Leik ÍBV og Stjörnunnar frestað

Þrír leikir fara fram í DHL deild kvenna í handbolta í kvöld en leik ÍBV og Stjörnunnar sem fara átti fram í Eyjum hefur verið frestað vegna ófærðar. Akureyri og Grótta eigast við á Akureyri og er sá leikur þegar hafinn, en klukkan 19 mætast FH og Valur í Kaplakrika og þá tekur Fram á móti HK.