Tippaði á sigur Dana á norsku Lengjunni 9. september 2006 06:00 Danski knattspyrnumaðurinn Allan Borgvardt sleit fyrir skömmu krossbönd í hné og verður frá næstu 6-8 mánuðina. Hann lék með FH í þrjú ár og var tvívegis kjörinn knattspyrnumaður ársins. Í fyrra fór hann til Noregs og samdi við 1. deildarliðið Bryne, þar sem hann hefur slegið í gegn og er markahæsti leikmaður liðsins með níu mörk. "Ég var á æfingu á laugardegi og var svolítið þreyttur, sem þýddi að fæturnir gátu ekki fylgt eftir þeim hreyfingum sem ég hafði í huga. Ég var svo að fara til vinstri og vildi skipta yfir til hægri en líkaminn náði ekki að svara og ég vissi strax að eitthvað mikið var að," sagði Borgvardt við Fréttablaðið. Hann hefur ekki enn gengist undir aðgerð en gerir það væntanlega á næstu tveimur vikum. "Svona er fótboltinn bara. Nú verð ég bara að ná mér og koma aftur enn betri." Borgvardt er samningsbundinn Bryne út næsta tímabil og stefnir að því að vera orðinn klár þegar nýtt tímabil hefst í vor. Liðið er sem stendur í fjórða sæti norsku 1. deildarinnar. "Við höfum misst marga leiki í jafntefli í sumar og tapað þannig mörgum stigum. Við erum því að berjast um þriðja sæti, sem veitir umspilsrétt um laust sæti í úrvalsdeildinni." Hann er þó ánægður með lífið í Noregi. "Við höfum komið okkur vel fyrir og fjölskyldan er ánægð. Það er stutt að fara til Stafangurs og það er gott að búa hér," segir Borgvardt, sem hefur fylgst vel með íslenska boltanum. "Ég fylgist eins vel og ég get með FH og íslensku deildinni og ég hef séð að liðinu hefur gengið vel. Ég er alltaf í góðu sambandi við dönsku leikmennina í félaginu og aðra leikmenn einnig. Ég sá reyndar ekki landsleik Íslands og Danmerkur þar sem hann stóð ekki til boða í norsku sjónvarpi en ég var ánægður með úrslitin, sérstaklega þar sem ég var með rétt úrslit á leiknum á Lengjuseðlinum mínum." Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Sjá meira
Danski knattspyrnumaðurinn Allan Borgvardt sleit fyrir skömmu krossbönd í hné og verður frá næstu 6-8 mánuðina. Hann lék með FH í þrjú ár og var tvívegis kjörinn knattspyrnumaður ársins. Í fyrra fór hann til Noregs og samdi við 1. deildarliðið Bryne, þar sem hann hefur slegið í gegn og er markahæsti leikmaður liðsins með níu mörk. "Ég var á æfingu á laugardegi og var svolítið þreyttur, sem þýddi að fæturnir gátu ekki fylgt eftir þeim hreyfingum sem ég hafði í huga. Ég var svo að fara til vinstri og vildi skipta yfir til hægri en líkaminn náði ekki að svara og ég vissi strax að eitthvað mikið var að," sagði Borgvardt við Fréttablaðið. Hann hefur ekki enn gengist undir aðgerð en gerir það væntanlega á næstu tveimur vikum. "Svona er fótboltinn bara. Nú verð ég bara að ná mér og koma aftur enn betri." Borgvardt er samningsbundinn Bryne út næsta tímabil og stefnir að því að vera orðinn klár þegar nýtt tímabil hefst í vor. Liðið er sem stendur í fjórða sæti norsku 1. deildarinnar. "Við höfum misst marga leiki í jafntefli í sumar og tapað þannig mörgum stigum. Við erum því að berjast um þriðja sæti, sem veitir umspilsrétt um laust sæti í úrvalsdeildinni." Hann er þó ánægður með lífið í Noregi. "Við höfum komið okkur vel fyrir og fjölskyldan er ánægð. Það er stutt að fara til Stafangurs og það er gott að búa hér," segir Borgvardt, sem hefur fylgst vel með íslenska boltanum. "Ég fylgist eins vel og ég get með FH og íslensku deildinni og ég hef séð að liðinu hefur gengið vel. Ég er alltaf í góðu sambandi við dönsku leikmennina í félaginu og aðra leikmenn einnig. Ég sá reyndar ekki landsleik Íslands og Danmerkur þar sem hann stóð ekki til boða í norsku sjónvarpi en ég var ánægður með úrslitin, sérstaklega þar sem ég var með rétt úrslit á leiknum á Lengjuseðlinum mínum."
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Sjá meira