Birgir Leifur Hafþórsson er samtals á einu höggi undir pari þegar þremur hringjum er lokið á Madeira-mótinu í Portúgal. Birgir Leifur var að ljúka keppni rétt í þessu og lék hann hringinn í dag 71 höggi, einu höggi undir pari. Hann er í 35. sæti mótsins sem stendur ásamt 11 öðrum keppendum, en einum hring er ólokið.
Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á fimmtudaginn á 70 höggum en annan hringinn í gær á 74 höggum. Í dag byrjaði Birgir Leifur mjög vel og fékk tvo fugla á fyrstu fjórum holunum. Skollar á 1., 5. og 14. holu drógu hann þó niður aftur en Birgir Leifur náði einnig fuglum á 4. og 8. holu, sem báðar eru par 3 holur.