Birgir Leifur Hafþórsson hefur nú hafið leik á öðrum hring Opna portúgalska mótsins sem er hluti af Evrópumótaröð karla í golfi. Eftir því sem fram kemur á vefnum kylfingur.is hóf Birgir leik á fyrsta teig og paraði þá holu ólíkt því sem hann gerði í gær þegar hann fékk skolla á fyrstu holu. Birgir lék illa í gær, fékk átta skolla og einn fugl og þarf að herða róðurinn ætli hann sér að komast í gegnum niðurskurð á þessu móti. Hann er nú í 122.-133. sæti.
Birgir Leifur á pari á fyrstu holu

Mest lesið

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti

„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti

„Þetta var skrýtinn leikur“
Íslenski boltinn


„Fáránlega erfið sería“
Körfubolti



