Aukatónleikar með þátttakendum úr raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova verða haldnir í Laugardalshöll 1. desember.
Fyrri tónleikarnir verða haldnir 30. nóvember og vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að bæta við öðrum tónleikum. Magni, Dilana, Toby, Storm og húsbandið úr Rock Star: Supernova mæta til leiks, auk þess sem hljómsveitin Á móti sól mun hita upp með lögum af væntanlegri safnplötu sinni.
Miðasala á aukatónleikana hefst í dag klukkan 12.00 á midi.is og í verslunum Skífunnar. Einnig er hægt að nálgast þá í BT á Akureyri og Egilsstöðum.
Miðasala á Magna í dag
