London: Tengsl við Sádi-Arabíu 31. júlí 2005 00:01 Næsta fimmtudag verða gerðar hryðjuverkaárásir í London, samkvæmt fregnum breskra fjölmiðla í dag. Þriðji hópur hryðjuverkamanna leggur á ráðin um slíkar árásir og þungvigtarmaður innan al-Qaida er talinn skipuleggjandinn. Hans er leitað í Bretlandi en vísbendingar eru einnig um tengsl við Sádi-Arabíu. Rannsóknin á hryðjuverkunum vindur sífellt meira upp á sig og nú hefur Sunday Times eftir heimildarmönnum að líklegt sé talið að þriðja hrina hryðjuverka verði gerð næsta fimmtudag, hálfum mánuði eftir síðustu hrinu. Skotmarkið verði á ný almenningsfarartæki en í þetta sinn sé búist við sjálfsmorðsárásum. Þessi hópur herskárra íslamista er sagður hafa aðgang að miklu magni sprengiefnis og lauslega tengdur mönnunum sem gerðu tilraunir til hryðjuverka fyrir rúmri viku. Sunnudagsblaðið Observer hefur eftir heimildarmönnum að talið sé að í það minnsta einn hátt settur stjórnandi í al-Qaida sé í Bretlandi. Sá er talinn hafa tekið þátt í siglingu í Wales með nokkrum af hryðjuverkamönnunum í byrjun júní á þessu ári. Talið er að hann hafi safnað liði í nokkra sjálfstætt starfandi hópa sem þekkist ekki endilega innbyrðis. Óvíst er um tengsl hans við hópinn sem talið er að geri árásir á fimmtudaginn kemur. Lögreglan handtók sex karla og eina konu í Sussex í dag en fólkið er ekki talið búa yfir mikilvægum upplýsingum. Að auki hafa yfirvöld í Sambíu verið beðin um að framselja Haroon Rashid Aswad, herskáan Breta sem talinn er tengjast málinu. Osman Hussain, sá hryðjuverkamannanna sem handsamaður var í Róm á föstudaginn, berst nú gegn framsali til Bretlands. Ítalskir fjölmiðlar hafa birt brot úr yfirheyrslunum yfir Osman og þar segir meðal annars að hópurinn hafi engin tengsl við al-Qaida, Osama bin Laden eða þá sem gerðu fyrri bylgju árása í London þar sem yfir fimmtíu voru drepnir. Það hafi verið stjórnmál, einkum stríðið í Írak, sem hafi leitt til þess að mönnunum fannst þeir þurfa að grípa til aðgerða. Árásirnar hafi hins vegar verið hugsaðar sem mótmæli þar sem enginn átti að meiðast, segir í ítölsku blaði. Annars staðar er haft eftir Osman að þeir hafi átt að fremja sjálfsmorðsárásir. Böndin berast nú einnig til Sádi-Arabíu þar sem Osman hringdi þangað nokkrum stundum áður en hann var handsamaður. Daily Telegraph hefur fyrir því heimildir að þarlend stjórnvöld rannsaki einnig hvort höfuðpaur hryðjuverkanna kunni að eiga sér bækistöð þar. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Næsta fimmtudag verða gerðar hryðjuverkaárásir í London, samkvæmt fregnum breskra fjölmiðla í dag. Þriðji hópur hryðjuverkamanna leggur á ráðin um slíkar árásir og þungvigtarmaður innan al-Qaida er talinn skipuleggjandinn. Hans er leitað í Bretlandi en vísbendingar eru einnig um tengsl við Sádi-Arabíu. Rannsóknin á hryðjuverkunum vindur sífellt meira upp á sig og nú hefur Sunday Times eftir heimildarmönnum að líklegt sé talið að þriðja hrina hryðjuverka verði gerð næsta fimmtudag, hálfum mánuði eftir síðustu hrinu. Skotmarkið verði á ný almenningsfarartæki en í þetta sinn sé búist við sjálfsmorðsárásum. Þessi hópur herskárra íslamista er sagður hafa aðgang að miklu magni sprengiefnis og lauslega tengdur mönnunum sem gerðu tilraunir til hryðjuverka fyrir rúmri viku. Sunnudagsblaðið Observer hefur eftir heimildarmönnum að talið sé að í það minnsta einn hátt settur stjórnandi í al-Qaida sé í Bretlandi. Sá er talinn hafa tekið þátt í siglingu í Wales með nokkrum af hryðjuverkamönnunum í byrjun júní á þessu ári. Talið er að hann hafi safnað liði í nokkra sjálfstætt starfandi hópa sem þekkist ekki endilega innbyrðis. Óvíst er um tengsl hans við hópinn sem talið er að geri árásir á fimmtudaginn kemur. Lögreglan handtók sex karla og eina konu í Sussex í dag en fólkið er ekki talið búa yfir mikilvægum upplýsingum. Að auki hafa yfirvöld í Sambíu verið beðin um að framselja Haroon Rashid Aswad, herskáan Breta sem talinn er tengjast málinu. Osman Hussain, sá hryðjuverkamannanna sem handsamaður var í Róm á föstudaginn, berst nú gegn framsali til Bretlands. Ítalskir fjölmiðlar hafa birt brot úr yfirheyrslunum yfir Osman og þar segir meðal annars að hópurinn hafi engin tengsl við al-Qaida, Osama bin Laden eða þá sem gerðu fyrri bylgju árása í London þar sem yfir fimmtíu voru drepnir. Það hafi verið stjórnmál, einkum stríðið í Írak, sem hafi leitt til þess að mönnunum fannst þeir þurfa að grípa til aðgerða. Árásirnar hafi hins vegar verið hugsaðar sem mótmæli þar sem enginn átti að meiðast, segir í ítölsku blaði. Annars staðar er haft eftir Osman að þeir hafi átt að fremja sjálfsmorðsárásir. Böndin berast nú einnig til Sádi-Arabíu þar sem Osman hringdi þangað nokkrum stundum áður en hann var handsamaður. Daily Telegraph hefur fyrir því heimildir að þarlend stjórnvöld rannsaki einnig hvort höfuðpaur hryðjuverkanna kunni að eiga sér bækistöð þar.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira