Bretar undrandi og reiðir 13. júlí 2005 00:01 Bretar eru undrandi og reiðir yfir því að hryðjuverkamennirnir sem sprengdu upp lestir og strætisvagn í London í vikunni, séu breskir. Skemmdarverk á heimilum, vinnustöðum og moskum múslima hafa verið tíð eftir sprengingarnar. Tony Blair hefur beðið Breta um að halda stillingu sinni og lagt áherslu á umburðarlyndi og samheldni. Tveir Bretanna sem grunaðir eru um að hafa framið hryðjuverkaárásirnar á London á fimmtudag voru 19 og 22 ára, búsettir í Leeds. Þá er talið að þriðji maðurinn sé þrítugur frá Dewsbury en grunur leikur á að tveir til viðbótar tengist sprengjuárásunum beint. Mennirnir eru allir af pakistönskum uppruna en rannsókn lögreglunnar beinist nú að því að finna alla þá sem þátt áttu í að skipuleggja árásirnar í London sem urðu fimmtíu og tveimur að bana. Lögreglan gerði í dag húsleit í sex húsum í Leeds og eru nágrannar mannanna undrandi á því að þeir hafi tengst árásunum enda vel liðnir. Talið er að mennirnir hafi starfað undir stjórn utanaðkomandi aðila og er óttast að annar hópur tilræðismanna, undir stjórn sömu aðila, sé að undirbúa fleiri árásir á bæði Bretland og víðar. Einn maður var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar í Yorkshire í gærmorgun en hann mun vera skyldur einum af meintum tilræðisumönnum. Sérfræðingar telja að höfuðpaurinn hafi farið úr landi löngu áður en árásirnar voru gerðar en talið er að hann hafi kynnt sér neðanjarðarlestarkerfi Lundúna vel og lengi áður en árásirnar voru gerðar. Þá telja ýmsir sérfræðingar að sami aðili hafi skipulagt hryðjuverkin í Madrid á síðasta ári. Undir smásjánni er 46 ára Sýrlendingur sem bjó í Lundúnum fram undir miðjan síðasta áratug en stofnaði síðar þjálfunarbúðir fyrir hryðjuverkamenn í Afghanistan. Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi fengið þjálfun í búðunum. Ekki er vitað með vissu um afdrif mannanna en talið er að meirihluti þeirra hafi flust aftur til Bretlands að þjálfun lokinni. Tony Blair og George Bush hafa lagt ríka áherslu á að haldið verði áfram að berjast gegn hryðjuverkamönnum í Austurlöndum fjær en ýmsir hafa þó bent á að betra sé að huga að málum heima fyrir, þar sé hættan ekki síðri. Tony Blair hefur lofað að vinna með samfélagi múslima í Bretlandi en margir þeirra hafa orðið fyrir aðkasti að undanförnu. Þá hafa að minnsta kosti tvær moskur verið skemmdar. Blair segir umburðarlyndi mikilvægt og að allir leggist á eitt við að vinna gegn hryðjuverkaógninni. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Bretar eru undrandi og reiðir yfir því að hryðjuverkamennirnir sem sprengdu upp lestir og strætisvagn í London í vikunni, séu breskir. Skemmdarverk á heimilum, vinnustöðum og moskum múslima hafa verið tíð eftir sprengingarnar. Tony Blair hefur beðið Breta um að halda stillingu sinni og lagt áherslu á umburðarlyndi og samheldni. Tveir Bretanna sem grunaðir eru um að hafa framið hryðjuverkaárásirnar á London á fimmtudag voru 19 og 22 ára, búsettir í Leeds. Þá er talið að þriðji maðurinn sé þrítugur frá Dewsbury en grunur leikur á að tveir til viðbótar tengist sprengjuárásunum beint. Mennirnir eru allir af pakistönskum uppruna en rannsókn lögreglunnar beinist nú að því að finna alla þá sem þátt áttu í að skipuleggja árásirnar í London sem urðu fimmtíu og tveimur að bana. Lögreglan gerði í dag húsleit í sex húsum í Leeds og eru nágrannar mannanna undrandi á því að þeir hafi tengst árásunum enda vel liðnir. Talið er að mennirnir hafi starfað undir stjórn utanaðkomandi aðila og er óttast að annar hópur tilræðismanna, undir stjórn sömu aðila, sé að undirbúa fleiri árásir á bæði Bretland og víðar. Einn maður var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar í Yorkshire í gærmorgun en hann mun vera skyldur einum af meintum tilræðisumönnum. Sérfræðingar telja að höfuðpaurinn hafi farið úr landi löngu áður en árásirnar voru gerðar en talið er að hann hafi kynnt sér neðanjarðarlestarkerfi Lundúna vel og lengi áður en árásirnar voru gerðar. Þá telja ýmsir sérfræðingar að sami aðili hafi skipulagt hryðjuverkin í Madrid á síðasta ári. Undir smásjánni er 46 ára Sýrlendingur sem bjó í Lundúnum fram undir miðjan síðasta áratug en stofnaði síðar þjálfunarbúðir fyrir hryðjuverkamenn í Afghanistan. Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi fengið þjálfun í búðunum. Ekki er vitað með vissu um afdrif mannanna en talið er að meirihluti þeirra hafi flust aftur til Bretlands að þjálfun lokinni. Tony Blair og George Bush hafa lagt ríka áherslu á að haldið verði áfram að berjast gegn hryðjuverkamönnum í Austurlöndum fjær en ýmsir hafa þó bent á að betra sé að huga að málum heima fyrir, þar sé hættan ekki síðri. Tony Blair hefur lofað að vinna með samfélagi múslima í Bretlandi en margir þeirra hafa orðið fyrir aðkasti að undanförnu. Þá hafa að minnsta kosti tvær moskur verið skemmdar. Blair segir umburðarlyndi mikilvægt og að allir leggist á eitt við að vinna gegn hryðjuverkaógninni.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira