Er bæði sár og svekktur 13. október 2006 00:01 Fer ekki til Bandaríkjanna Húshljómsveit þáttanna Rock Star: Supernova mun ekki hita upp fyrir samnefnda hljómsveit sem þýðir að Magni mun ekki taka þátt í túrnum eins og gert hafði verið ráð fyrir. Allt er komið í háaloft vegna tónleikaferðar Rock Star: Supernova sem gert var ráð fyrir að hæfist á næstunni. Húshljómsveitinni mögnuðu sem spilaði undir hjá keppendum í raunveruleikaþættinum hefur verið sparkað sem upphitunarbandi og hljómsveit Tobys, Juke Cartel, verið fengin í staðinn. Þetta þýðir að Magni okkar Ásgeirsson mun ekki fara til Bandaríkjanna eins og til stóð og hita upp með Húshljómsveitinni ásamt þeim Storm, Dilönu og Toby. Supernova-ferðalagið er í höndunum á umboðsmanni en ekki aðstandendum þáttanna, útskýrir Magni. „Þetta snýst um peninga enda kostar Húshljómsveitin töluvert meira en hljómsveitin hans Tobys sem þeir fá örugglega fyrir ansi lítið,“ bætir hann við. „Auðvitað er maður sár og svekktur en það er búið að bjóða mér annað verkefni sem ég vil ekki tjá mig um fyrr en það er niðurneglt en að sjálfsögðu er ég ekkert ánægður með þetta,“ lýsir Magni yfir og segist vita af því að fjöldi aðdáenda sjónvarpsþáttanna hafi verið búnir að panta sér miða á tónleikana til að berja þátttakendurna augum en telji sig nú vera svikna. Það er allt í háalofti, lýsir söngvarinn yfir og segir ekki útilokað að Húshljómsveitin fari sjálf í túr með honum, Storm og Dilönu sem verði sett til höfuðs Supernova-tónleikaferðinni. Slíkur er andinn, útskýrir Magni en þetta sé þó meira í orði en á borði. Það hefði vafalítið ekki verið öfundsvert fyrir Lúkas og félaga að standa á sviði eftir að Húshljómsveitin væri búin ljúka sér af, segir Magni sem augljóslega hefur mikið dálæti á þeim félögum. Á aðdáendasíðu Magna, www.magni-ficent.com, segir söngvarinn að í burðarliðnum séu tónleikar með þessari rómuðu hljómsveit hér á landi og að þeir verði haldnir á afmælisdegi Magna, fyrsta desember. Magni sjálfur vildi ekki staðfesta eitt eða neitt, sagði enn nokkra lausa enda en Fréttablaðið hefur fyrir því heimildir að búið sé að panta Laugardalshöllina og ekki ólíklegt að á fullveldisdaginn muni Magni stíga á svið með hljómsveitinni ásamt vinum sínum, þeim Dilönu, Toby og Storm. Rock Star Supernova Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira
Allt er komið í háaloft vegna tónleikaferðar Rock Star: Supernova sem gert var ráð fyrir að hæfist á næstunni. Húshljómsveitinni mögnuðu sem spilaði undir hjá keppendum í raunveruleikaþættinum hefur verið sparkað sem upphitunarbandi og hljómsveit Tobys, Juke Cartel, verið fengin í staðinn. Þetta þýðir að Magni okkar Ásgeirsson mun ekki fara til Bandaríkjanna eins og til stóð og hita upp með Húshljómsveitinni ásamt þeim Storm, Dilönu og Toby. Supernova-ferðalagið er í höndunum á umboðsmanni en ekki aðstandendum þáttanna, útskýrir Magni. „Þetta snýst um peninga enda kostar Húshljómsveitin töluvert meira en hljómsveitin hans Tobys sem þeir fá örugglega fyrir ansi lítið,“ bætir hann við. „Auðvitað er maður sár og svekktur en það er búið að bjóða mér annað verkefni sem ég vil ekki tjá mig um fyrr en það er niðurneglt en að sjálfsögðu er ég ekkert ánægður með þetta,“ lýsir Magni yfir og segist vita af því að fjöldi aðdáenda sjónvarpsþáttanna hafi verið búnir að panta sér miða á tónleikana til að berja þátttakendurna augum en telji sig nú vera svikna. Það er allt í háalofti, lýsir söngvarinn yfir og segir ekki útilokað að Húshljómsveitin fari sjálf í túr með honum, Storm og Dilönu sem verði sett til höfuðs Supernova-tónleikaferðinni. Slíkur er andinn, útskýrir Magni en þetta sé þó meira í orði en á borði. Það hefði vafalítið ekki verið öfundsvert fyrir Lúkas og félaga að standa á sviði eftir að Húshljómsveitin væri búin ljúka sér af, segir Magni sem augljóslega hefur mikið dálæti á þeim félögum. Á aðdáendasíðu Magna, www.magni-ficent.com, segir söngvarinn að í burðarliðnum séu tónleikar með þessari rómuðu hljómsveit hér á landi og að þeir verði haldnir á afmælisdegi Magna, fyrsta desember. Magni sjálfur vildi ekki staðfesta eitt eða neitt, sagði enn nokkra lausa enda en Fréttablaðið hefur fyrir því heimildir að búið sé að panta Laugardalshöllina og ekki ólíklegt að á fullveldisdaginn muni Magni stíga á svið með hljómsveitinni ásamt vinum sínum, þeim Dilönu, Toby og Storm.
Rock Star Supernova Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira