Uggur í skipverjum 9. febrúar 2007 19:23 Uggur er í skipverjum um borð í flutningaskipinu Castor Star, sem hefur verið í Grundartangahöfn síðan í fyrradag. Þeir segjast ekki hafa fengið greidd laun og rýran kost vera um borð. Fulltrúi útgerðarfélagsins kom um borð í morgun og hefur fram eftir degi ráðið ráðum sínum með íslenskum lögfræðingi. Skipið kom með súrál á Grundartanga í fyrradag. Þá kom eftirlitsmaður Sjómannafélags Íslands um borð til að kanna aðbúnað. Skipverjarnir sem eru frá Georgíu og Úkraínu sögðu þá honum að þeir hefðu ekki fengið greidd laun frá í september og auk þess hefðu þeir ekki fengið almennilegan mat í þrjár vikur. Athugun þá mun hafa leitt í ljós að matur var af skornum skammti og illa farinn og því stöðvuðu Sjómannafélagið og Alþjóðaflutningasambandið uppskipun í hádeginu í gær. Fulltrúi Siglingastofnunar kom síðan um borð í morgun til að kanna skipið og pappíra því tengdu. Sú athugun stóð langt fram eftir degi. Samkvæmt heimildum fréttastofu leiddi hún í ljós kjöt- og fiskmeti í lokuðum hyrslum. Sá matur mun þó aðeins hafa verið aðgengilegur skipstjóra og auk þess nokkuð úldinn. Birgir Hólm Björgvinsson, framkvæmdastjóri Sjómannafélagsins, sagði í fréttum okkar í gær að laun hefðu ekki fengist greidd síðan í september og skipverjar væru hræddir um að missa vinnuna og fara á svartan lista. Fulltrúar félagsins dvöldu um borð með skipverjum síðustu nótt. Fulltrúi útgerðarinnar kom til landsins snemma í morgun og fór um borð á níunda tímanum í fylgd íslensk lögfræðings. Birgir segir að þá hafi hitnað í kolunum Skipverjar hafi nær allir, utan skipstjóra og tveggja annarra, lagt fram skriflega kröfu um nýja samninga sem byggðu á reglum Alþjóðaflutningasambandsins og neitað að tala við fulltrúa útgerðarinnar. Yfirvélstjóri um borð í Castor Star segir að fulltrúi eiganda ræði líkast til fljótlega við áhöfn því annars verði ekki hægt að leysa það mál sem upp sé komið. Fréttir Innlent Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
Uggur er í skipverjum um borð í flutningaskipinu Castor Star, sem hefur verið í Grundartangahöfn síðan í fyrradag. Þeir segjast ekki hafa fengið greidd laun og rýran kost vera um borð. Fulltrúi útgerðarfélagsins kom um borð í morgun og hefur fram eftir degi ráðið ráðum sínum með íslenskum lögfræðingi. Skipið kom með súrál á Grundartanga í fyrradag. Þá kom eftirlitsmaður Sjómannafélags Íslands um borð til að kanna aðbúnað. Skipverjarnir sem eru frá Georgíu og Úkraínu sögðu þá honum að þeir hefðu ekki fengið greidd laun frá í september og auk þess hefðu þeir ekki fengið almennilegan mat í þrjár vikur. Athugun þá mun hafa leitt í ljós að matur var af skornum skammti og illa farinn og því stöðvuðu Sjómannafélagið og Alþjóðaflutningasambandið uppskipun í hádeginu í gær. Fulltrúi Siglingastofnunar kom síðan um borð í morgun til að kanna skipið og pappíra því tengdu. Sú athugun stóð langt fram eftir degi. Samkvæmt heimildum fréttastofu leiddi hún í ljós kjöt- og fiskmeti í lokuðum hyrslum. Sá matur mun þó aðeins hafa verið aðgengilegur skipstjóra og auk þess nokkuð úldinn. Birgir Hólm Björgvinsson, framkvæmdastjóri Sjómannafélagsins, sagði í fréttum okkar í gær að laun hefðu ekki fengist greidd síðan í september og skipverjar væru hræddir um að missa vinnuna og fara á svartan lista. Fulltrúar félagsins dvöldu um borð með skipverjum síðustu nótt. Fulltrúi útgerðarinnar kom til landsins snemma í morgun og fór um borð á níunda tímanum í fylgd íslensk lögfræðings. Birgir segir að þá hafi hitnað í kolunum Skipverjar hafi nær allir, utan skipstjóra og tveggja annarra, lagt fram skriflega kröfu um nýja samninga sem byggðu á reglum Alþjóðaflutningasambandsins og neitað að tala við fulltrúa útgerðarinnar. Yfirvélstjóri um borð í Castor Star segir að fulltrúi eiganda ræði líkast til fljótlega við áhöfn því annars verði ekki hægt að leysa það mál sem upp sé komið.
Fréttir Innlent Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira