Eldamennskan eins og jóga: Bleikja með mangó chutney 3. ágúst 2006 15:00 Kristin Arnar Stefánsson Þegar Kristinn er ekki að sjá um matinn í veiðiferðum eða elda á Rauðará þræðir hann veitingastaði borgarinnar, enda mikill matgæðingur. MYND/Hrönn Kristinn Arnar Stefánsson er lögfræðingur hjá Landsbankanum á daginn en kokkur á kvöldin. „Mér finnst skemmtilegt að vinna í Landsbankanum, það er mjög gefandi, en það hvílir hugann að þjóna og kokka. Það er svona eins og jóga,“ segir Kristinn Arnar, eða Addi eins og hann er kallaður. Honum er eldamennskan í blóð borin því foreldrar hans eiga Rauðará. „Ég byrjaði sex ára í Múlakaffi með pabba, Stefáni Stefánssyni, þegar hann var yfirkokkur þar. Ég hef gripið í þetta af og til á Rauðará, bæði í eldhúsinu og að þjóna og velja vínið,“ segir Kristinn, en meðal vina og vandamanna er hann þekktur fyrir að vera viskubrunnur um mat og vín og gestrisinn með eindæmum. Nautakjötið er í uppáhaldi hjá Kristni en hann gerir líka mikið af því að grilla lax og bleikju í veiðitúrum. „Nautakjötið tengist svolítið fjölskyldunni, grilluð nautalund er í aðalhlutverki á Rauðará. En uppskriftin sem ég er með fyrir lesendur blaðsins er mjög einföld og hentar mjög vel á þessum árstíma. Hún á einkar vel við í veiðitúrum eða útilegum.“ Kristinn er sjálfur í nokkrum veiðihópum og sér oft um eldamennskuna í veiðiferðum. „Ef ég elda slepp ég við uppvaskið,“ segir Kristinn. Bleikja með mangó chutney að hætti Kristins Arnars er tilvalin um verslunarmannahelgina, enda auðvelt að verða sér úti um ferskan fisk og taka með sér krukku af mangó chutney í farangrinum. Með bleikjunni hefur hann kúskús með grilluðu grænmeti.Bleikja með mangó chutney, fyrir fjóratvö bleikjuflök, 1 ½ - 2 kgein sítróna eða limegróft sjávarsalt og piparein krukka mangó chutneyKúskús með grænmetisvartar eða grænar ólífur3 msk. sítrónu- eða limesafi3 msk. fínt söxuðkóríanderlauf1 pakki kúskús (cous-cous)ólífuolía2 msk. balsamikedik2 paprikur1 kúrbítur1 eggaldinFyrst er að salta og pipra bleikjuna vel, kreista sítrónu eða lime yfir hana alla og nudda sjávarsaltinu og piparnum vel yfir. Því næst er bleikjan sett á álpappír eða grillbaka og mangó chutney smurt yfir hana í hæfilegu magni. Bleikjan er grilluð eingöngu á roðinu við háan hita í c.a. fjórar til sex mínútur eða meira eftir stærð. Skerið grænmetið í hæfilega stóra bita. Blandið saman ólífuolíu og balsamikedik og penslið grænmetið. Kryddið með salti og pipar úr kvörn. Grillið grænmetið þar til það er fallega brúnað en eilítið stökkt. Kúskús (cous-cous) er soðið eftir leiðbeiningum á umbúðum, sett í stóra skál og blandað varlega saman við grillaða grænmetið. Bætið við sítrónusafa og kóríanderlaufum. Skreytið með ólífum eftir smekk. Gott er að hafa mangó chutney með sem meðlæti. Bleikja Uppskriftir Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Kristinn Arnar Stefánsson er lögfræðingur hjá Landsbankanum á daginn en kokkur á kvöldin. „Mér finnst skemmtilegt að vinna í Landsbankanum, það er mjög gefandi, en það hvílir hugann að þjóna og kokka. Það er svona eins og jóga,“ segir Kristinn Arnar, eða Addi eins og hann er kallaður. Honum er eldamennskan í blóð borin því foreldrar hans eiga Rauðará. „Ég byrjaði sex ára í Múlakaffi með pabba, Stefáni Stefánssyni, þegar hann var yfirkokkur þar. Ég hef gripið í þetta af og til á Rauðará, bæði í eldhúsinu og að þjóna og velja vínið,“ segir Kristinn, en meðal vina og vandamanna er hann þekktur fyrir að vera viskubrunnur um mat og vín og gestrisinn með eindæmum. Nautakjötið er í uppáhaldi hjá Kristni en hann gerir líka mikið af því að grilla lax og bleikju í veiðitúrum. „Nautakjötið tengist svolítið fjölskyldunni, grilluð nautalund er í aðalhlutverki á Rauðará. En uppskriftin sem ég er með fyrir lesendur blaðsins er mjög einföld og hentar mjög vel á þessum árstíma. Hún á einkar vel við í veiðitúrum eða útilegum.“ Kristinn er sjálfur í nokkrum veiðihópum og sér oft um eldamennskuna í veiðiferðum. „Ef ég elda slepp ég við uppvaskið,“ segir Kristinn. Bleikja með mangó chutney að hætti Kristins Arnars er tilvalin um verslunarmannahelgina, enda auðvelt að verða sér úti um ferskan fisk og taka með sér krukku af mangó chutney í farangrinum. Með bleikjunni hefur hann kúskús með grilluðu grænmeti.Bleikja með mangó chutney, fyrir fjóratvö bleikjuflök, 1 ½ - 2 kgein sítróna eða limegróft sjávarsalt og piparein krukka mangó chutneyKúskús með grænmetisvartar eða grænar ólífur3 msk. sítrónu- eða limesafi3 msk. fínt söxuðkóríanderlauf1 pakki kúskús (cous-cous)ólífuolía2 msk. balsamikedik2 paprikur1 kúrbítur1 eggaldinFyrst er að salta og pipra bleikjuna vel, kreista sítrónu eða lime yfir hana alla og nudda sjávarsaltinu og piparnum vel yfir. Því næst er bleikjan sett á álpappír eða grillbaka og mangó chutney smurt yfir hana í hæfilegu magni. Bleikjan er grilluð eingöngu á roðinu við háan hita í c.a. fjórar til sex mínútur eða meira eftir stærð. Skerið grænmetið í hæfilega stóra bita. Blandið saman ólífuolíu og balsamikedik og penslið grænmetið. Kryddið með salti og pipar úr kvörn. Grillið grænmetið þar til það er fallega brúnað en eilítið stökkt. Kúskús (cous-cous) er soðið eftir leiðbeiningum á umbúðum, sett í stóra skál og blandað varlega saman við grillaða grænmetið. Bætið við sítrónusafa og kóríanderlaufum. Skreytið með ólífum eftir smekk. Gott er að hafa mangó chutney með sem meðlæti.
Bleikja Uppskriftir Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira