
Kraftmikil orkupólitík
Netþjónabú - mengunarlaus stóriðjaHér hefur iðnaðarráðherra hafið fyrir alvöru umræðu um uppbyggingu á mengunarlausri stóriðju hér á landi sem rekstur netþjónabúa svo sannarlega er. Það sem er ekki síst áhugavert við uppbyggingu netþjónabúa hér á landi er sú staðreynd að víða þar sem þau hafa verið rekin erlendis hefur byggst upp klasi hátæknifyrirtækja í kringum þau. Þetta fer því mjög vel saman við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að efla hátækniiðnað og sprotafyrirtæki á kjörtímabilinu og skapa með því kjörskilyrði fyrir áframhaldandi vöxt og útflutning íslenskra fyrirtækja. Auk þess sem þetta fellur vel að þeirri stefnumörkun ríkisstjórnarinnar að gera skýra áætlun um samdrátt í losun gróðuhúsaloftegunda. Samfylkingin hefur lengi verið með það á sinni stefnuskrá að auka veg hátækniiðnaðar hér á landi með öflugum stuðningi sem tekur mið af þörfum þessara fyrirtækja allt frá því að þau spretta upp í formi sprotafyrirtækja og þar til þau verða fullburða hátæknifyrirtæki. Umræðan um uppbyggingu hátækniiðnaðar fléttast því mjög saman við alla orkupólitík. Miðað við þá stefnumörkun sem fram kemur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og áðurnefndu viðtali við Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra er alveg ljóst að það eru spennandi tímar framundan í íslenskri orku- og atvinnupólitík. Og klingjandi klárt að stefnubreyting hefur orðið í iðnaðarráðuneytinu í þeim efnum.
Vinstri grænir skila auðuHeimsóknir forstjóra alþjóðlegra álfyrirtækja hingað til lands hafa vakið mikla athygli enda fengið mikla fjölmiðlaumfjöllun. Sýnir þetta okkur að eftirspurnin eftir orku á Íslandi er veruleg. Þingmenn Vinstri grænna hafa reynt að snúa þessum áhuga þessara fyrirtækja uppá ríkisstjórnina og haldið því fram að heimsóknir forstjóra álfyrirtækja sé merki um að stóriðjustefnan sé hér rekin af meiri krafti en áður. Þessir ágætu þingmenn hafa hinsvegar þagað þunnu hljóði um þá einu stóriðju sem iðnaðarráðherra hefur ljáð máls á, nefnilega hinni orkufreku grænu stóriðju sem rætt er um hér að ofan. Vinstri grænir hafa skilað auðu í þeim efnum. Ég leyfi mér að ætla að það sé vegna þess að það henti þeim betur að reyna að þyrla upp moldviðri með rangindum í stað þess að koma inn í hina orkupólitísku umræðu með uppbyggilegum hætti. Þeim er vorkunn, þeir byggja jú tilveru sína á því að hér sé rekin gamaldagsstóriðjustefna. Raunveruleikinn er bara að verða allt annar eins og áðurnefnt viðtal við iðnaðarráðherra ber svo sannarlega með sér. Við erum á hraðri leið inn í nýja tíma.
Sátt milli nýtingar og verndarHin nýja orkupólitík felur einnig í sér að ríkisstjórnin ætlar að koma á sátt milli nýtingar og verndar á náttúru Íslands. Hin nýja orkupólitík er skynsöm pólitík sem tekur mið af verndun náttúruperlna. Stefna ríkisstjórnarinnar er því alveg skýr. Ljúka á gerð rammaáætlunar fyrir árslok 2009. Niðurstaðan verður síðan lögð fyrir Alþingi til formlegrar afgreiðslu. Þar til sú niðurstaða er fengin verða ekki gefin út ný rannsóknar- eða nýtingarleyfi. Háhitasvæðin verða tekin til sérstakrar skoðunar og verndargildi þeirra metin sérstaklega. Þá segir einnig í stjórnarsáttmálanum að gerð verði skýr áætlun um samdrátt í losun gróðurhúsaloftegunda. Þessi stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum fer vel saman við áðurnefnda stefnumörkun um uppbyggingu hátækniiðnaðarins og er undirstaðan í hinni nýju orkupólitík. Gefur þessi góða byrjun ríkisstjórnarinnar góð fyrirheit um það sem koma skal. Nefnilega kraftmikla og nútímalega orkupólitík.
Það er enginn vafi í mínum huga að eitt stærsta verkefnið í íslenskum stjórnmálum á þessu kjörtímabili verður að móta hér alvöru orkupólitík.
Skoðun

Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg…
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er útlegð á innleið?
Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar

Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju
Þorkell J. Steindal skrifar

Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

Skólarnir lokaðir - myglan vinnur
Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar

Flokkur fólksins eða flokkun fólksins?
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi?
Sævar Þór Jónsson skrifar

Horfumst í augu
Kristín Thoroddsen skrifar

Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar
Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar

Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði
Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar

Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni
Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar

Er aldur bara tala?
Teitur Guðmundsson skrifar

Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn
Guðný S. Bjarnadóttir skrifar

Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun
Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar

Frans páfi kvaddur eða meðtekinn?
Bjarni Karlsson skrifar

Lægjum öldurnar
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Að hata einhvern sem þú þarft á að halda?
Katrín Pétursdóttir skrifar

Íslenskar pyndingar
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

SFS, Exit og norska leiðin þeirra
Jón Kaldal skrifar

Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti?
Bryndís Schram skrifar

Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með?
Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar

Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist!
Katarzyna Kubiś skrifar

Menntun fyrir öll – nema okkur
Haukur Guðmundsson skrifar

Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika
Davíð Bergmann skrifar

Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar?
Birgir Dýrfjörð skrifar

Að sækja gullið (okkar)
Þröstur Friðfinnsson skrifar

Til hamingju blaðamenn!
Hjálmar Jónsson skrifar

Stormur í Þjóðleikhúsinu
Bubbi Morthens skrifar