Birgir Leifur lauk fyrsta degi sínum á opna velska meistaramótinu á fjórum höggum yfir pari en mótið fer fram á The Celtic Manor vellinum. Birgir Leifur fékk 5 skolla og einn fugl.
Birgir er nú í 121. sæti á mótinu en Ricardo Gonzales, Paul Lawrie og Brett Rumford eru efstir en þeir léku allir á 65 höggum en par vallarins er 69.