Engir stofnfjárhlutir SPH seldir 25. júní 2005 00:01 Engir stofnfjárhlutir í Sparisjóði Hafnarfjarðar hafa verið seldir. Þetta fullyrða innanbúðarmenn hjá sjóðnum á sama tíma og Fjármálaeftirlitið sér ástæðu til að kanna hvort viðskipti með stofnfé hafi farið fram. Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar eru 47. Ríkisútvarpið og Víkurfréttir hafa fullyrt að þrjátíu þeirra hafi í síðustu viku selt 200 þúsund króna hluti sína á 48 milljónir hver með milligöngu Landsbankans í Lúxemborg. Í yfirlýsingu sem barst frá stjórn Sparisjóðsins segir að engin viðskipti hafa nokkru sinni verið með stofnbréfin. Enn fremur segir að engin beiðni hafi borist frá eigindum um að fá að framselja bréfin. Innanbúðarmenn segja sjóðinn eiga forkaupsrétt á stofnfjárhlutunum og að engin eigendaskipti hafi orðið, eins og haldið hefur verið fram. Þá vaknar sú spurning hvort stofnfjáreigendur hafi einungis fengið tilboð í hluti sína, en frá kaupum hafi ekki verið gengið. Páll Pálsson, stjórnarformaður Sparisjóðs Hafnarfjarðar, hafnaði viðtali en sagði í samtali við fréttamann að hann vissi ekki til þess að stofnfjáreigendum hafi borist tilboð. Það virðist því sem Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, sé betur upplýstur um gang mála því hann fullyrti í fréttum Stöðvar 2 á fimmtudag að hann hafi heyrt í stofnfjáreigendum sem hafi fengið slík tilboð og ef þessi áform gangi fram, þar sem hver einstakur stofnfjáreigandi ætli að stinga í vasa sinn 46-47 milljónum króna sem endurgjald fyrir framlag upp á 100-300 þúsund krónur, þá sé um að ræða bankarán um glaðbjartan dag. Ef rétt er sýna þeir stofnfjáreigendur sem fengið hafa slíkt gylliboð eftirtektarverða þagmælsku; enginn þeirra hefur stigið fram og sagst hafa fengið tilboð í sinn hlut, né heldur hafa fengist upplýsingar um það hverjir það eru sem ásælast svo mjög stofnfjárhlutina. Fjármálaeftirlitið hefur engu að síður séð ástæðu til að senda öllum stofnfjáreigendunum 47 bréf þar sem þeim er meðal annars gert að svara því fyrir mánaðarmót hvort þeir hafi selt hluti sína í sjóðnum eða fengið í þá tilboð. Innlent Viðskipti Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Engir stofnfjárhlutir í Sparisjóði Hafnarfjarðar hafa verið seldir. Þetta fullyrða innanbúðarmenn hjá sjóðnum á sama tíma og Fjármálaeftirlitið sér ástæðu til að kanna hvort viðskipti með stofnfé hafi farið fram. Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar eru 47. Ríkisútvarpið og Víkurfréttir hafa fullyrt að þrjátíu þeirra hafi í síðustu viku selt 200 þúsund króna hluti sína á 48 milljónir hver með milligöngu Landsbankans í Lúxemborg. Í yfirlýsingu sem barst frá stjórn Sparisjóðsins segir að engin viðskipti hafa nokkru sinni verið með stofnbréfin. Enn fremur segir að engin beiðni hafi borist frá eigindum um að fá að framselja bréfin. Innanbúðarmenn segja sjóðinn eiga forkaupsrétt á stofnfjárhlutunum og að engin eigendaskipti hafi orðið, eins og haldið hefur verið fram. Þá vaknar sú spurning hvort stofnfjáreigendur hafi einungis fengið tilboð í hluti sína, en frá kaupum hafi ekki verið gengið. Páll Pálsson, stjórnarformaður Sparisjóðs Hafnarfjarðar, hafnaði viðtali en sagði í samtali við fréttamann að hann vissi ekki til þess að stofnfjáreigendum hafi borist tilboð. Það virðist því sem Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, sé betur upplýstur um gang mála því hann fullyrti í fréttum Stöðvar 2 á fimmtudag að hann hafi heyrt í stofnfjáreigendum sem hafi fengið slík tilboð og ef þessi áform gangi fram, þar sem hver einstakur stofnfjáreigandi ætli að stinga í vasa sinn 46-47 milljónum króna sem endurgjald fyrir framlag upp á 100-300 þúsund krónur, þá sé um að ræða bankarán um glaðbjartan dag. Ef rétt er sýna þeir stofnfjáreigendur sem fengið hafa slíkt gylliboð eftirtektarverða þagmælsku; enginn þeirra hefur stigið fram og sagst hafa fengið tilboð í sinn hlut, né heldur hafa fengist upplýsingar um það hverjir það eru sem ásælast svo mjög stofnfjárhlutina. Fjármálaeftirlitið hefur engu að síður séð ástæðu til að senda öllum stofnfjáreigendunum 47 bréf þar sem þeim er meðal annars gert að svara því fyrir mánaðarmót hvort þeir hafi selt hluti sína í sjóðnum eða fengið í þá tilboð.
Innlent Viðskipti Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira