Spilar Tottenham fyrir luktum dyrum?

Svo gæti farið að stuðningsmenn Tottenham misstu alveg af útileik liðsins gegn hollenska liðinu Feyenoord í Evrópukeppni félagsliða, en hollenska liðið á yfir höfði sér heimaleikjabann vegna óláta stuðningsmanna þess í keppninni fyrir skömmu. Úrskurðar er ekki að vænta í málinu fyrr en í næsta mánuði, en liðin eiga ekki að leika fyrr en í febrúar.