Pólski ökuþórinn Robert Kubica hjá BMW slapp ótrúlega vel í dag þegar hann ók bíl sínum á vegg á um 290 kílómetra hraða á klukkustund í Kanadakappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Kubica missti aldrei meðvitund þegar bíllinn skall á veggnum og fór nokkur heljarstökk í loftinu. Hann fékk aðhlynningu á brautinn og var síðar fluttur á sjúkrahús, en hann er nú á batavegi eftir þessa óskemmtilegu reynslu og fær að fara heim á morgun.