Rekjanleikinn skiptir stöðugt meira máli 13. júní 2007 02:45 Sveinn, sem er deildarstjóri hjá Matís ohf. Matvælarannsóknum Íslands, segir rekjanleika matvæla lykilatriði í að sýna fram á sjálfbærni í framleiðsluháttum. Auk þess að bæta framleiðsluferli matvæla tryggi rekjanleikinn að hægt sé að sýna fram á uppruna vörunnar. Markaðurinn/Hörður Ráðstefna um sjálfbærni í sjávarútvegi fer fram á Sauðárkróki í dag, 14. júní. Hún er hluti af vestnorrænu verkefni sem nefnist „Sustainable Food Information" og hefur það að markmiði að auðvelda fyrirtækjum í matvælaiðnaði, svo sem sjávarútvegsfyrirtækjum, að sýna fram á sjálfbærni í veiðum, vinnslu og sölu. Matvælarannsóknir Íslands (Matís) annast skipulagningu ráðstefnunnar. Þar á bæ segja menn sjálfbærni vera orðið einkar mikilvægt hugtak í sjávarútvegi í ljósi sívaxandi krafna seljenda, verslanakeðja og neytenda um að ekki sé gengið á auðlindir hafsins og að mengun við veiðar, vinnslu og flutning á sjávarafurðum sé haldið í lágmarki. Til þess að sýna fram á sjálfbærnina þarf hins vegar að vera hægt að rekja ferlið sem á sér stað í matvælaiðnaðinum. Sveinn Margeirsson, deildarstjóri á sviði sem kallast ný tækni og markaðir hjá Matís ohf., segir margt gott hafa verið unnið í þeim efnum hér á landi. „Við stöndum í raun frábærlega í rekjanleika hér," segir hann, en með því að hægt sé að rekja ferlið fást nákvæmar upplýsingar um vöruna. Seljendur sem búa yfir „gæðaafurð" eru sagðir geta aðgreint sig betur frá öðrum á markaði.Rekjanleiki getur af sér þekkinguDeildarstjórinn og hafið Sveinn Margeirsson segir íslenskan fiskiðnað mjög framsækinn í samanburði við það sem annars staðar gerist. „Þetta kallar á framsækin fyrirtæki og að hann njóti aðstoðar framsækinna matvælarannsóknafyrirtækja. Markaðurinn/Hörður„Þetta snýst í fyrsta lagi um að neytandinn geti vitað hvaðan varan kemur, en það er sá þáttur sem flestir þekkja, og í öðru lagi um að hægt sé að rekja nákvæmlega hvaða leið varan fór. Ef tekið er dæmi um lambakjöt lægi leiðin frá bónda til neytanda í gegnum slátrun, kjötvinnslu, dreifingu og verslun." Sveinn segir Íslendinga almennt standa framarlega í matvælaiðnaði hvað rekjanleika varðar „og mjög framarlega í sjávarútvegi á alþjóðlega vísu". Hér hefur því lengi verið unnið að því að auka rekjanleika matvæla, en það sem hefur helst breyst síðustu ár, að mati Sveins, er hversu tæknin hefur einfaldað verkið og um leið aukið möguleikana á því að hagnýta upplýsingarnar sem safnað er. „Áður snerist þetta um að vita nokkurn veginn hvaða leið varan fór og bærist kvörtun var hægt að fletta í bókunum og finna brotalömina í ferlinu." Sem dæmi um þróunina nefnir Sveinn örmerkt fiskiker. „Í þeim er örmerki sem lesið er þegar fiskur kemur í kerið um borð í báti, þegar landað er og þegar fiskurinn er unninn. Þegar fisknum er pakkað fær sú pakkning sitt strikamerki. Þannig myndast eining sem rekja má í gegnum allt kerfið." Þá eru afladagbækur víða orðnar rafrænar en það segir Sveinn auðvelda mjög alla meðhöndlun upplýsinga því sjálfkrafa verði til gagnagrunnur um veiðarnar. „Það auðveldar auðvitað gríðarlega alla meðhöndlun á gögnunum. Hér hafa menn verið framsýnni í þessum efnum en víðast annars staðar," segir hann og vísar til þróunarverkefnis sem unnið var á Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, nú Matís, í samstarfi við sjávarútvegsfyrirtæki. Þetta verkefni snýst um hvernig hægt er að nýta upplýsingarnar sem fást með rafrænum hætti. „Ekki bara til þess að neytandinn sjái hvaðan varan kemur, heldur einnig til stýringar í virðiskeðjunni frá veiðum, í gegnum vinnslu og inn á markað." Sveinn segir að auknum rekjanleika vörunnar fylgi mikil sóknarfæri fyrir matvælaiðnaðinn. „Flestar rannsóknir sýna að rekjanlegri vara selst ekki endilega á hærra verði, en oft er þetta aðgöngumiði inn í hágæða- eða dýrar verslanakeðjur." Aukinheldur bendir Sveinn á að núna sé rekjanleiki lögbundinn, bæði hjá Evrópusambandinu og í Bandaríkjunum. „En það eru okkar stærstu útflutningsmarkaðir." Með rafrænu tækninni segir Sveinn framleiðendur geta orðið sér úti um töluverða þekkingu á hráefninu sem unnið er með. „Við erum háþróað fiskvinnsluland og að þekkja hráefnið hjálpar til við að þróa vöruna frekar. Auk þess eru möguleikar fólgnir í bættri lagerstýringu og í því að hægt sé að sýna kaupandanum fram á að hráefnið sé meðhöndlað á besta hugsanlega hátt og þannig stuðlað að hámarksgæðum vörunnar." Sláum eigin metRekjanleikinn tengist svo einnig umræðu um sjálfbærni sem Sveinn segir mjög vaxandi á mörkuðum landsins. „Erlendir neytendur eru í meira mæli vakandi fyrir því að hægt er að ofveiða og klára fiskistofna. Fiskveiðistjórnarkerfið okkar hefur tryggt þokkalegt ástand fiskistofna að mestu leyti þrátt fyrir nýjar tillögur Hafrannsóknastofnunar um mikinn niðurskurð í veiðum á þorskstofninum. Því er nokkurs virði að geta sýnt fram á að varan sem verið er að selja sem íslenska sé það í raun og veru. Þetta kallar á að hægt sé að sýna fram á uppruna vörunnar og leið hennar í gegnum virðiskeðjuna." Sveinn segir að þótt ekki sé hægt að bera „lífræna ræktun" og sjálfbæra þróun í fiskiðnaði fyllilega saman eigi orðræða í kringum þessi hugtök nokkuð sammerkt. „Aukin vitund neytenda fyrir umhverfismálum hefur leitt huga þeirra að spurningunni: Er mín neysla að eyðileggja umhverfið fyrir börnunum mínum? Sjálfbær þróun og lífræn ræktun ganga út á að tryggja komandi kynslóðum sömu möguleika og við höfum í dag. Ef ein vara stuðlar fremur að þessu en önnur er ákveðinn hópur fólks tilbúinn að greiða hærra verð fyrir hana." Sveinn, sem er hlaupari og hefur keppt í íþrótt sinni (á reyndar enn Íslandsmet í 3.000 metra hindrunarhlaupi), segir íslenskan sjávarútveg standa mjög framarlega í samanburði við aðrar þjóðir og byggir það ekki síst á því umhverfi sem hér hafi skapast í samstarfi öflugra fyrirtækja og matvælarannsókna. „Segja má að ákveðin áskorun felist í því að viðhalda forystu okkar í þessum efnum. Menn vilja bæta sig og horfa til þess. Við erum að slá okkar eigin met, viljum vera betri í dag en í gær." Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Ráðstefna um sjálfbærni í sjávarútvegi fer fram á Sauðárkróki í dag, 14. júní. Hún er hluti af vestnorrænu verkefni sem nefnist „Sustainable Food Information" og hefur það að markmiði að auðvelda fyrirtækjum í matvælaiðnaði, svo sem sjávarútvegsfyrirtækjum, að sýna fram á sjálfbærni í veiðum, vinnslu og sölu. Matvælarannsóknir Íslands (Matís) annast skipulagningu ráðstefnunnar. Þar á bæ segja menn sjálfbærni vera orðið einkar mikilvægt hugtak í sjávarútvegi í ljósi sívaxandi krafna seljenda, verslanakeðja og neytenda um að ekki sé gengið á auðlindir hafsins og að mengun við veiðar, vinnslu og flutning á sjávarafurðum sé haldið í lágmarki. Til þess að sýna fram á sjálfbærnina þarf hins vegar að vera hægt að rekja ferlið sem á sér stað í matvælaiðnaðinum. Sveinn Margeirsson, deildarstjóri á sviði sem kallast ný tækni og markaðir hjá Matís ohf., segir margt gott hafa verið unnið í þeim efnum hér á landi. „Við stöndum í raun frábærlega í rekjanleika hér," segir hann, en með því að hægt sé að rekja ferlið fást nákvæmar upplýsingar um vöruna. Seljendur sem búa yfir „gæðaafurð" eru sagðir geta aðgreint sig betur frá öðrum á markaði.Rekjanleiki getur af sér þekkinguDeildarstjórinn og hafið Sveinn Margeirsson segir íslenskan fiskiðnað mjög framsækinn í samanburði við það sem annars staðar gerist. „Þetta kallar á framsækin fyrirtæki og að hann njóti aðstoðar framsækinna matvælarannsóknafyrirtækja. Markaðurinn/Hörður„Þetta snýst í fyrsta lagi um að neytandinn geti vitað hvaðan varan kemur, en það er sá þáttur sem flestir þekkja, og í öðru lagi um að hægt sé að rekja nákvæmlega hvaða leið varan fór. Ef tekið er dæmi um lambakjöt lægi leiðin frá bónda til neytanda í gegnum slátrun, kjötvinnslu, dreifingu og verslun." Sveinn segir Íslendinga almennt standa framarlega í matvælaiðnaði hvað rekjanleika varðar „og mjög framarlega í sjávarútvegi á alþjóðlega vísu". Hér hefur því lengi verið unnið að því að auka rekjanleika matvæla, en það sem hefur helst breyst síðustu ár, að mati Sveins, er hversu tæknin hefur einfaldað verkið og um leið aukið möguleikana á því að hagnýta upplýsingarnar sem safnað er. „Áður snerist þetta um að vita nokkurn veginn hvaða leið varan fór og bærist kvörtun var hægt að fletta í bókunum og finna brotalömina í ferlinu." Sem dæmi um þróunina nefnir Sveinn örmerkt fiskiker. „Í þeim er örmerki sem lesið er þegar fiskur kemur í kerið um borð í báti, þegar landað er og þegar fiskurinn er unninn. Þegar fisknum er pakkað fær sú pakkning sitt strikamerki. Þannig myndast eining sem rekja má í gegnum allt kerfið." Þá eru afladagbækur víða orðnar rafrænar en það segir Sveinn auðvelda mjög alla meðhöndlun upplýsinga því sjálfkrafa verði til gagnagrunnur um veiðarnar. „Það auðveldar auðvitað gríðarlega alla meðhöndlun á gögnunum. Hér hafa menn verið framsýnni í þessum efnum en víðast annars staðar," segir hann og vísar til þróunarverkefnis sem unnið var á Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, nú Matís, í samstarfi við sjávarútvegsfyrirtæki. Þetta verkefni snýst um hvernig hægt er að nýta upplýsingarnar sem fást með rafrænum hætti. „Ekki bara til þess að neytandinn sjái hvaðan varan kemur, heldur einnig til stýringar í virðiskeðjunni frá veiðum, í gegnum vinnslu og inn á markað." Sveinn segir að auknum rekjanleika vörunnar fylgi mikil sóknarfæri fyrir matvælaiðnaðinn. „Flestar rannsóknir sýna að rekjanlegri vara selst ekki endilega á hærra verði, en oft er þetta aðgöngumiði inn í hágæða- eða dýrar verslanakeðjur." Aukinheldur bendir Sveinn á að núna sé rekjanleiki lögbundinn, bæði hjá Evrópusambandinu og í Bandaríkjunum. „En það eru okkar stærstu útflutningsmarkaðir." Með rafrænu tækninni segir Sveinn framleiðendur geta orðið sér úti um töluverða þekkingu á hráefninu sem unnið er með. „Við erum háþróað fiskvinnsluland og að þekkja hráefnið hjálpar til við að þróa vöruna frekar. Auk þess eru möguleikar fólgnir í bættri lagerstýringu og í því að hægt sé að sýna kaupandanum fram á að hráefnið sé meðhöndlað á besta hugsanlega hátt og þannig stuðlað að hámarksgæðum vörunnar." Sláum eigin metRekjanleikinn tengist svo einnig umræðu um sjálfbærni sem Sveinn segir mjög vaxandi á mörkuðum landsins. „Erlendir neytendur eru í meira mæli vakandi fyrir því að hægt er að ofveiða og klára fiskistofna. Fiskveiðistjórnarkerfið okkar hefur tryggt þokkalegt ástand fiskistofna að mestu leyti þrátt fyrir nýjar tillögur Hafrannsóknastofnunar um mikinn niðurskurð í veiðum á þorskstofninum. Því er nokkurs virði að geta sýnt fram á að varan sem verið er að selja sem íslenska sé það í raun og veru. Þetta kallar á að hægt sé að sýna fram á uppruna vörunnar og leið hennar í gegnum virðiskeðjuna." Sveinn segir að þótt ekki sé hægt að bera „lífræna ræktun" og sjálfbæra þróun í fiskiðnaði fyllilega saman eigi orðræða í kringum þessi hugtök nokkuð sammerkt. „Aukin vitund neytenda fyrir umhverfismálum hefur leitt huga þeirra að spurningunni: Er mín neysla að eyðileggja umhverfið fyrir börnunum mínum? Sjálfbær þróun og lífræn ræktun ganga út á að tryggja komandi kynslóðum sömu möguleika og við höfum í dag. Ef ein vara stuðlar fremur að þessu en önnur er ákveðinn hópur fólks tilbúinn að greiða hærra verð fyrir hana." Sveinn, sem er hlaupari og hefur keppt í íþrótt sinni (á reyndar enn Íslandsmet í 3.000 metra hindrunarhlaupi), segir íslenskan sjávarútveg standa mjög framarlega í samanburði við aðrar þjóðir og byggir það ekki síst á því umhverfi sem hér hafi skapast í samstarfi öflugra fyrirtækja og matvælarannsókna. „Segja má að ákveðin áskorun felist í því að viðhalda forystu okkar í þessum efnum. Menn vilja bæta sig og horfa til þess. Við erum að slá okkar eigin met, viljum vera betri í dag en í gær."
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira