KR lagði Snæfell í hörkuleik 20. október 2006 21:34 Jeremiah Sola átti ágætan leik hjá KR í kvöld og skoraði 24 stig Mynd/Vilhelm KR byrjaði leiktíðina með sigri í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið lagði Snæfell á heimavelli sínum 83-79. Heimamenn voru yfir nær allan leikinn, en gestirnir komust yfir þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka. Þá fékk Hlynur Bæringsson sína fimmtu villu og eftir það gengu KR-ingar á lagið og höfðu sigur. Leikurinn í kvöld var í raun ekki mikið fyrir augað og greinilegt að bæði lið eiga eftir að slípa leik sinn umtalsvert. Á meðan lið Snæfells getur státað af sterkri sveit framvarða, verður það sama ekki sagt um bakverði liðsins. KR-ingar geta þakkað fyrir að hafa náð sigri í kvöld gegn baráttuglöðum Hólmurum en bæði lið eiga mikið inni. Jeremiah Sola var atkvæðamestur í liði KR með 24 stig, Tyson Patterson skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar og Fannar Ólafsson skoraði 13 stig og hirti 12 fráköst, en þessi stóri og stæðilegi strákur virtist þó stundum ver meira með hugann við það að nöldra í dómurum. Hlynur Bæringsson var að venju öflugur í liði Snæfells og skoraði 22 stig og hirti 19 fráköst - þar af 11 sóknarfráköst. Það var Hlynur sem skaut Snæfell inn í leikinn þegar 5 mínútur voru eftir þegar hann skoraði þrjár þriggja stiga körfur í röð á skömmum tíma, en fékk svo sína fimmtu villu á klaufalegan hátt og þá var eins og gestirnir misstu móðinn. Sigurður Þorvaldsson skoraði 20 stig og hirti 8 fráköst fyrir Snæfell, Magni Hafsteinsson skoraði 14 stig og hirti 12 fráköst og Jón Jónsson skoraði 13 stig. Leikstjórnandinn Justin Shouse var hreint ekki að gera gott mót hjá Snæfelli og hætt er við því að liðið neyðist til að verða sér út um annan mann til að stjórna sóknarleik sínum ef það ætlar sér að gera einhverja hluti í vetur. Eins og til að kóróna slaka frammistöðu sína í kvöld, misnotaði hann svo vítaskot í blálokin sem hefðu geta jafnað leikinn fyrir gestina. Í Þorlákshöfn áttust við grannarnir Þór og Hamar/Selfoss og þar fór svo að nýliðarnir unnu sigur í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni 83-79. Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Í beinni: Plzen - Man. Utd | Berjast um sæti meðal efstu átta Fótbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - KR | Geta þeir byggt ofan á fyrsta sigurinn? Í beinni: Tindastóll - Njarðvík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Í beinni: Höttur - ÍR | Gestirnir á miklu flugi Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Sjá meira
KR byrjaði leiktíðina með sigri í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið lagði Snæfell á heimavelli sínum 83-79. Heimamenn voru yfir nær allan leikinn, en gestirnir komust yfir þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka. Þá fékk Hlynur Bæringsson sína fimmtu villu og eftir það gengu KR-ingar á lagið og höfðu sigur. Leikurinn í kvöld var í raun ekki mikið fyrir augað og greinilegt að bæði lið eiga eftir að slípa leik sinn umtalsvert. Á meðan lið Snæfells getur státað af sterkri sveit framvarða, verður það sama ekki sagt um bakverði liðsins. KR-ingar geta þakkað fyrir að hafa náð sigri í kvöld gegn baráttuglöðum Hólmurum en bæði lið eiga mikið inni. Jeremiah Sola var atkvæðamestur í liði KR með 24 stig, Tyson Patterson skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar og Fannar Ólafsson skoraði 13 stig og hirti 12 fráköst, en þessi stóri og stæðilegi strákur virtist þó stundum ver meira með hugann við það að nöldra í dómurum. Hlynur Bæringsson var að venju öflugur í liði Snæfells og skoraði 22 stig og hirti 19 fráköst - þar af 11 sóknarfráköst. Það var Hlynur sem skaut Snæfell inn í leikinn þegar 5 mínútur voru eftir þegar hann skoraði þrjár þriggja stiga körfur í röð á skömmum tíma, en fékk svo sína fimmtu villu á klaufalegan hátt og þá var eins og gestirnir misstu móðinn. Sigurður Þorvaldsson skoraði 20 stig og hirti 8 fráköst fyrir Snæfell, Magni Hafsteinsson skoraði 14 stig og hirti 12 fráköst og Jón Jónsson skoraði 13 stig. Leikstjórnandinn Justin Shouse var hreint ekki að gera gott mót hjá Snæfelli og hætt er við því að liðið neyðist til að verða sér út um annan mann til að stjórna sóknarleik sínum ef það ætlar sér að gera einhverja hluti í vetur. Eins og til að kóróna slaka frammistöðu sína í kvöld, misnotaði hann svo vítaskot í blálokin sem hefðu geta jafnað leikinn fyrir gestina. Í Þorlákshöfn áttust við grannarnir Þór og Hamar/Selfoss og þar fór svo að nýliðarnir unnu sigur í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni 83-79.
Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Í beinni: Plzen - Man. Utd | Berjast um sæti meðal efstu átta Fótbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - KR | Geta þeir byggt ofan á fyrsta sigurinn? Í beinni: Tindastóll - Njarðvík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Í beinni: Höttur - ÍR | Gestirnir á miklu flugi Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu