Á gjörgæslu eftir hnífsstungu 21. ágúst 2005 00:01 Tvítugur piltur liggur á gjörgæsludeild eftir að hafa verið stunginn tvívegis í bakið í miðborg Reykjavíkur í nótt. Um 90 þúsund manns voru samankomin í miðborginni vegna menningarnætur og mikið var að gera hjá lögreglunni. Pilturinn var fluttur á slysadeild og gekkst undir aðgerð í nótt en við hnífsstunguna féll annað lungað í honum saman. Árásarmaðurinn var handtekinn stuttu síðar en hann fannst með aðstoð eftirlitsmyndavéla og vitna. Að sögn Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, var mikið að gera hjá hans mönnum frá því flugeldasýningunni lauk. Hann segir Menningarnæturhátíðina hafa tekist vel og vel hafi farið á með fólki. Síðan hafi það skvett aðeins úr sér þegar flugeldasýningunni hafi verið að ljúka og svo hafi það streymt úr miðborginni, en ágætlega hafi gengið að koma fjöldanum heim. Umferðin hafi verið mjög mikil en það hafi tekist á einum og hálfum tíma að gera greiðfært úr miðborginni. Geir Jón segir að upp úr miðnætti hafi komið til slagsmála á Lækjartorgi og í Hafnarstræti á milli ungmenna. Lögreglmenn á staðnum hafi sagt að fólkið hafi verið frekar illskeytt og viðskotaillt, en lögreglan kunni enga skýringu á því hvers vegna svo var. Spurður hvort mörg mál hafi komið upp í nótt játar Geir Jón því og segir að mikið hafi verið að gera hjá lögreglunni fram eftir nóttu. Spurður um alvarleg mál segir Geir Jón að ungur maður hafi verið stunginn tvisvar í bakið í Hafnarstræti en betur hafi farið en á horfðist á staðnum. Þegar Geir Jón er beðinn um að bera saman Menningarnótt nú og síðustu ár segir hann þær ekkert ósvipaðar. Hátíðin sjálf gangi alltaf vel fyrir sig. Það hafi verið heldur færra fólk á kvölddagskránni í ár en í fyrra, en þá hafi verið einmunablíða. Hins vegar hafi verið fleiri í bænum um daginn í ár en í fyrra. Svo sé hægt að skipta gestum upp í tvo hópa, gesti Menningarnætur og hefðbundna gesti veitingahúsanna um helgar. Geir Jón tekur þó skýrt fram að þessi helgi hafi í gegnum árin verið mjög stór hjá lögreglunni, en þetta sé helgin áður en skólarnir fari að byrja. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Tvítugur piltur liggur á gjörgæsludeild eftir að hafa verið stunginn tvívegis í bakið í miðborg Reykjavíkur í nótt. Um 90 þúsund manns voru samankomin í miðborginni vegna menningarnætur og mikið var að gera hjá lögreglunni. Pilturinn var fluttur á slysadeild og gekkst undir aðgerð í nótt en við hnífsstunguna féll annað lungað í honum saman. Árásarmaðurinn var handtekinn stuttu síðar en hann fannst með aðstoð eftirlitsmyndavéla og vitna. Að sögn Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, var mikið að gera hjá hans mönnum frá því flugeldasýningunni lauk. Hann segir Menningarnæturhátíðina hafa tekist vel og vel hafi farið á með fólki. Síðan hafi það skvett aðeins úr sér þegar flugeldasýningunni hafi verið að ljúka og svo hafi það streymt úr miðborginni, en ágætlega hafi gengið að koma fjöldanum heim. Umferðin hafi verið mjög mikil en það hafi tekist á einum og hálfum tíma að gera greiðfært úr miðborginni. Geir Jón segir að upp úr miðnætti hafi komið til slagsmála á Lækjartorgi og í Hafnarstræti á milli ungmenna. Lögreglmenn á staðnum hafi sagt að fólkið hafi verið frekar illskeytt og viðskotaillt, en lögreglan kunni enga skýringu á því hvers vegna svo var. Spurður hvort mörg mál hafi komið upp í nótt játar Geir Jón því og segir að mikið hafi verið að gera hjá lögreglunni fram eftir nóttu. Spurður um alvarleg mál segir Geir Jón að ungur maður hafi verið stunginn tvisvar í bakið í Hafnarstræti en betur hafi farið en á horfðist á staðnum. Þegar Geir Jón er beðinn um að bera saman Menningarnótt nú og síðustu ár segir hann þær ekkert ósvipaðar. Hátíðin sjálf gangi alltaf vel fyrir sig. Það hafi verið heldur færra fólk á kvölddagskránni í ár en í fyrra, en þá hafi verið einmunablíða. Hins vegar hafi verið fleiri í bænum um daginn í ár en í fyrra. Svo sé hægt að skipta gestum upp í tvo hópa, gesti Menningarnætur og hefðbundna gesti veitingahúsanna um helgar. Geir Jón tekur þó skýrt fram að þessi helgi hafi í gegnum árin verið mjög stór hjá lögreglunni, en þetta sé helgin áður en skólarnir fari að byrja.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira