Zambrotta og Thuram til Barcelona

Evrópumeistarar Barcelona hafa gefið það út að félagið sé búið að ná samningi við þá Gianluca Zambrotta og Lilian Thuram frá ítalska liðinu Juventus. Zambrotta er 29 ára og hefur skrifað undir fjögurra ára samning og Thuram, sem er 34 ára, hefur skrifað undir tveggja ára samning. Samanlagt kaupverð þeirra er sagt vera um 19 milljónir evra.