði hann inn í teginn hjá Pistons, dró að sér tvo varnarmenn og sendi boltann út fyrir þriggja stiga línuna, þar sem Andre Iquodala stóð galopinn og setti niður skot sitt, sem sneri leiknum endanlega á band Philadelphia. Iverson átti fimm stoðsendingar í fjórða leikhlutanum. "Iverson var ótrúlegur í kvöld. Ég þjálfaði hann hérna um árið þegar við fórum í úrslitin, sama ár og hann var valinn leikmaður ársins, en ég held að þetta hafi verði besti leikur hans í úrslitakeppni á ferlinum. Það er erfitt að vita nákvæmlega hvað hann mun gera, en geta ekkert gert í því. Okkar takmark er líka að reyna að halda aftur af öllum hinum leikmönnum liðsins, það getur enginn stöðvað Allen Iverson," sagði Larry Brown eftir leikinn. Detroit leiðir í einvíginu 2-1 og næsti leikur fer einnig fram í Philadelphia. Ben Wallace, miðherji Detroit, átti besta leik sinn á ferlinum í nótt og skoraði 29 stig og hirti 16 fráköst, en það dugði meisturunum ekki í leiknum, enda fengu þeir aðeins 2 stig frá varamönnum sínum allan leikinn. Atkvæðamestir í liði Detroit:Ben Wallace 29 stig (16 frák), Richard Hamilton 24 stig (12 stoðs), Tayshaun Prince 19 stig (5 frák, 5 stoðs), Rasheed Wallace 15 stig, Chauncey Billups 15 stig (6 frák, 8 stoðs).Atkvæðamestir hjá Philadelphia:Allen Iverson 37 stig (15 stoðs), Chris Webber 19 stig (6 frák), Rodney Rogers 15 stig, Samuel Dalembert 14 (10 frák), Andre Iquodala 13 stig (5 stolnir), Kyle Korver 9 stig, Marc Jackson 6 stig.
NBA Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn „Það verður alltaf talað um hana“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Í beinni: Haukar - ÍBV | Hver veitir fyrsta höggið? Í beinni: Aston Villa - PSG | Brött brekka fyrir heimamenn Í kvöld: Dortmund - Barcelona | Óvinnandi verk eða hvað? Í beinni: ÍR - Stjarnan | Oddaleikur eða sumarfrí Í beinni: Þróttur - Fram | Fyrsti leikur Framkvenna í efstu deild í 37 ár Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Parham leiðir fyrir lokaumferðina Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Þetta var manndrápstilraun“ Dagskráin í dag: Besta deild kvenna rúllar af stað, Meistaradeild Evrópu, NBA og margt fleira Sjá meira