Nýr forstjóri hjá Alfesca 10. ágúst 2006 11:10 Xavier Govare nýr forstjóri Alfesca. Mynd/Alfesca Xavier Govare hefur verið ráðinn forstjóri Alfesca. Xavier þekkir starfsemi félagsins vel en hann hefur verið forstjóri Labeyrie, dótturfélags Alfesca, frá árinu 2002. Undir hans stjórn hefur Labeyrie náð góðum árangri í rekstri og innleiðingu nýrra félaga sem bæst höfðu við félagið á síðustu árum undir hans stjórn, meðal annars Blini í Frakklandi, Vensy á Spáni og Farne í Bretlandi. Var það sameiginleg ákvörðun stjórnar og framkvæmdastjórnar Alfesca að færa stjórn félagsins nær mörkuðum þess. Jakob Óskar Sigurðsson hefur látið af störfum eftir tveggja ára farsælt starf hjá félaginu. Undir hans stjórn hefur félagið vaxið og tekið miklum breytingum. Sú stefna sem mörkuð var fyrir um tveimur árum, að Alfesca yrði leiðandi framleiðandi kældra fullunninna matvæla á Evrópumarkaði, hefur gengið eftir en félagið er nú leiðandi á kjarnamörkuðum sínum í Frakklandi, Bretlandi og á Spáni. Hluti af innleiðingu þessarar stefnu voru kaupin á Labeyrie annars vegar og hins vegar sala á framleiðslu frystra afurða í Bandaríkjunum og Frakklandi, sölustarfsemi félagsins með lítt unnar sjávarafurðir og öðrum félögum sem ekki tengdust kjarnastarfsemi félagsins. Stjórn Alfesca þakkar Jakobi Óskari Sigurðssyni fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. „Árangursríkt breytingaferli hefur átt sér stað hjá félaginu á undanförnum árum," segir Jakob Sigurðsson. „Það var áhugavert að takast á við þetta verkefni og í dag er félagið vel í stakk búið til áframhaldandi vaxtar. Nú hefur vissum áfanga verið náð og í kjölfar þess var ákveðið að færa stjórn félagsins nær mörkuðum þess." Xavier Govare, sem er 48 ára gamall, er með gráðu í viðskiptum. Hann hóf störf hjá Labeyrie árið 1989 en áður hafði hann starfað sem stjórnandi hjá Unilever Best Food, sem er einn stærsti matvælaframleiðandi í heimi, og Novartis. Hann varð framkvæmdastjóri Labeyrie árið 1999 og hafði yfirumsjón með skráningu félagsins á franska hlutabréfamarkaðinn það ár. Xavier varð síðar forstjóri félagsins eftir afskráningu þess af hlutabréfamarkaði árið 2002. „Stefna Labeyrie group hefur í mörg ár verið að auka virði félagsins með því að leggja áherslu á framleiðslu eigin vörumerkja," segir Xavier Govare. „Þannig hefur okkur tekist að ná forystu á mörkuðum okkar og arðsemi aukist samkvæmt því. Eftir þessari stefnu hefur verið unnið hjá Alfesca." Xavier Govare er kvæntur og á fjögur börn, tvær dætur og tvo syni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Xavier Govare hefur verið ráðinn forstjóri Alfesca. Xavier þekkir starfsemi félagsins vel en hann hefur verið forstjóri Labeyrie, dótturfélags Alfesca, frá árinu 2002. Undir hans stjórn hefur Labeyrie náð góðum árangri í rekstri og innleiðingu nýrra félaga sem bæst höfðu við félagið á síðustu árum undir hans stjórn, meðal annars Blini í Frakklandi, Vensy á Spáni og Farne í Bretlandi. Var það sameiginleg ákvörðun stjórnar og framkvæmdastjórnar Alfesca að færa stjórn félagsins nær mörkuðum þess. Jakob Óskar Sigurðsson hefur látið af störfum eftir tveggja ára farsælt starf hjá félaginu. Undir hans stjórn hefur félagið vaxið og tekið miklum breytingum. Sú stefna sem mörkuð var fyrir um tveimur árum, að Alfesca yrði leiðandi framleiðandi kældra fullunninna matvæla á Evrópumarkaði, hefur gengið eftir en félagið er nú leiðandi á kjarnamörkuðum sínum í Frakklandi, Bretlandi og á Spáni. Hluti af innleiðingu þessarar stefnu voru kaupin á Labeyrie annars vegar og hins vegar sala á framleiðslu frystra afurða í Bandaríkjunum og Frakklandi, sölustarfsemi félagsins með lítt unnar sjávarafurðir og öðrum félögum sem ekki tengdust kjarnastarfsemi félagsins. Stjórn Alfesca þakkar Jakobi Óskari Sigurðssyni fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. „Árangursríkt breytingaferli hefur átt sér stað hjá félaginu á undanförnum árum," segir Jakob Sigurðsson. „Það var áhugavert að takast á við þetta verkefni og í dag er félagið vel í stakk búið til áframhaldandi vaxtar. Nú hefur vissum áfanga verið náð og í kjölfar þess var ákveðið að færa stjórn félagsins nær mörkuðum þess." Xavier Govare, sem er 48 ára gamall, er með gráðu í viðskiptum. Hann hóf störf hjá Labeyrie árið 1989 en áður hafði hann starfað sem stjórnandi hjá Unilever Best Food, sem er einn stærsti matvælaframleiðandi í heimi, og Novartis. Hann varð framkvæmdastjóri Labeyrie árið 1999 og hafði yfirumsjón með skráningu félagsins á franska hlutabréfamarkaðinn það ár. Xavier varð síðar forstjóri félagsins eftir afskráningu þess af hlutabréfamarkaði árið 2002. „Stefna Labeyrie group hefur í mörg ár verið að auka virði félagsins með því að leggja áherslu á framleiðslu eigin vörumerkja," segir Xavier Govare. „Þannig hefur okkur tekist að ná forystu á mörkuðum okkar og arðsemi aukist samkvæmt því. Eftir þessari stefnu hefur verið unnið hjá Alfesca." Xavier Govare er kvæntur og á fjögur börn, tvær dætur og tvo syni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira