Baggalútsæðið er hafið! 30. nóvember 2006 11:19 Þau stórkostlega merkilegu tíðindi urðu í vikunni að hin elskaða og dáða hljómlistardeild Baggalúts náði með tvær hljómskífur sínar inn á Tónlistann, auk þess að eiga lag á þeirri þriðju. Um er að ræða annars vegar tímamótaverkið „Aparnir í Eden", sem kom út í sumar og situr nú sem öldungur listans í 20. sæti og svo aftur tímalausu klassíkina „Jól & blíða", sem skýst glóðvolg beint í 6. sæti listans. Auk þess flytur Baggalútur lag Megasar, „Undir rós" á hljómskífunni „Pældu í því sem pælandi er í", sem situr í 21. sæti og á að auki lagið „Brostu", sem gefið er út af UNICEF á Íslandi, en það ratar þó ekki á neina veraldlega lista, enda smáskífa gefin út til styrktar afskaplega góðu málefni - sem reyndar mætti segja um hinar útgáfurnar líka, með góðum vilja. Er jafnvel talið að um nýtt æði, sambærilegt við hið svokallaða Bítlaæði 7. áratugarins, eða jafnvel Supertrampæði þess áttunda sé hér í uppsiglingu. Sérfróðir hafa þó bent á að ólíkt hinum æðunum, byggist Baggalútsæðið nær eingöngu af hams- og gegndarlausu útgáfumagni sveitarinnar, en ekki gæðum (eins og hjá Supertramp) eða útliti (eins og hjá Bítlunum). Lífið Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Þau stórkostlega merkilegu tíðindi urðu í vikunni að hin elskaða og dáða hljómlistardeild Baggalúts náði með tvær hljómskífur sínar inn á Tónlistann, auk þess að eiga lag á þeirri þriðju. Um er að ræða annars vegar tímamótaverkið „Aparnir í Eden", sem kom út í sumar og situr nú sem öldungur listans í 20. sæti og svo aftur tímalausu klassíkina „Jól & blíða", sem skýst glóðvolg beint í 6. sæti listans. Auk þess flytur Baggalútur lag Megasar, „Undir rós" á hljómskífunni „Pældu í því sem pælandi er í", sem situr í 21. sæti og á að auki lagið „Brostu", sem gefið er út af UNICEF á Íslandi, en það ratar þó ekki á neina veraldlega lista, enda smáskífa gefin út til styrktar afskaplega góðu málefni - sem reyndar mætti segja um hinar útgáfurnar líka, með góðum vilja. Er jafnvel talið að um nýtt æði, sambærilegt við hið svokallaða Bítlaæði 7. áratugarins, eða jafnvel Supertrampæði þess áttunda sé hér í uppsiglingu. Sérfróðir hafa þó bent á að ólíkt hinum æðunum, byggist Baggalútsæðið nær eingöngu af hams- og gegndarlausu útgáfumagni sveitarinnar, en ekki gæðum (eins og hjá Supertramp) eða útliti (eins og hjá Bítlunum).
Lífið Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira