Átök í vændum um Íslandsbanka 1. júní 2005 00:01 Átök eru í vændum um yfirráð í Íslandsbanka og talið víst að Straumur búi sig undir lokaslaginn. Þetta er mat viðmælenda fréttastofunnar í ljósi hlutafjárkaupa æðstu yfirstjórnenda bankans í gær. Átök hafa verið innan Íslandsbanka um hríð og hefur armur tengdur Bjarna Ármannssyni forstjóra reynt að halda yfirráðum. Síðast í gær keyptu Bjarni og Einar Sveinsson stjórnarformaður, ásamt fimm framkvæmdastjórum bankans, hlut í bankanum fyrir 3,2 milljarða króna, en fyrir þá fjárhæð fékkst 1,8 prósent hlutafjárins í Íslandsbanka. Bjarni Ármannsson keypti fyrir ríflega 1300 milljónir og Einar Sveinsson fyrir ríflega 500 milljónir. Aðrir lykilstjórnendur keyptu fyrir um 226 milljónir hver. Greiningardeild KB banka benti í hálffimm fréttum sínum á að Þorgils Óttar Mathiesen, forstjóri Sjóvar, væri einnig í hópi kaupendanna og þótti það athyglisvert í ljósi þess að Sjóvá er nú aðeins í um þriðjungs eigu Íslandsbanka. Frank Öve Reite hjá Íslandsbanka í Noregi er annar kaupandi hlutafjár en hann var lengi vel einn nánasti samstarfsmaður norska auðmannsins Kjell Inge Rökke. Viðmælendur fréttastofunnar voru á því að kaupin væru til marks um að senn drægi til tíðinda í Íslandsbanka og töldu kaupin ýmist hluta af varnaraðgerðum Bjarna og núverandi stjórnenda, sem er næsta víst að héldu ekki vinnunni yrðu breytingar á meirihlutanum, eða að Bjarni og félagar teldu sig nú þegar hafa tapað og hefðu keypt í vissu um að gengið hækkaði þegar átökin hæfust. Þá gætu þeir haft eitthvað upp úr krafsinu. Íslandsbanki veitir lán fyrir kaupunum og því eru þau nokkuð áhættusöm þar sem gengi getur bæði hækkað og lækkað. Einn viðmælendi fréttastofunnar nefndi þann möguleika að Straumur lýsti því yfir að hafa misst áhugann. Þá gæti gengið lækkað og stjórnendur Íslandsbanka staðið illa að vígi með hlutabréf sem keypt voru á gengi sem talið er óraunhæft. Viðmælendur fréttastofunnar voru sammála um að Straumur, fjárfestingafélag sem Björgólfsfeðgarnir eiga stóran hlut í, sé í þeirri stöðu að geta ekki snúið aftur og muni því innan skamms hefja lokaslaginn um yfirráðin yfir Íslandsbanka, með það að markmiði að sameina hann Landsbankanum. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, er í fríi en sagði í samtali við fréttastofuna að hann og aðrir meðfjárfestar litu á Íslandsbanka sem áhugaverða langtímafjárfestingu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Sjá meira
Átök eru í vændum um yfirráð í Íslandsbanka og talið víst að Straumur búi sig undir lokaslaginn. Þetta er mat viðmælenda fréttastofunnar í ljósi hlutafjárkaupa æðstu yfirstjórnenda bankans í gær. Átök hafa verið innan Íslandsbanka um hríð og hefur armur tengdur Bjarna Ármannssyni forstjóra reynt að halda yfirráðum. Síðast í gær keyptu Bjarni og Einar Sveinsson stjórnarformaður, ásamt fimm framkvæmdastjórum bankans, hlut í bankanum fyrir 3,2 milljarða króna, en fyrir þá fjárhæð fékkst 1,8 prósent hlutafjárins í Íslandsbanka. Bjarni Ármannsson keypti fyrir ríflega 1300 milljónir og Einar Sveinsson fyrir ríflega 500 milljónir. Aðrir lykilstjórnendur keyptu fyrir um 226 milljónir hver. Greiningardeild KB banka benti í hálffimm fréttum sínum á að Þorgils Óttar Mathiesen, forstjóri Sjóvar, væri einnig í hópi kaupendanna og þótti það athyglisvert í ljósi þess að Sjóvá er nú aðeins í um þriðjungs eigu Íslandsbanka. Frank Öve Reite hjá Íslandsbanka í Noregi er annar kaupandi hlutafjár en hann var lengi vel einn nánasti samstarfsmaður norska auðmannsins Kjell Inge Rökke. Viðmælendur fréttastofunnar voru á því að kaupin væru til marks um að senn drægi til tíðinda í Íslandsbanka og töldu kaupin ýmist hluta af varnaraðgerðum Bjarna og núverandi stjórnenda, sem er næsta víst að héldu ekki vinnunni yrðu breytingar á meirihlutanum, eða að Bjarni og félagar teldu sig nú þegar hafa tapað og hefðu keypt í vissu um að gengið hækkaði þegar átökin hæfust. Þá gætu þeir haft eitthvað upp úr krafsinu. Íslandsbanki veitir lán fyrir kaupunum og því eru þau nokkuð áhættusöm þar sem gengi getur bæði hækkað og lækkað. Einn viðmælendi fréttastofunnar nefndi þann möguleika að Straumur lýsti því yfir að hafa misst áhugann. Þá gæti gengið lækkað og stjórnendur Íslandsbanka staðið illa að vígi með hlutabréf sem keypt voru á gengi sem talið er óraunhæft. Viðmælendur fréttastofunnar voru sammála um að Straumur, fjárfestingafélag sem Björgólfsfeðgarnir eiga stóran hlut í, sé í þeirri stöðu að geta ekki snúið aftur og muni því innan skamms hefja lokaslaginn um yfirráðin yfir Íslandsbanka, með það að markmiði að sameina hann Landsbankanum. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, er í fríi en sagði í samtali við fréttastofuna að hann og aðrir meðfjárfestar litu á Íslandsbanka sem áhugaverða langtímafjárfestingu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Sjá meira