Laugardaginn 10. mars verður haldið á Svínavatni í A-Hún. tölt og gæðingamót. Keppt verður í opnum flokki, áhugamannaflokki og unglingaflokki í tölti og A og B flokki gæðinga. Verðlaun verða þau veglegustu sem um getur á slíkum mótum, t.d. er ljóst að fyrir 1. sæti í opnum flokki í tölti, A og B flokki fást 100.000. kr.
Þess má geta að aðeins er rúmlega þriggja tíma akstur af Reykjavíkursvæðinu. Nægt gistipláss er fyrir menn og hesta á svæðinu.