Háskólinn stefnir hátt 12. janúar 2007 23:36 Háskóli Íslands er á þröskuldi þess að komast á lista yfir 500 bestu háskóla í heimi og verður kominn þangað innan fárra ára. Miklu lengra er þar til skólinn mun eiga möguleika á að komast í hóp þeirra hundrað bestu, eins og rektor hefur gert að markmiði sínu. Myndskeiðið er viðtal við Ágúst H. Ingþórsson, forstöðumann rannsóknarþjónustu HÍ, sem Svavar Halldórsson fréttamaður tók. Fjölmargar úttektir, listar og samantektir eru til um gæði háskóla og æðri menntunnar, en einna mest er þó vísað til svokallaðs Shanghæ-lista. Samkvæmt honum eru nokkrir þættir sem taka þarf tillit til við gæðamatið og vægi þessara þátta er mismikið. Kennslan er til dæmis metin eftir því hversu margir Nóbels- eða Fields-stærðfræðiverðlaunahafar hafa gengið í viðkomandi skóla. Einnig skiptir miklu máli hversu margir verðlaunahafar kenna eða stunda þar rannsóknir og líka hversu mikið er vísað til þeirra í verkum annara fræðimanna. Þá eru birtar greinar í hinum þekktu vísindaritunum Nature og Science talinn mikilvægur mælikvarði á grósku rannsókna. Sem og auðvitað allar aðrar ritrýndar greinar og bækur. Loks telur stærð háskólanna að nokkru. Aðeins þrjú lönd ná skólum inn á topp 20 listann og eins og sést eru bandarískir háskólar í algjörum sérflokki. 17 af 20 bestu háskólunum eru bandarískir. En hver skyldi síðan vera allra besti háskóli í heimi? Jú, Harvard háskóli í Bandaríkjunum er bestur og Cambridge á Englandi er í öðru sæti en flestir skólarnir sem á eftir koma samkvæmt Sjanghæ-röðuninni eru vestan hafs þótt hinn fornfrægi Oxford háskóli nái reyndar tíunda sætinu. Þótt Háskóli Íslands stefni nú ekki alveg svona hátt hefur Kristín Ingólfsdóttir rektor lýst þeirri stefnu að skólinn komist í hóp hundrað bestu háskóla í heimi og er samningur þeirra Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur frá í gær hugsaður sem skref í þá átt. Hér er svo hægt að nálgast listann yfir bestu háskóla í heimi. Fréttir Innlent Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Háskóli Íslands er á þröskuldi þess að komast á lista yfir 500 bestu háskóla í heimi og verður kominn þangað innan fárra ára. Miklu lengra er þar til skólinn mun eiga möguleika á að komast í hóp þeirra hundrað bestu, eins og rektor hefur gert að markmiði sínu. Myndskeiðið er viðtal við Ágúst H. Ingþórsson, forstöðumann rannsóknarþjónustu HÍ, sem Svavar Halldórsson fréttamaður tók. Fjölmargar úttektir, listar og samantektir eru til um gæði háskóla og æðri menntunnar, en einna mest er þó vísað til svokallaðs Shanghæ-lista. Samkvæmt honum eru nokkrir þættir sem taka þarf tillit til við gæðamatið og vægi þessara þátta er mismikið. Kennslan er til dæmis metin eftir því hversu margir Nóbels- eða Fields-stærðfræðiverðlaunahafar hafa gengið í viðkomandi skóla. Einnig skiptir miklu máli hversu margir verðlaunahafar kenna eða stunda þar rannsóknir og líka hversu mikið er vísað til þeirra í verkum annara fræðimanna. Þá eru birtar greinar í hinum þekktu vísindaritunum Nature og Science talinn mikilvægur mælikvarði á grósku rannsókna. Sem og auðvitað allar aðrar ritrýndar greinar og bækur. Loks telur stærð háskólanna að nokkru. Aðeins þrjú lönd ná skólum inn á topp 20 listann og eins og sést eru bandarískir háskólar í algjörum sérflokki. 17 af 20 bestu háskólunum eru bandarískir. En hver skyldi síðan vera allra besti háskóli í heimi? Jú, Harvard háskóli í Bandaríkjunum er bestur og Cambridge á Englandi er í öðru sæti en flestir skólarnir sem á eftir koma samkvæmt Sjanghæ-röðuninni eru vestan hafs þótt hinn fornfrægi Oxford háskóli nái reyndar tíunda sætinu. Þótt Háskóli Íslands stefni nú ekki alveg svona hátt hefur Kristín Ingólfsdóttir rektor lýst þeirri stefnu að skólinn komist í hóp hundrað bestu háskóla í heimi og er samningur þeirra Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur frá í gær hugsaður sem skref í þá átt. Hér er svo hægt að nálgast listann yfir bestu háskóla í heimi.
Fréttir Innlent Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira