Avion kaupir fjórar nýjar þotur 22. september 2005 00:01 Avion Group sem er alfarið í eigu Íslendinga hefur fest kaup á fjórum nýjum Boeing 777 þotum fyrir rúmlega sextíu milljarða króna. Félagið er annað tveggja flugfélaga í heiminum til að veðja á nýju vélarnar sem verða teknar í notkun árið 2009. Avion Group og Boeing undirrituðu í dag samninga um stæstu flugvélakaup Íslandssögunnar. Alls er um að ræða fjórar Boeing 777 vélar en fyrsta vélin verður afhent árið 2009. Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Atlanta, segir vélarnar hafa umtalsvert lægri viðhaldskostnað, allt að 30 prósentum lægri eldsneytiskostnað miðað við þær vélar sem félagið sé með í dag og þá sé flugdrægi þeirra lengra miðað við sömu burðargetu og vélarnar sem Atlanta noti í dag. Til viðbótar var samið um að Boeing breytti þremur 747-vélum í flutningavélar en alls er um að ræða viðskipti sem leggja sig á einn milljarð bandaríkjadala, eða jafnvirði 63 milljarða íslenskra króna. Aðspurður hvernig kaupin séu fjármögnuð segi Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, að þegar hafi verið greidd fyrirframgreiðsla úr sjóðum félagsins til þess að staðfesta pöntunina og svo verði fjármögnunin boðin út á alþjóðlegum markaði á næstu vikum. Avion Group er annað flugfélagið í heiminum til þess að kaupa Boeing 777 vélar. Magnús segir að menn hafi legið yfir hugmyndunum og séð tækifæri sem þeir telji að verði til mikils ábata þegar fram líði stundir. Mark Norris, sölustjóri Boeing á Norðurlöndum, segir markaðinn fylgjast með því hvað Avion geri og hann telji að sú staðreynd að þeir hafi valið Boeing 777 flutningavél sé til marks um ágæti áætlunarinnar. Í flota Avion Group voru fyrir viðskiptin í dag 66 flugvélar en 5000 manns starfa fyrir félagið á 85 starfsstöðvum víða um heiminn. Þar er meðtalið Eimskip sem sér um alla flutninga á sjó og ræður yfir 22 flutningaskipum. Aðspurður hvort umsvif félagsins verði meiri á Íslandi í framtíðinni segir Magnús að það fari eftir því hvaða vélarnar verði gerðar út, en auðvitað stækki félagið með tilkomu þessara flugvéla. Viðskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Sjá meira
Avion Group sem er alfarið í eigu Íslendinga hefur fest kaup á fjórum nýjum Boeing 777 þotum fyrir rúmlega sextíu milljarða króna. Félagið er annað tveggja flugfélaga í heiminum til að veðja á nýju vélarnar sem verða teknar í notkun árið 2009. Avion Group og Boeing undirrituðu í dag samninga um stæstu flugvélakaup Íslandssögunnar. Alls er um að ræða fjórar Boeing 777 vélar en fyrsta vélin verður afhent árið 2009. Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Atlanta, segir vélarnar hafa umtalsvert lægri viðhaldskostnað, allt að 30 prósentum lægri eldsneytiskostnað miðað við þær vélar sem félagið sé með í dag og þá sé flugdrægi þeirra lengra miðað við sömu burðargetu og vélarnar sem Atlanta noti í dag. Til viðbótar var samið um að Boeing breytti þremur 747-vélum í flutningavélar en alls er um að ræða viðskipti sem leggja sig á einn milljarð bandaríkjadala, eða jafnvirði 63 milljarða íslenskra króna. Aðspurður hvernig kaupin séu fjármögnuð segi Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, að þegar hafi verið greidd fyrirframgreiðsla úr sjóðum félagsins til þess að staðfesta pöntunina og svo verði fjármögnunin boðin út á alþjóðlegum markaði á næstu vikum. Avion Group er annað flugfélagið í heiminum til þess að kaupa Boeing 777 vélar. Magnús segir að menn hafi legið yfir hugmyndunum og séð tækifæri sem þeir telji að verði til mikils ábata þegar fram líði stundir. Mark Norris, sölustjóri Boeing á Norðurlöndum, segir markaðinn fylgjast með því hvað Avion geri og hann telji að sú staðreynd að þeir hafi valið Boeing 777 flutningavél sé til marks um ágæti áætlunarinnar. Í flota Avion Group voru fyrir viðskiptin í dag 66 flugvélar en 5000 manns starfa fyrir félagið á 85 starfsstöðvum víða um heiminn. Þar er meðtalið Eimskip sem sér um alla flutninga á sjó og ræður yfir 22 flutningaskipum. Aðspurður hvort umsvif félagsins verði meiri á Íslandi í framtíðinni segir Magnús að það fari eftir því hvaða vélarnar verði gerðar út, en auðvitað stækki félagið með tilkomu þessara flugvéla.
Viðskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Sjá meira