Búa sig undir frekari árásir 8. ágúst 2005 00:01 Hugsanlegt er að konur og börn verði notuð í sjálfsmorðsárásum í Lundúnum, að mati sérfræðinga Scotland Yard. Franska leyniþjónustan varaði við því skömmu fyrir árásirnar sjöunda júlí síðastliðinn að al-Qaeda leggði á ráðin um árásir sem breskir Pakistanar áttu að framkvæma. Þó að tugir manna hafi verið handteknir í tengslum við rannsókn hryðjuverkanna í Lundúnum tengjast nánast allir þeirra sem eru í haldi seinni hrinu árása. Nú, um mánuði eftir árásirnar sem kostuðu yfir fimmtíu lífið, er lítið vitað um aðdraganda þeirra eða hópinn sem var að verki. Sunday Times fletti í gær ofan af hópi harðlínu múslíma sem glöddust yfir hryðjuverkunum. Leiðtogi hópsins, Omar Brooks, fordæmdi árásirnar opinberlega og sagði það brot á íslömskum sið að drepa saklaust fólk. En í lokuðum hópi stuðningsmanna sagðist hann einungis hafa átt við múslíma; það væri ekki einingis heimild heldur skylda að drepa trúleysingja. Hópurinn, sem heitir Saviour Sect, hittist á laun og félagar í honum eru svo mótfallnir breska ríkinu og öllu sem að það stendur fyrir, að þeir neita að borga skatta og aka án bifreiðatrygginga þar sem þær eru hluti kerfisins, að þeirra mati. Það eina sem er leyfilegt er að fá atvinnuleysisbætur frá því opinbera. Þó að Bretar virðist litlu nær um árásirnar sjöunda júlí segir franska dagblaðið Le Figaro frá því í dag að franska leyniþjónustan hafi varað Breta við yfirvofandi árásum al-Qaeda aðeins fáeinum dögum fyrir árásirnar. Lagt var hart að Bretum að fylgjast náið með pakistanska samfélaginu þar sem al-Qaeda hyggðist notfæra sér stuðning sem harðlínu-íslamistar nytu innan þess samfélags. Yfirvöld í Sádi-Arabíu munu einnig hafa varað Breta við, samkvæmt Observer. Símtal frá einum stjórnenda al-Qaeda í Sádi Arabíu var rakið í farsíma á Bretlandseyjum og er verið að rannsaka hvort að þar hafi höfuðpaurinn á bakvið árásirnar verið á hinum endanum. Bretar búa sig enn undir frekari árásir og í skýrslu Scotland Yard sem Times vitnar til í dag kemur fram að talið sé líklegt að konum eða börnum verði beitt í næstu árásum til að snúa á öryggiseftirlit. Þar er einnig tekið sérstaklega fram að lögreglumenn eigi ekki að einblína á karlmenn af arabískum eða norður-afrískum uppruna, þar sem að hryðjuverkamenn getið litið hvernig sem er út. Yassin Hassan Omar, Ibrahim Muktar Said og Ramzi Mohammed verða áfram í haldi bresku lögreglunnar. Þetta var ákveðið eftir að þeir mættu hjá dómara í morgun. Þar voru þeir formlega ákærðir fyrir samsæri um að myrða fólk og fyrir brot á meðferð sprengiefnis. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Hugsanlegt er að konur og börn verði notuð í sjálfsmorðsárásum í Lundúnum, að mati sérfræðinga Scotland Yard. Franska leyniþjónustan varaði við því skömmu fyrir árásirnar sjöunda júlí síðastliðinn að al-Qaeda leggði á ráðin um árásir sem breskir Pakistanar áttu að framkvæma. Þó að tugir manna hafi verið handteknir í tengslum við rannsókn hryðjuverkanna í Lundúnum tengjast nánast allir þeirra sem eru í haldi seinni hrinu árása. Nú, um mánuði eftir árásirnar sem kostuðu yfir fimmtíu lífið, er lítið vitað um aðdraganda þeirra eða hópinn sem var að verki. Sunday Times fletti í gær ofan af hópi harðlínu múslíma sem glöddust yfir hryðjuverkunum. Leiðtogi hópsins, Omar Brooks, fordæmdi árásirnar opinberlega og sagði það brot á íslömskum sið að drepa saklaust fólk. En í lokuðum hópi stuðningsmanna sagðist hann einungis hafa átt við múslíma; það væri ekki einingis heimild heldur skylda að drepa trúleysingja. Hópurinn, sem heitir Saviour Sect, hittist á laun og félagar í honum eru svo mótfallnir breska ríkinu og öllu sem að það stendur fyrir, að þeir neita að borga skatta og aka án bifreiðatrygginga þar sem þær eru hluti kerfisins, að þeirra mati. Það eina sem er leyfilegt er að fá atvinnuleysisbætur frá því opinbera. Þó að Bretar virðist litlu nær um árásirnar sjöunda júlí segir franska dagblaðið Le Figaro frá því í dag að franska leyniþjónustan hafi varað Breta við yfirvofandi árásum al-Qaeda aðeins fáeinum dögum fyrir árásirnar. Lagt var hart að Bretum að fylgjast náið með pakistanska samfélaginu þar sem al-Qaeda hyggðist notfæra sér stuðning sem harðlínu-íslamistar nytu innan þess samfélags. Yfirvöld í Sádi-Arabíu munu einnig hafa varað Breta við, samkvæmt Observer. Símtal frá einum stjórnenda al-Qaeda í Sádi Arabíu var rakið í farsíma á Bretlandseyjum og er verið að rannsaka hvort að þar hafi höfuðpaurinn á bakvið árásirnar verið á hinum endanum. Bretar búa sig enn undir frekari árásir og í skýrslu Scotland Yard sem Times vitnar til í dag kemur fram að talið sé líklegt að konum eða börnum verði beitt í næstu árásum til að snúa á öryggiseftirlit. Þar er einnig tekið sérstaklega fram að lögreglumenn eigi ekki að einblína á karlmenn af arabískum eða norður-afrískum uppruna, þar sem að hryðjuverkamenn getið litið hvernig sem er út. Yassin Hassan Omar, Ibrahim Muktar Said og Ramzi Mohammed verða áfram í haldi bresku lögreglunnar. Þetta var ákveðið eftir að þeir mættu hjá dómara í morgun. Þar voru þeir formlega ákærðir fyrir samsæri um að myrða fólk og fyrir brot á meðferð sprengiefnis.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira